Leita í fréttum mbl.is

Fáránleiki

nágrannamótmæla hefur birst mér í sambandi við vindmyllur.

Eigi maður land og vilji maður reisa á því vindmyllu þá getur nágranninn stöðvað það með því að mótmæla á grundvelli þess að honum finnist vindmyllur ljótar.

Ég hef orðið vitni að því endurtekið að svona er þetta. Þú mátt ekki nýta eign þína.

Ef þetta er ekki umhverfisfasismi þá veit ég ekki hvað það er.

Það er algerlega fáránlegt að maður megi ekki nýta jarðeign sína vegna þess að nágranninn sem á engra hagsmuna að gæta finnst vindmyllur vera ljótar. Þetta er hinsvegar staðreynd málsins. Eignarréttur þinn er takmarkaður ef um vindmyllu er að ræða. 

 

Mér finnst þetta fáránlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég skil vel að þér finnist það fáránlegt að láta sjónmengunarsjónarmið nágranna hindra vistvæna orkuframleiðslu. En það eru margvíslegar hömlur á því hvað fólk má byggja og hvað ekki. Útsýni, friður fyrir hávaða og annað slíkt eru gæði sem fólk metur einhvers. Þannig getur fólk sem býr í einbýlishúsagötu til dæmis hindrað að nágranninn rífi húsið sitt og byggi 30 hæða blokk. Ég held að flestum finnist það eðlilegt. En auðvitað verða að vera takmörk fyrir því hvað hægt er að stöðva.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.9.2018 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.3.): 278
  • Sl. sólarhring: 1157
  • Sl. viku: 7088
  • Frá upphafi: 2516428

Annað

  • Innlit í dag: 213
  • Innlit sl. viku: 5460
  • Gestir í dag: 211
  • IP-tölur í dag: 209

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband