Leita í fréttum mbl.is

Niður með krónuna!

Upp með verðbólguna!

Svo segir í Mogga:

"Steinþór Skúla­son, for­stjóri Slát­ur­fé­lags Suður­lands (SS), seg­ir fyr­ir­tæk­in ekki leng­ur geta tekið á sig tug­pró­senta launa­hækk­an­ir.

„Í sum­um til­fell­um leiðir þetta til verðbólgu eða verðhækk­ana. Í öðrum til­fell­um get­ur þetta kippt grund­vell­in­um und­an rekstri fyr­ir­tækj­anna. Það er eins og geng­ur.“

Laun hafi hækkað um 30-40%

Steinþór seg­ir laun í kjötvinnslu hafa hækkað um 30-40% síðustu ár. Aðeins brot af þeirri kostnaðar­hækk­un sé kom­in út í verðlag.

Ari Edwald, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar (MS), seg­ir laun hjá MS hafa hækkað um rúm 40% að meðaltali frá maí 2015. Tíma­bært sé að end­ur­skoða verðskrár.

„Er­lend­is eru menn að velta fyr­ir sér hvort laun nái að hækka um hálft til eitt pró­sent á ári. Við höf­um hins veg­ar verið að hækka laun um eitt pró­sent á mánuði á þessu tíma­bili!“ seg­ir Ari um launa­skriðið.

Sveinn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lag­anna Síld­ar og fisks og Mat­fugls, seg­ir launa­kostnað hafa auk­ist mikið eft­ir síðustu samn­inga. Það ásamt dýr­ara fóðri eigi mik­inn þátt í mikl­um kostnaðar­hækk­un­um. Mat­fugl hafi hækkað verð á kjúk­lingi í vor. Fram und­an sé end­ur­skoðun á verðskrá hjá Síld og fiski, sem er m.a. með svín.

Fóður­verðið farið að stíga

Geir Gunn­ar Geirs­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Stjörnugrís, tel­ur fram­leiðend­ur hafa skilað launa­hækk­un­um út í verðlagið að und­an­förnu. Hins veg­ar séu blik­ur á lofti. Fóður sé að hækka mikið í verði.

Eyj­ólf­ur Sig­urðsson, for­stjóri Fóður­blönd­unn­ar, seg­ir mikla þurrka í Evr­ópu munu leiða til hærra mat­ar- og fóður­verðs. Til dæm­is verði maís, hveiti og bygg dýr­ara. Þá muni tolla­stríð Banda­ríkj­anna og Evr­ópu þrýsta upp fóður­verði. Þetta muni auka kostnað ís­lenskra bænda."

Við þetta er að bæta að vinur minn sem er kornbóndi í Michigan kvartar sáran yfir of lágu fóðurverði samfara góðri uppskeru síðasta ár.

Það þarf að vinna á móti AlGore áhrifunum sem hafa sprengt upp verðið á maís vegna lífdísilsframleiðslu sem er hluti af kolefnisbullinu sem hefur stórskaðað allan efnahag mannskynsins og valdið hungursneyð meðal fátæks fólks í Afríku.

 

Haustið framundan

Ekki er vafi á að Kórstjórar gengisfellinga í ferðabransanum taka kröftuglega undir. Svo koma Ragnar Þór í VR  og Sigríður í Eflingu og fullkomna verkið. Engu máli skiptir þó að tollastríð Bandaríkjanna og Evrópu hafi verið blásið af.

Líklega er nauðsynleg niðurfærsla á ákvörðunum Kjararáðs til að lægja öldurnar áður en gengið er til taxtasamninga í haust. Hinsvegar verða fyrirtæki sem aðrir að halda aftur af sér með hækkanir, sér í lagi markaðsráðandi- og einokunarfyrirtækin. Opinber afskipti af þeim kunna að verða nauðsynleg ef þau ætla ekki að spenna beltin.En einbeitni ríkisstjórnarinnar verður mikils ráðandi hvernig til muni takast. 

Allir munu tapa á verðhækkunum sem munu bíta í skottið á sjálfum sér með keðjuverkun sem við krumpudýrin  munum kannski betur en þeir yngri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ætli það sé ekki frekar léleg gæða- og vörumerkjastjórn SS sem er að grafa undan efnahag þess. Innlendir framleiðendur með betri vörur hafa étið sig inn á fyrirtækið. SS hafa til dæmis eyðilagt pylsunnar með innfluttu úrgangsdrasli í þær. Forstjórinn gæti byrjað á því að lækka laun sín og nánustu starfsamanna og hætt þessu voli og bætt framleiðsluna.

Þegar að kílóverð af innfluttum kartöfluflögum er komið í tvöþúsund krónur, og innihald pakkanna minnkað niður í 165 grömm og lofti dælt í þá til að pokinn líti ekki út fyrir að vera eins tómur og hann er, þá veit maður hvað er að gerast. Arðsemin í gúlagslöndum Evrópusovétríkjanna er farin til fjandans vegna innvortis úrkynjunar og hnignunar og hún er að ná hingað sem sem innflutt verðbólga, sem smitar út frá sér inn í forstjóraherbergi SS. Hann ætti frekar að hugsa um vandaðri vörur og varðveislu markaðshlutdeildar SS en átakanlega þetta væl í landi með bestu neytendur í heimi.

Hmpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 29.7.2018 kl. 12:33

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hraustlega mælt Gunnar og satt.Sjáðu svo Grím Sæmundsen með dýru vörurnar í Bláa Lóninu sem borgar ekkert auðlindagjald til Svartsengis.Síheimtandi gengisfall.

Halldór Jónsson, 29.7.2018 kl. 13:05

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki krónunni að kenna, að aðilar vinnumarkaðarins hafa ekki taumhald á sér með launahækkanir.

Gengislækkun kann enn á ný að vera sterk útspil, og ekki mun hún draga úr ferðamannastraumi hingað né rýra tekjur af útflutningi.

Krónan er, þegar öllu er á botninn hvolft, hið ágætasta verkfæri.

Jón Valur Jensson, 29.7.2018 kl. 13:35

4 identicon

Þú ert greinilega ekki að hugsa um þær tugþúsundir fjölskildna sem skulda bönkunum í verðtriggðum krónum þegar þu dasamar gengisfellingarnar Jón Valur,,, eða eru þær bara eðlilegur fórnarkostnaður til að bæta við milljarða hagnað fyrirtækja landsins,,,, 

Alfreð (IP-tala skráð) 29.7.2018 kl. 14:25

5 Smámynd: Már Elíson

Niður með krónuna, segir Halldór - Rétt er það, og þá á hann líklega við.."Upp með evruna.." eða hvaða annan gjaldmiðil / seðla.- En á meðan hagkerfi landsins er í rúst og landið er mergsogið innanfrá af "auðjöfrum" að þá þarf t.d.að stokka það upp úr molbúahættinum, verðtyggingunni og vaxtaokrinu. Þá fyrst verðum við réttstæð við aðrar gildandi Evrópuþjóðir. - Krafa um eðlilegar launahækkanir halda áfram á meðan kaupmáttur launa og almennt launa-ójafnvægi heldur áfram hinu megin frá.

Már Elíson, 29.7.2018 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband