Leita í fréttum mbl.is

Eiga allir rétt?

á svona húsi úr hendi sveitarfélagsins ef þeir hafa ekki í önnur hús að venda?

Á vefsíðu Björns Bjarnasonar stendur þetta:

 

"Umboðsmaður komst að þeirri niðurstöðu að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um biðtíma utangarðsfólks eftir því að fá úthlutað varanlegu húsnæði hjá Reykjavíkurborg, skilyrði sem í reynd eru sett gagnvart þeim sem glíma við fíknivanda til að fá úthlutað húsnæði og fjölda gistinátta sömu einstaklinga í neyðarathvörfum hjá borginni verði ekki annað ráðið en að til staðar sé almennur og viðvarandi vandi í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks og það sama eigi við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda. Ekki sé unnt að líta svo á að almennur málsmeðferðartími í málaflokknum sé í samræmi við þau sjónarmið sem liggja til grundvallar málshraðareglum stjórnsýsluréttarins. Þegar þessi atriði og umgjörð við úrlausn á húsnæðisvanda utangarðsfólks hjá Reykjavíkurborg séu virt heildstætt skorti á að Reykjavíkurborg tryggi utangarðsfólki, svo fullnægjandi sé, aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við ákvæði laga nr. 40/1991, eins og þau verða túlkuð í ljósi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og fjölþjóðlegra mannréttindareglna (leturbreyting mín). Umboðsmaður komst einnig að þeirri niðurstöðu að reglur Reykjavíkurborgar um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur fullnægi ekki kröfum sem gera verður til skýrleika reglna um skilyrði sem í reynd eru sett fyrir úthlutun húsnæðis.“

Eislenskt Íbúðarhús

Er það stjórnarskrárvarinn  réttu hvers og eins að fá íbúð til afnota?Hvernig íbúð þá?

Kolbrún  Baldursdóttir úr minnihlutanum í Reykjavík vill athuga að Borgin reisi svona hús fyrir utangarðsfólk sem býr við alsskyns vandamál eins og rándýra og tímafreka fíkniefnaneyslu. Bílddælingar eru nýbúnir að reisa þessi hús á 16 milljónir stykkið með innbúi fyrir vinnandi fólk í bænum þar.

Í Reykjavík myndu þau kosta langt um meira vegna hás lóðaverðs segja þeir.

En af hverju er fólk að byggja yfirleitt ef þá á stjórnarskrárvarinn rétt til svona íbúðarhúss úr hendi sveitarfélagsins að dómi umboðsmanns og alþjóðlegra mannréttindareglna? Af hverju króknar fólk í evrópskum stórborgum og verður út undir brúnum í París?

Myndi ekki margur þiggja að fá keypt svona hús á innan við 20 millur á höfuðborgarsvæ'ðinu? Af hverju er það ekki í boði? Væri ekki rétt að meirihlutinn í Reykjavík og Dagur B., já líka bæjarstjórarnir í Kópavogi,Mosó, Garðabæ og Hafnarfirði  myndu útskýra hversvegna ekki er hægt að byggja svona hús sem kosta 300.000kr.fermetrinn með innbúi í þessum bæjarfélögum.

Hvað kosta lóðir undir þessi hús í þessum bæjarfélögum  og eru þær fáanlegar? Og ef ekki af hverju ekki?

Ef allir eiga rétt á húsnæði, verður þá ekki að útskýra hvernig á að uppfylla þennan rétt og af hverju það ekki er hægt?

 

Á hverju eiga allir rétt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband