Leita í fréttum mbl.is

Ein ein furðusamkoman

var haldin í Háskólanum. Þar töluðu ráðherrann okkar sem enginn kaus og innfluttur sérfræðingur.

Svo segir í fréttum af þessum viðburði:

„Par­ís­ar­sam­komu­lagið er bráðnauðsyn­legt skref á leiðinni til sjálf­bær­ari framtíðar. Það gæti hraðað þeim efna­hags­legu og sam­fé­lags­legu umbreyt­ing­um sem eru nauðsyn­leg­ar til að tryggja framtíð plán­et­unn­ar okk­ar,“ sagði Michael Mann, yf­ir­maður sendi­nefnd­ar ESB á Íslandi, á opn­um fundi um Par­ís­ar­sam­komu­lagið sem fram fór í Há­skóla Íslands í dag.

Í des­em­ber verða liðin tvö ár frá því að Par­ís­ar­sam­komu­lagið, sátt­máli um lofts­lags­mál, var und­ir­ritað. Í dag eiga 194 ríki, auk Evr­ópu­sam­bands­ins, aðild að samn­ingn­um. Á fund­in­um í dag var farið yfir þann ár­ang­ur sem hef­ur náðst frá því að samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður og hvað þarf að gera til að ná mark­miðum hans. 

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, tók einnig til máls á fund­in­um. „Staðan núna er sú að Ísland og Nor­eg­ur eiga í viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið um hlut­deild land­anna í heild­ar­sam­drætti á þessu svæði. Það verður vænt­an­lega kom­in niðurstaða á næsta ári,“ sagði ráðherra. Heild­ar­sam­drátt­ur­inn miðast við regl­ur sem ESB hef­ur þegar sett sem gera lönd­um þess kleift að ganga lengra en mark­miðið um að draga úr gróður­húsaloft­teg­und­um um 40% miðað við út­blást­ur árið 1990.

Guðmund­ur seg­ir að stór þátt­ur í að ná ár­angri í lofts­lags­mál­um fel­ist í að geta um­bylt orku­kerf­inu í sam­göng­um „Við þurf­um að fara úr þessu inn­flutta meng­andi eldsneyti yfir í inn­lenda end­ur­nýj­an­legu orku, ekki ósvipað og við gerðum í hita­veitu­væðing­unni. Það er svo skýrt for­dæmi.“

Minni los­un þarf ekki að koma niður á efna­hag

Mann sagði að Evr­ópu­sam­bandið standi við fyr­ir­heit sín og muni leiða bar­átt­una gegn lofts­lags­breyt­ing­um á heimsvísu. Tím­inn sé hins veg­ar naum­ur.

„Með því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 23% um leið og hag­vöxt­ur jókst um 53%, á ár­un­um 1990-2016, hef­ur ESB sýnt fram á að það er hægt að draga úr los­un án þess að það komi niður á efna­hag landa,“ sagði Mann á fund­in­um í dag. 

Fund­ur um vinnu­áætlun Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins fer fram í Póllandi í des­em­ber. Þar verður kveðið á um hvernig Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu verður fram­fylgt. „Afar brýnt er að þar ná­ist góð samstaða,“ sagði Mann. Guðmund­ur Ingi mun sitja fund­inn, að minnsta kosti að hluta, fyr­ir Íslands hönd. 

Mann sagði Ísland deila mark­miðum ESB í lofts­lags­mál­um og seg­ir hann nýja aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um, sem kynnt var í sept­em­ber, vera fyr­ir­taks­fram­tak, en í áætl­un­inni er meðal ann­ars stefnt að því að gera Ísland að kol­efn­is­lausu hag­kerfi fyr­ir 2040.

„Vegna reynslu sinn­ar af end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um get­ur Ísland kennt um­heim­in­um ým­is­legt. Við hlökk­um til ná­inn­ar sam­vinnu með Íslandi, við að tak­ast á við þessa risa­vöxnu áskor­un vorra tíma,“ sagði Mann."

Páll Vilhjálmsson fer ágætlega yfir þetta mál þegar hann segir:

"Yfirþjóðlegar stofnanir eins og Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hanga eins og hundur á roði á hræðslufræðum um að maðurinn hafi áhrif á loftslag jarðarinnar. Þau fræði eru nær hjátrú en vísindum. 

Yfirþjóðlegar stofnanir sækja sér vald yfir þjóðríkjum og réttlæta það með vísun í það að einstökum þjóðum sé um megn að breyta loftslaginu. En, óvart, þá geta engar mennskar stofnanir gert stórar breytingar á loftslagi - hvorki til hins betra né verra.

Þjóðríkin, eins og leiðari Guardian segir, nenna ekki að elta loftslagsvitleysuna þótt þau skrifi upp á samninga þess efnis.

Bandaríkin hættu aðild að Parísarsamkomulaginu um lofthita á jörðinni í framtíðinni. Vinstri grænir á Íslandi hlaupa í skarðið og bjarga jarðlífinu með skattaálögum á íslenskan almenning. Miklir menn erum við, Hrólfur minn."

Öll umræðan á Íslandi er stödd á Furðuströndum. Hún byggist á almennum slembifullyrðingum eins og Ólafur Arnalds boðar  alþjóð reglulega  um að moka ofan í framræsluskurði og setja íslenskan landbúnað aftur um aldir eða tilvitnunum í aðfengna spekinga eins og þennan sem fenginn var til að prédika í háskólanum gegn losun Íslands á CO2, sem ekki hefur  verið lægra í andrúmslofti jarðar í 600 milljón ár.

Allt miðar þetta að því eina marki sem er að lækka lífskjör á Íslandi meðan aðrar þjóðir vinna ótrauðar að því að bæta sín hlutfallslega miðað við okkar.

Til hvers erum við að borga þessu fólki fyrir að halda slíkar furðusamkomur?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.3.): 258
  • Sl. sólarhring: 1161
  • Sl. viku: 7068
  • Frá upphafi: 2516408

Annað

  • Innlit í dag: 196
  • Innlit sl. viku: 5443
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband