Leita í fréttum mbl.is

Kosningar í Zimbabwe

eru átakanlegar að horfa á.

Barnsleg bjartsýni virðist samt einkenna viðhorf aðspurðra kjósenda um að breytinga sé að vænta.Vonandi gengur eitthvað af því eftir.

En afleiðingar áratugalangrar hryðjuverka-og kommúnistastjórnar Roberts Mugabe eru ekki yfirstaðnar í einu vettvangi. Menn hugsi sér hversu maðksmogið allt stjórnkerfið hlýtur að vera eftir alla þá vitleysu sem ríkt hefur allan þennan tíma. Frá því að vera Gósenlandið Rhodesía þar sem allur almenningur hafði það þolanlegt og mikil framleiðni ríkti  hefur kerfið og spillingin leitt skort og hörmungar yfir mannfólkið. Það er því heldur ólíklegt að hugarfarið breytist yfir nótt og kjörin taki að batna eftir alla þessa löngu hörmungatíma óstjórnar og hagfræðilegra glapræða.

Íbúar Zimbabwe munu vart vera færir um að stjórna sér sjálfir og maður getur velt fyrir sér því áliti margra Frakka, að sumum Afríkuríkjum verði ekki bjargað án þess að nýlenduveldin verði endurreist.  Fólkið hafi ekki þann þroska að geta búið við lýðræði þrátt fyrir yfirburðagæði jarðar. Allt leiti í spillingarfarveg um leið og einhver fær til þess tækifæri. Agavaldið vanti algerlega í þjóðarsálina. Það þurfi að skipa utanaðkomandi stjórnvöld í landinu til að koma skikki á innanlandsmálin.

Því miður er ég því ekki bjartsýnn á að breytingar séu miklar framundan í Zimbabwe. En vissulega á ég þær óskir heitar að fólkinu leggist eitthvað til eftir þær hörmungar sem Robert Mugabe leiddi yfir þjóð sína sem eru álíka hlisðtæðar og trúbræður hans hafa innleitt í Venezuela.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Allt virðist vera að koma á daginn sem rennir stoðum undir þá kenningu að  íbúar séu ekki færir um að stjórna sér sjálfir. Það þarf að endurreisa nýlendustjórnina eða gómlu stjórn hvítu mannanna í  Rodesíu ef hægt eigi að vera að bæta lífskjöriin. 

Halldór Jónsson, 2.8.2018 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 649
  • Sl. sólarhring: 668
  • Sl. viku: 5557
  • Frá upphafi: 3195176

Annað

  • Innlit í dag: 504
  • Innlit sl. viku: 4555
  • Gestir í dag: 453
  • IP-tölur í dag: 443

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband