Leita í fréttum mbl.is

Góður Þorvaldur

Gylfason í Fréttablaðinu í dag.

Þar skrifar hann mikinn fróðleik um Ástralíu. Þar upplýsir hann að þar ríki kosningaskylda síðan 1924 með 91 % árangri og einnig sé kosningaskylda í nokkrum öðrum ríkjum sem hann nefnir,Argentínu,Belgíu, Brasilíu, Lúxemburg og Singapúr.

Mér hefur oft dottið í hug hvort ekki væri ástæða til að taka upp svipað kerfi hérlendis en með öðrum formerkjum. Þannig fær sá sem kýs afslátt í gegn um skattakerfið, segjum tíuþúsund kall eða eitthvað svoleiðis. Gulrót í stað sektar eins og er í löndunum sem dr. Þorvaldur nefnir.

Þorvaldi er engan veginn alls varnað þegar hann heldur sig fjær pólitík en fremur  fræðimennsku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svakalegt yrði það, ef hér yrði bæði tekið upp 16 ára aldursmark til kosningarétta og nánast samhliða því þetta skyldu- og sektakerfi Þorvaldar! Unglingar, sem "horfa í aurinn", 10.000 kall til dæmis, myndu þá almennt mæta á kjörstaði, og færu að ráða hér meira um val þingmanna en margt gamalt fólk og reynt. 

En þessir nýju kjósendur 

1) hafa litla reynslu af því að fylgjast með íslenzkri þjóðmála­umræðu og litla þekkingu á stjórnkerfi og stjórnmálum landsins,

2) hafa ekkert lagt fram til uppbyggingar sam­félagsins með skatt­greiðslum og framlagi til lífeyris­sjóða.

En illa upplýstir kjósendur eru ginnkeyptari fyrir gylliboðum vinstri flokkanna, sem reyndari kjósendur sjá í gegnum.

Jón Valur Jensson, 26.7.2018 kl. 12:24

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

...  kosningaréttar!

Jón Valur Jensson, 26.7.2018 kl. 12:26

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Er þetta ekki  óþarfa svatsýni Jón Valur. En ég held að hr.Meðaljón myndi líka mæta en líklega líka kjósa tóma dellu eins og uunglingurinn. Allavega væri kosningaþáttakan komin upp

Halldór Jónsson, 26.7.2018 kl. 18:43

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki talsverður munur á að kjósa af skyldu og fyrir veraldlega umbun en að kjósa af hugajón og þekkingu á málefnum? Er það ríkisins að neyða fólk til að taka afstöðu?

Þeir sem ekki vilja taka afstöðu til þess sem í boði er myndu mæta á kjörstað og skila auðu til að uppfylla skylduna og hljóta umbun. Fólk væri fljótt að sjá við slíku. 

Þeir sem kjósa ekki hafa líka vægi í niðurstöðunni og kjósi fólk ekki að kjósa er það lýðræðislegur réttur þess.

Þetta eru engin "fræði" hjá Þorvaldi, heldur púra pólitík. Ekta vinstra hugarfar um allsherjarlausnir og opinbera valdbeitingu.

Hann hefur vonandi reynt að útlista hver tilgangur og markmið eru með þessu. Hvað sé unnið með slíkum mútum og/ eða valdníðslu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.7.2018 kl. 19:45

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hallast hér sem oftar að því, að Jón Ragnar skynji málið rétt.

Seint verða skrif Þorvaldar the embodiment of truth í mínum augum.

Jón Valur Jensson, 27.7.2018 kl. 03:13

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Steinar Ragnarsson, vildi ég sagt hafa!

Jón Valur Jensson, 27.7.2018 kl. 03:14

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þið sannfærið mig ekki góðu vinir, mér finnst viðkunnanlegra að klappa en löðrunga

Halldór Jónsson, 27.7.2018 kl. 07:04

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég hallast á að kjósendur ættu að greiða Kr. 10,000 á kjörstað til að fá að kjósa og ef kjósandi greiðir ekki gjöld til hins opinbera (skatta) þá á hinn sami ekki rétt að kjósa.

MAGA

Kveðja frá Seltjarnarnesi

Jóhann Kristinsson, 28.7.2018 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418198

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband