Leita í fréttum mbl.is

Íslandspóstur

er fyrirtæki sem landsmenn ættu að standa vörð um. Þess í stað eru allskyns spámenn sífallt að höggva í það og reyna að afflytja það á enda og kanta.

Svo segir í blaðafrétt:

"Íslandspóstur hefur ákveðið að hækka gjaldskrá sína um átta prósent innan einkaréttar þvert á það sem Póst- og Fjarskiptastofnun(PFS) skipaði fyrirtækinu að gera. Formaður Félags atvinnurekenda skilur ekki þessa rekstrarhagfræði. 

Á haustmánuðum síðasta árs tilkynnti Íslandspóstur PFS þá fyrirætlun sína að fækka dreifingardögum bréfpósts í þéttbýli. Bréfsendingar hafa dregist saman um rúmlega helming síðan árið 2007. PFS skipaði því fyrirtækinu að það hagræði sem Íslandspóstur telur að verði við þessar breytingar þurfi að skila sér til notenda þjónustunnar.

Nú hefur PFS birt óskir Íslandspósts. Vill fyrirtækið hækka gjaldskrá sína um átta prósent og óskar samþykkir PFS. Stofnunin hefur því óskað eftir umsögnum hagsmunaaðila fyrir 15. september. Ólafur Stephensen, formaður félags atvinnurekenda, undrast þessi vinnubrögð. „Við skiljum ekki þessa rekstrarhagfræði og vonumst eftir því að Póst- og Fjarskiptastofnun standi í lappirnar í þessu máli,“ segir Ólafur. "

Íslandspóstur á að hafa einkarétt og skyldur á póstdreifingu. Fyrirtækið er líka úrvalsgott viðskiptis samkvæmt minni persónulegu reynslu og stórviðskipta á minn örmælikvarða í blaðadreifingu. U.S.Mail er heilagt fyrirtæki í Trumparíkjum og póstþjónusta á að vera ein af frumskyldum þjóðríkisins.

Allskyns fyrirtæki hafa hinsvegar fengið að spretta upp hérlendis  til hliðar við póstinn og þá er ekkert opinbert eftirlit með því hvort þau yfirleitt standi sig eða ekki. Og stundum bregðast þau líka svo gersamlega  að ekki dettur mér að minnsta kosti  í hug að leita annað en til Íslandspósts með mínar dreifingar. 

Ég ber svipaðar tilfinningar  til Íslandspósts eins og til dæmis Alþingis, Lögreglunnar og grunnmenntakerfisins sem rækja sínar skyldur við borgaranna eins og aðrar stofnanir sem eiga að vera á forræði almennings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband