Leita í fréttum mbl.is

Guðni góður

í Mogga í dag. Hann segir:

"Hannes Hólmsteinn skilar góðu verki, hryðjuverkalögin voru glæpur. Mikilvægasti réttur einstaklings og þjóðar er að verja rétt sinn, berjast fyrir lífi sínu og verða ekki niðurlægður með röngum hætti.

Nú hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skilað frá sér skýrslu um beitingu hryðjuverkalaganna bresku 8. október 2008 gegn Landsbankanum, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og ríkisstjórn Íslands. Það er eins og við manninn mælt, þegar skýrslan um þennan alþjóðlega harmleik kemur út þá fer umræðan af hálfu margra vinstrimanna aftur í að ræða um að okkur hafi borið að borga.

Við munum alla umræðuna hér um að okkur bæri að borga Icesave og við munum líka að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tapaði í tvígang þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Í fyrri atkvæðagreiðslunni sögðu 98% þjóðarinnar nei, við borgum ekki. Í síðari þjóðaratkvæðagreiðslunni sagði 61% þjóðarinnar nei, við borgum ekki skuldir óreiðumanna.

Ríkisstjórnin sat áfram eins og ekkert væri og bjó sig undir að borga. Já, fyrsta vinstristjórnin á Íslandi ætlaði að setja þennan skuldaklafa á fólkið í landinu með góðu eða illu. Og síðustu greiðslu áttu þeir ungu og ófæddu að borga árið 2046. Hefði þetta gerst hefðum við setið uppi með gríska dauðadóminn, gjaldþrota þjóð.

Kjarkmaður Mervyn King, skammast sín fyrir Breta

Skýrsla Hannesar Hólmsteins hefst á athyglisverðri yfirlýsingu Mervyn King lávarðar, fyrrverandi seðlabankastjóra Breta. Hann segir: „Beiting hryðjuverkalaganna bresku 8. október 2008 gegn Landsbankanum, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu var ruddaleg og óþörf aðgerð. Hún var Bretum til skammar.“ Og síðar rekur Hannes mörg atriði um að mismunun fór fram milli banka og þjóða í Bretlandi, aðgerðin stóðst ekki jafnræðisreglu og/eða björgunaraðgerðir ESB og Bandaríkjanna. Ísland var óhreina barnið sem átti að fórna. Aðeins örfáar þjóðir tóku málstað okkar Íslendinga á alþjóðavettvangi, Færeyjar, Pólland, Rússland.

Í merkilegu viðtali Loga Bergmanns við einn aðalbjargvætt landsins í þessum stóru málum, Ólaf Ragnar Grímsson fv. forseta, upplýsir hann að þeir Geir H. Haarde forsætisráðherra hafi sammælst um að leita til ráðamanna í Kína og það hafi skipt töluverðu máli á alþjóðavettvangi. Meira að segja Norðurlandaþjóðirnar skriðu í faðminn á Bretum, ESB og Bandaríkjamönnum og vildu ekkert af okkur vita.

Svo féll dómur EFTA-dómstólsins 28. febrúar 2013 í Icesave-málinu, Ísland var sýknað af kröfum ESA um að vera brotlegt við EESsamninginn. Og nú er Ísland risið upp úr öskustónni eins og Öskubuska í ævintýrinu forðum, neyðarlögin stóðust, sett í október 2008, og urðu bjarghringur Íslands.

Það sagði mér stjórnmálamaður að nú linnti ekki spurningum erlendra stjórnmálamanna um íslenska efnahagsundrið og hvernig landið reis á ný. Hann sagði að þetta hefði fyrst eftir dóminn minnt á staurinn og hundana í réttunum, allir skriðu að Íslendingum og sögðu falleg orð, þeir skömmuðust sín og vildu míga utan í Íslendinga. Hitt er svo deginum ljósara að einkabankarnir léku margan manninn grátt hér heima og verður það aldrei bætt.

Banvæn aðför að Íslandi

En auðvitað voru hryðjuverkalögin banvæn aðför að Íslandi og munaði litlu að landið yrði aflokað og gjaldþrota. Það sagði mér ungur maður sem stóð vaktina í hruninu að engu hefði munað að öll viðskipti með matvæli og lyf hefðu lokast og þess vegna sagði hann: „Við eigum sjálfir sem þjóð að framleiða öll þau matvæli í landinu sem við getum.“

Ég þakka fyrir skýrslu Hannesar Hólmsteins. Bretarnir skulda okkur afsökunarbeiðni – og í raun var það aumingjalegt að slíta ekki stjórnmálasambandi við þá eins og við nokkrir lögðum til á Alþingi haustið 2008 og krefja þá og alþjóðavaldið um skaðabætur. En ég skil betur stöðu ríkisstjórnarinnar eftir á, við lágum flatir og varnarlausir á höggstokki þjóðanna.

En það er hlálegt eftir á að þeir sem stýrðu þjóðarskútunni fram hjá voðaskerjum hrunsins, forsætisráðherrann Geir H. Haarde, sem var leiddur fyrir sakadóm Alþingis og sagður landráðamaður, og þrír öflugir seðlabankastjórar, voru reknir.

Lögbrot var framið með skipun á norskum manni í stöðu Seðlabankastjóra og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn settur yfir íslensk málefni. Ríkti hann lengur en Jörundur hundadagakonungur og réð mörgu um þá hörku sem almenningur varð fyrir í uppgjörinu og eignaupptöku skuldsetts fólks.

Það var svo ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar sem þjóðnýtti vogunarsjóðina og, með skuldaniðurfellingu heimilanna, rétti hlut almennings. En Geir H. Haarde forsætisráðherra, seðlabankastjórarnir auk forsetans tefldu upphafsvörnina vel með öflugu fólki í miklu tímahraki neyðarlögin og höfnun Icesave, björguðu því sem bjargað varð.

Hryðjuverkalögum beittu Bretarnir á Ísland, aðför að heilli þjóð sem glæpamannasamfélagi, með aðgerð og lögum sem kollvörpuðu virðingu og stöðu þjóðarinnar fyrst og fremst. Ég tel að íslenskum ráðamönnum beri að kynna og ræða skýrslu Hannesar við ráðamenn Bretlands, Bandaríkjanna, ESB og NATÓ.

Þetta var glæpsamleg aðgerð gagnvart vopnlausu litlu ríki og allt bendir til að um samsæri hafi verið að ræða því allri aðstoð við landið var hafnað, lánalínum lokað o.fl. "

Það er nokkuð visst að taki Hannes Hólmsteinn til máls þá rýkur kommagengið upp eins og hundar á réttarvegg og gjamma og glefsa. Þeim svíður enn að Hannes yfirtrompaði þá í marxískri þekkingu strax á unga aldri með því að lesa fræðin sem þeir höfðu aldrei úthald til að gera. Enda skiljanlega vegna hversu vitlaus og leiðinleg þau eru. En Hannes las og gat rekið alla þá á stampinn sem þóttust vita eitthvað um marxíska díalektiík. En þeirra háttur var um árabil að tala með uppbrett nef af vorkunnsemi við þá hægri menn sem ekki þekktu fræðin þeirra. Hannes Hólmsteinn afhjúpaði þetta lið sem ólesna uppskafninga sem ekkert vissu í raun. 

En Guðni fer yfir staðreyndir málsins og rekur óhappasögu ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms Jóhanns sem ætlaði bæði að koma okkur í gríska stöðu innan ESB og láta almenning borga Icesave. Og rifjar upp svívirðilega meðferð á bjargvættinum Geir H. Haarde. Er sú málsmeðferð ævilöng skömm fyrir þá sem að því stóðu. það er skömm að því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur hossað sumum þingmönnum sem að því stóðu og fyrirgefið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

11. október 2008:

"Sama dag var birt svohljóðandi yfirlýsing íslenskra og hollenskra stjórnvalda: "Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta. Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu.

Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur.

Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna."

Fjármálaráðuneytið: Annáll efnahagsmála 2008

Forsætisráðuneytið: Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF)

Þorsteinn Briem, 9.10.2018 kl. 15:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkisstjórn Svíþjóðar 2. júlí 2009:

Í NÓVEMBER 2008
STAÐFESTI ÍSLAND að landið ætlaði að standa við skuldbindingar sínar hvað snertir bankainnistæður að 20.887 evrum, samkvæmt tilskipun sem gildir á Evrópska efnahagssvæðinu (94/19/EG) .

"I november 2008 bekräftade Island att landet kommer att leva upp till sina åtaganden enligt insättningsgarantidirektivet, det vill säga att ärsätta insättare i isändska bankers utländska filialer upp till det högsta möjliga beloppet enligt den isländska insättningsgarantin, 20.887 euro."

Þorsteinn Briem, 9.10.2018 kl. 15:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."

"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."

Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009

Þorsteinn Briem, 9.10.2018 kl. 15:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.9.2010:

Þrotabú Landsbankans
gæti átt yfir 300 milljarða króna í reiðufé um áramótin, verði endurheimtur eins góðar og útlit er fyrir.

Gangi spár um endurheimtur eftir gæti þrotabúið
greitt allar fyrirliggjandi forgangskröfur.

Þær kröfur eru 1.161 milljarður vegna Icesave og 158 milljarðar vegna innlána.

Ríflega 300 milljarða króna eignir þrotabús Landsbankans í reiðufé

Þorsteinn Briem, 9.10.2018 kl. 15:12

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.6.2012:

"Samkvæmt eignamati slitastjórnar Landsbankans frá því í mars síðastliðnum mun þrotabúið eiga fyrir öllum forgangskröfum og eiga 122 milljarða króna umfram þær til að greiða almennum kröfuhöfum."

Hálf Icesave skuld greidd

19.12.2014:

Búið að greiða 85% af Ices­a­ve skuld­inni

Þorsteinn Briem, 9.10.2018 kl. 15:14

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 9.10.2018 kl. 15:15

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því engan áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

Ef
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir löngu búnir að því.

Á evrusvæðinu búa um 337 milljónir manna, fleiri en í Bandaríkjunum.

Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015.

Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.

3.7.2015:

Þrír fjórðu Grikkja vilja halda evrunni og einungis 15% telja drökmu vænlegri gjaldmiðil

Þorsteinn Briem, 9.10.2018 kl. 15:26

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2009:

"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.

Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.

Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."

Þorsteinn Briem, 9.10.2018 kl. 15:32

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 9.10.2018 kl. 15:34

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi hefur verið mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár."

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum

Þorsteinn Briem, 9.10.2018 kl. 15:36

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vill Sjálfstæðisflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 9.10.2018 kl. 15:38

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 9.10.2018 kl. 15:39

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.8.2018:

"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins.

Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.

Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.

Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.

"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7 prósent til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson."

Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.

Þorsteinn Briem, 9.10.2018 kl. 15:40

14 Smámynd: Halldór Jónsson

13 eggjum verpir Gaukurinn í annarra hreiður í dag..

Þetta er greinilega óstöðvandi og hann verpir líka víðar en hér.Ómar geirsson grátbiður hann um að hætta varpinu í sitt hreiður en án árangurs.

Þetta er tilraun hjá Gauknum til að láta þetta sjást því enginn fer á síðuna hjá honum sjálfum skv. teljaranum.

En skyldi einhver nenna að lesa þetta drit?

Halldór Jónsson, 10.10.2018 kl. 20:17

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Andskotann varðar Steina um Ísland? Gætum kannski séð aumur á honum; Spælt fúleggin hans á álpönnum frá "Alpan" og sent drallið með hraði áður en vinnuveitandi hans fer á hausinn.

Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2018 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418164

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband