Leita í fréttum mbl.is

Orkuskiptaumræðan

er dálítið samhengislaus.

Þetta sama fólk og mest talar um orkuskiptin er á móti öllum virkjunum vatnsfalla. Hvar ætlar það að fá allt þetta rafmagn til orkuskiptanna? Kaupa það frá Bretlandi í gegn um sæstrenginn? Byggja Thoríumver á Skeiðarársandi? Eru ekki allir fossar orðnir heilagir og fráteknir fyrir túrista?

Það verður að fá rafmagn til orkuskipta. Á að taka það frá stóriðjunni og leggja hana af til þess að fá rafmagn á rafbíla í stað aflagðra dísilbílanna  sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar væntanlega að kaupa inn til ríkisins? Á sama tíma og afleggja á allar dísilvélar í jerðvinnu og flutningum eða hvað?

Verður ekki að ræða þessi orkuskipti í samhengi við raunveruleikann?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þú skilur þetta ekki Halldór.

Þetta snýst ekki um Ísland, þjóðina, skynsemi, rök, efnahag né vísindi. Þetta er ný alþjóðabylting.

Sjálfstæðisflokkurinn gengur nú fyrir alþjóðabyltingu umhverfisisma. Þú hefur verið hreinsaður út.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2018 kl. 08:45

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já lílega er það í þá áttina Gunnar

Halldór Jónsson, 11.9.2018 kl. 09:29

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Alþjóða byltingarráð Sjálfstæðisflokksins, xDkomintern, var í ríkissjónvarpinu í gær. Þú sást það.

Þetta er ekki plat. Byltíngin er hafin. Hinum mannlegu aðstæðum í heiminum verður bjargað frá kapítalismanum.

Aðalstöðvar alþjóðabyltingarinnar verða í París.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2018 kl. 09:54

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ísland verður fyrirmyndarland byltingarinnar. Bjarni ætlar að tryggja það. Ekkert mun fara úrskeiðis. Hann er með þetta allt í excel og glærum.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2018 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.3.): 254
  • Sl. sólarhring: 1160
  • Sl. viku: 7064
  • Frá upphafi: 2516404

Annað

  • Innlit í dag: 192
  • Innlit sl. viku: 5439
  • Gestir í dag: 190
  • IP-tölur í dag: 188

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband