Leita í fréttum mbl.is

Æ,æ aumingja Svavar

Gestsson að fá þetta frá Hannesi Hómsteini.

"Þriðjudaginn 25. september 2018 fór skýrsla mín um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins á netið frá fjármálaráðuneytinu.

Þar eru tveir kaflar um Icesave-deilu Breta við Íslendinga. Fimmtudaginn 27. september skrifaði aðalsamningamaður Íslands í fyrstu lotu málsins, Svavar Gestsson, á facebooksíðu sína:

„Svokölluð skýrsla HHG um hrunið er komin út. Hún er eiginlega Reykjavíkurbréf; þau eru ekkert skárri á ensku. Auðvitað er sleppt óþægilegum staðreyndum eins og hollenska minnisblaðinu.“

Þótt Svavar hefði þá haft tvo daga til að lesa skýrsluna hefur farið fram hjá honum að á 154. bls. hennar segir neðanmáls: „In the chaos during the bank collapse, a memo of mutual understanding had been signed by Icelandic officials after talks with their Dutch counterparts, accepting some of the Dutch claims, but it had no legal validity and the Icelandic government made it clear afterwards that it was not bound by it in any way.“

Ég sleppti því ekki „óþægilegum staðreyndum“ eins og minnisblaðinu, sem var að vísu ekki hollenskt, heldur á ensku og undirritað af hollenskum og íslenskum embættismönnum 11. október. Eins og ég benti á hafði þetta minnisblað ekkert lagalegt gildi frekar en fjöldi minnisblaða, sem undirrituð hafa verið um til dæmis fyrirhuguð álver og Íslendingar muna eftir.

Geir H. Haarde hringdi í hollenska forsætisráðherrann til að tilkynna honum að Íslendingar myndu ekki fara eftir þessu minnisblaði embættismannanna.

Tvennt er hins vegar athyglisvert. Svavar kallar minnisblaðið „óþægilega staðreynd“. Óþægilega í huga hverra? Aðeins þeirra sem töldu það hafa eitthvert gildi, sem það hafði ekki að mati neinna nema ef til vill samningamanna Hollendinga í Icesave-deilunni. Er Svavar í liði þeirra?

Í öðru lagi er Svavar bersýnilega ónákvæmur í vinnubrögðum. Hann fullyrðir að ég sleppi staðreyndum sem ég ræði um í skýrslu minni. Líklega hefur hann ekki nennt að hanga yfir skýrslu minni frekar en yfir Icesave-samningnum forðum, og er árangurinn eftir því.

Æ,Æ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband