Leita í fréttum mbl.is

Heyrum við ekki?

þegar reynt er að tala máli skynseminnar?

Í Morgunblaðinu er talað við Bjarna Benediktsson um ástand og horfur í svokölluðum "kjaramálum".

Þar segir:

"Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir margar af kröfugerðum verkalýðsforingja ekki eiga heima í kjaraviðræðum. Vísar hann aðspurður m.a. til þeirra ummæla Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, að stjórnvöld þurfi að leggja fram nýjar lausnir og þeirra ummæla Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, að grípa þurfi til róttækra aðgerða. Þá m.a. að afnema verðtryggingu, lækka vexti og taka húsnæðislið úr vísitölu. Að öðrum kosti sé „frostavetur“ fram undan.

Snýst um kaup og kjör

Bjarni gagnrýnir málflutninginn.„Það er auðvitað gamalkunnugt stef að aðilar vinnumarkaðarins vilja seilast sífellt lengra inn í ákvarðanir sem heyra undir þing og ríkisstjórn. Þessi ríkisstjórn hefur lýst yfir eindregnum vilja og sýnt það í verki að menn vilja eiga þetta samtal. En menn láta ekki segja sér fyrir verkum. Fæstar af þessum yfirlýsingum snúa að því sem á að ræða við samningaborðið. Kjaraviðræður á almenna markaðnum snúast um kaup og kjör en eiga ekki að snúast um sífellda kröfugerð á stjórnvöld. Þessi ríkisstjórn hefur átt í ágætis samtali við aðila vinnumarkaðarins og efnt til fjölda funda á þessu ári. Mér hefur heyrst hafa verið ágætis tónn í því samtali. Ég hef fulla trú á að það skili árangri.

Ríkisstjórnin er með áform um að lækka skatta og taka til endurskoðunar samspil skatta og bótakerfa. Um það er fjallað í stjórnarsáttmálanum með sérstakri vísun til þess að það þrengi núna að samkeppnishæfni landsins og svigrúm til launahækkana sé minna en fram til þessa.

Ég held að reynslan sýni að það er farsælast fyrir alla að fara inn í kjaralotu með bjartsýni á góða niðurstöðu og sátt en ekki að efna til ófriðar fyrir fram.

Ég tel að það sjái það nú allir sanngjarnir menn að okkur hefur tekist núna á síðustu fimm árum að auka kaupmáttinn verulega. Það er mikið fagnaðarefni fyrir alla, þar með talið fyrir talsmenn launþegahreyfingarinnar, og maður saknar þess stundum í þeirra tali að menn eigni sér eitthvað af þeim mikla árangri sem hefur náðst á undanförnum árum.

Hann er sögulega gríðarlegur en tónninn er eins og hér hafi verið mikil kjaraskerðing, að allt sé í uppnámi og þolinmæðin sé á þrotum. Ég verð að segja að það er undarlegt að heyra þennan tón.“

Skattar lækki í áföngum

– Hvað með tryggingagjaldið? „Ég sé fyrir mér lækkanir á tryggingagjaldi í skrefum strax um næstu áramót og svo aftur ári síðar. Síðan stendur yfir vinna – við ræðum um það í stjórnarsáttmálanum – við að lækka neðra skattþrepið.

Það mun sömuleiðis gerast í áföngum á kjörtímabilinu en við viljum huga vel að þessu samspili bótakerfanna og skattþrepanna,“ segir Bjarni. Hann segir það standa upp úr að „þrátt fyrir alla óánægjuna, verkföllin og allar þessar stóru yfirlýsingar hafi kjaraþróunin í landinu sjaldan verið jafn jákvæð og þessi misseri“.

„Og nú ríkir mikill stöðugleiki. Ég hefði haldið að menn gætu orðið a.m.k. sammála um að þá góðu stöðu þyrfti að verja og viðhalda þeim stöðugleika sem við njótum í dag.“

– Hvað með það sjónarmið Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins, að nú sé lítið svigrúm til launahækkana? „Það eru engin tíðindi fyrir mig. Og rataði beint í stjórnarsáttmálann þegar ríkisstjórnin var mynduð. Það liggur fyrir, og hefur legið lengi fyrir, að svigrúm til launahækkana er orðið lítið sem ekkert. Þess vegna skiptir máli að stjórnvöld geta liðkað fyrir með þeim aðgerðum sem ég hef verið að nefna.

Það er auðvitað með ólíkindum að heyra verkalýðsleiðtoga að því er virðist tala gegn betri vitund um að það sé svigrúm á almenna markaðnum til tuga prósenta launahækkana – kannski 20- 30% launahækkana – og af því að það hafi ekki skilað verðbólgu í fortíðinni muni það ekki gera það í framtíðinni. Það er mjög undarlegt að hlusta á svona tal,“

segir Bjarni og vísar til orða Vilhjálms Birgissonar í fréttum Stöðvar 2 síðastliðið laugardagskvöld. Bílgreinasambandið áætlar að verð á nýjum bílum hækki að óbreyttu um 20-30% um áramót. Það er vegna breyttra mælinga á útblæstri bifreiða samkvæmt nýrri löggjöf Evrópusambandsins.

Ekki markmið að auka tekjur

Fram kom í Morgunblaðinu 16. júní að málið væri til meðferðar hjá fjármálaráðuneytinu. Spurður um stöðu málsins segir Bjarni það ekki markmið með breytingunum að auka tekjur ríkissjóðs af bifreiðum. „Ég hef haft áhyggjur af þessu máli og er með það til greiningar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeirri vinnu er ekki alveg lokið. En ég útiloka ekki að við bregðumst við vegna þessara ábendinga.“

Bjarni tekur ennfremur til meðferðar samanburðarfræðina sem virðist stjórna miklu í afstöðu mann til taxtahækkana.

"Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir úrskurði kjararáðs eiga þátt í ósætti á vinnumarkaði.

Spurður um þetta sjónarmið segist Bjarni Benediktsson sjálfur hafa átt mikið frumkvæði að því að endurskoða alla umgjörð um kjararáð.

„Ég lagði fram frumvarp sem var samþykkt á Alþingi á sínum tíma sem gerði róttækar breytingar og stórfækkaði þeim sem heyra undir ráðið. Ný ríkisstjórn setti síðan saman nefnd sem fór ofan í saumana á þessum málum og skýrslan liggur fyrir frá því snemma á þessu ári. Sem sýnir fram á að launaþróun þeirra sem heyra undir kjararáð er þrátt fyrir alla umræðuna sambærileg við bæði almenna og opinbera markaðinn.

Nú hefur kjararáð verið lagt niður með frumvarpi sem samið var í mínu ráðuneyti og lagt fram af efnahags- og viðskiptanefnd. Fram hefur komið til kynningar nýtt frumvarp um framtíðarfyrirkomulag þessara mála.

Þannig að ég verð að lýsa vissri undrun á því að menn kalli eftir frekari aðgerðum vegna kjararáðs.

Vegna þess að kjararáð hefur bæði verið lagt niður, nýtt fyrirkomulag kynnt, og gögn verið lögð fram um það að til dæmis kjörnir fulltrúar sem síðast voru hækkaðir á kjördag 2016 séu komnir á sama ról undir lok þessa árs og aðrir hópar.“

Það er deginum ljósara að samanburðarfræðin ræður miklu þegar rætt er um kjör einstakra hópa í þjóðfélaginu. Því var Bjarni svo stöðugur í því að gefa ekki eftir öllum kröfum lítils hóps ljósmæðra sem voru reiðubúnar að taka ekkert tillit til heildarinnar í því að sprengja upp kauptaxta sína.

En það er greinilegt að vandi er fyrir höndum í svokölluðum "kjaraviðræðum". Fyrirkomulag þeirra er viðurkennt af mörgum að þurfi að endurskoða. Ekki gangi að opinberir starfsmenn leiði samningaviðræður og slái taktinn fyrir aðra þjóðfélagshópa.

Það er þörf á að heyra en ekki hrópa þegar raunsætt er talað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vitaskuld verður verðbólga ef laun hækka um 45% á einu augabragði.

Það vita allir, nema þingmenn, ráðherrar og æðstu embættismenn og stjórnsýslan.

 

Verðum við þá ekki að draga þá ályktun að allir þeir síðarnefndu séu vitleysingar?

Og ef sú ályktun er rétt, af hverju látum við vitleysinga ráða eigin kjörum og skammta sér launin langt umfram alla aðra?

 

Og svo má vitaskuld í framhaldinu spyrja:

Af hverju látum við eiginlega vitleysinga stjórna okkur?  Varla trúum við því, að vitleysingar eigi að vera yfir okkur hin hafin og að þeir séu okkur æðri?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.7.2018 kl. 10:16

2 Smámynd: Halldór Jónsson

að vita allir, nema þingmenn, ráðherrar og æðstu embættismenn og stjórnsýslan.

Vantar ekki einhverja forystumenn launþega í þessa upptalningu? Eða vita þeir þetta?

Halldór Jónsson, 31.7.2018 kl. 11:00

3 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Pétur Örn Björnsson !

Þakka þér fyrir: snöfurmannlegt og þarft innlegg þitt hér, hjá hinum ágæta Verkfræðingi.

Halldór !

HVAÐ - hvað þarf til, að þú látir af endalausri tilbeiðzlu þinni,, og algjörlega INNISTÆÐULAUSRI til Bjarna Benedikts sonar, eins fremsta forvígismann þjófa gengis Engeyjar ættarinnar ???

Fyrir utan: HRÆSNI og fíflshátt Bjarna, sem og almennan loddarahátt þessa siðblindingja, sem lét Jónas Þór Guðmundsson og aðra vini sína í ný- dauðu (dauðu ?) Kjararáði skammta sér og gæðinga hyski alþingis og ýmissa annarra um 45% hækkunina á sínum tíma, þar áður 7% o.s.frv., ætti þetta viðundur (Bjarni Benediktsson) að steinhalda kjapti og skammazt sín fyrir svindl sitt og sjálftökur fjármuna, í gegnum tíðina.

Innan - sem utan alþingis og stjórnarráðs, vel að merkja: Verkfr. góður !

Hvað: vill þetta Engeyjar gerpi upp á dekk, svona yfirleitt ?

Eigum við að rifja upp: gripdeildir Engeyinganna, á Síldarverksmiðjum ríkisins / að ógleymdum Sjóvár almennum tryggingum, Halldór minn ?

Til dæmis ?

Hvenær - skyldu landsmenn líta upp úr prívat skjóðum sínum margvíslegum, og STEYPA þessu Bjarna bandítts / Katrínar grettibjöllu (lesizt: Steingríms J. Sigfússonar) og Sigurðar rolu Inga gengi, fyrir þau björg, sem þau verðskulda ?

Jú: jú Halldór.

Vitanlega - þyldu ýmsir forystumenn launamanna 30 - 40, eða fleirri tuga prósenta launalækkanir, til þess að geta staðist atlögur Samtaka atvinnulífsins og Bjarna hirðarinnar, á komandi misserum:: móralzkt, að minnsta kosti.

Með ágætum kveðjum: samt sem áður, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.7.2018 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418203

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband