Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin gegn heiminum

þegar hún ætlar að útrýma óendurnýjanlegum orkugjöfum.

primary-energy1 (1)AAÞað er heldur betur metnaðarfullt markmið þegar heimurinn heldur einbeittur í aðra átt.

Hvað mun þetta kosta Íslendinga í samkeppni við aðrar þjóðir? Hvað um samkeppnisstöðuna margumtöluðu þegar 85 % af orkunotkuninni í heiminum kemur úr iðrum jarðar?

Einn gegn ofureflinu ver nafn á reyfara sem ég las sem strákur.

Ríkisstjórn Íslands virðist vera ein gegn ofurefli heimsins  í orkulegum skilningi.

 

 

bp_primary_energy BBB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er allur þessi glóbalíski loddaraháttur um loftslagsmálin hlálegur í íslensku samhengi. Og að ráðafólk okkar skuli taka þátt í þeim tossagangi og bókhaldstrixum (t.d. að borga fyrir kjarnorku þegar við erum innheimt fyrir rafmagn og hita) sýnir okkur að það ráðafólk vinnur ekki að hagsmunum lands og þjóðar, heldur beinlínis gegn, eru hirðvæddir terroristar gegn íslenskum almenningi. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.9.2018 kl. 10:11

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ríkisstjórn Íslands og sveitarfélög fóru þá sem sagt gegn öllum heiminum á síðustu öld þegar eyðilagðar voru allar kola- og olíukyndingarnar, sem höfðu hitað húsakost landsmanna, og gríðarlegu fé eytt í að taka upp hitaveiturnar í staðinn? 

Ómar Ragnarsson, 13.9.2018 kl. 10:28

3 identicon

Ertu nú orðinn talsmaður losunarkvóta kjarnorkunnar Ómar, og að við skulum krossfest og borga fyrir syndir heimsins?  Ertu kominn í flokk með Svavari Gestssyni og hræsnurunum í Vg?

Gömlu hita og rafveiturnar voru, eins og þú veist, reistar til hagsbóta fyrir íbúa hvers staðar.  Þar réði sjálfstæð og alvöru sjálfbær hugsun, en ekki bókhaldsfiff fjármagnskapítalista og embættishirðar eins og núna.  En Þá var Sjálfstæðisflokkurinn með 40-45% fylgi.  Það var allt annað en núna, þegar hann er á leiðinni undir 20%, skiljanlega.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.9.2018 kl. 10:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Noregur mun, fyrstur ríkja, banna sölu á bílum sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu árið 2025.

Indland, Holland og Þýskaland hafa tilkynnt innleiðingu sams konar banns árið 2030.

Frakkland, Bretland, Taívan og fleiri ríki áforma að gera slíkt hið sama áratug síðar, 2040."

Þorsteinn Briem, 13.9.2018 kl. 10:48

5 identicon

Hvaðan fá Norðmenn sitt rafmagn? 

Úr jarðefnabransa sínum. 

Þeir umbreyta olíunni í rafmagn. 

Hræsnarar?  Já.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.9.2018 kl. 11:04

6 identicon

Og þeir væru vísir til að afhenda Þýskalandi þungavatnið.  Norðmenn ættu að minnast sögu sinnar og hvernig endaði með Kvislingana.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.9.2018 kl. 11:12

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, það voru nú margar aðrar ástæður fyrir hitaveituvæðingunni. Ég flutti í Kópavog 1967 og keypti þá gamlan olíufýringarketil. Spírallinn í honum dugði í hálfa sturtu. Þegar hitaveitan kom man ég enn hvað ég var sæll að geta sturtað mig endalaust.

Þetta upplifði ég aftur á Bergstöðum þegar hitaveitan kom þar nýlega. Hitaveita er þvílíkur lúxus að það er ómælt. Og svo er hún líka ódýrari en olían, alveg burtséð frá grænu dellunni.

Halldór Jónsson, 13.9.2018 kl. 12:35

8 identicon

Olíu kreppan 1974 varð til þess að Svartsengishitaveitan og fl hitaveituframkvæmdir urðu hagkvæmur kostur

Grímur (IP-tala skráð) 13.9.2018 kl. 12:54

9 identicon

Símon Pétur

Olíukynt raforkuver í Noregi.

Ertu galinn?

Hérna er listi yfir vatnsorkuverin.

 https://no.wikipedia.org/wiki/Liste_over_vannkraftverk_i_Norge

Jón (IP-tala skráð) 13.9.2018 kl. 13:57

10 identicon

Jón, ég sagði hvergi að norsk raforkuver væru olíukynt.

Olían er hins vegar notuð til að búa til raforku.

Vatnsaflsvirkjanir eru flestar gamlar og mjög ströng umhverfislög gilda um leyfi til nýrra.

Heldurðu að Norðmenn séu svo vitlausir að nýta ekki áfram það sem kom þeim frá því að vera eitg fátækasta land norðan Múndíufjalla í að verða eitt það alríkasta, Olíuna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.9.2018 kl. 16:42

11 identicon

Ég velti því fyrir mér hvaða umhverfislög og reglugerðir gilda um Kötlu sem virðist vera að rumska.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 13.9.2018 kl. 17:41

12 identicon

Ef Katla fer að kjósa mun losun svokallaðra gróðurhúsalofttegunda verða meiri en alls bílaflota Íslands og Evrópu frá því bílavæðingin hófst. Ríkisstjórn Íslands mun því banna alla bílaumferð þegar í stað, öll flugumferð í lofthelgi Íslands verður bönnuð þegar í stað. Skipaumferð önnur en árabáta- og seglskipa umferð verður með öllu bönnuð í 200 mílna lögsögu þjóðarinnar, þegar í stað. Kúabúskapur verður bannaður að við lögðu stórsektum og allt að 16 ára fangavist.

Ríkisstjórn Íslands mun bregðast við og samþykkja á neyðarfundi að 50% fjárlaga íslenska ríkisins verði greitt í loftslags sjóð Evrópusambandsins.

Ísland verður gert óbyggilegt til langframa, ekki af völdum Kötlugossins, heldur af mannavöldum !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.9.2018 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband