Leita í fréttum mbl.is

Er meirihlutinn auðlind?

í rekstri Reykjavíkurborgar sem ekki megi glatast?

Er Dagur B.Eggertsson þvílíkt verðmæti í embætti Borgarstjóra að óbætanlegt væri að annar tæki við? Sér enginn Borgarfulltrúi önnur pólitísk tækifæri fyrir sig  en að halda áfram á sömu braut?

Eru hinir svona hræðilegir?

 

Telja allir flokkar sem standa að núverandi meirihluta að gengi þeirra í næstu kosningum ráðist algerlega af því að þessi meirihluti verði áfram við völd? Að engin stefnubreyting verði í rekstri og framkvæmdum Borgarinnar?

Þurfa stjórnmálaflokkar ekki að haga sínum málum með tilliti til framtíðar? Liggur framtíð þessa meirihluta í því gerningaveðri fjölmiðla  sem yfir meirihlutann dynur nú daglega þar sem hvert málið öðru óþægilegra kemur upp?

Byggist samstarfið á eiðsvarinni tryggð? Hafa allir sem hafa aðra skoðun ævinlega rangt fyrir sér?  Koma engar aðrar leiðir  til greina en sú sem farin er? Sér enginn Borgarfulltrúi neina aðra möguleika?

Kemur formleg friðlýsing samstarfsins til greina og er þá ekki rétt að Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar fjalli um málið með formlegum hætti? 

Erfðahylling Dags B. Eggertssonar gæti verið næsta skref ef þessi meirihluti er talinn auðlind?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, er ekki erfðahylling Dags B. Eggertssonar næst á dagskrá? -- nema hin leiðin verði farin, að hann verði friðlýstur hjá Náttúruvernarráði, þó ógjarnan án þess að stoppa hann upp með skaðlausum hætti, þó fyrst og fremst að skaðlausu fyrir borgarbúa, svo að hann fremji ekki fleiri axarsköft, sem illa líta út í Læknatalinu.

Jón Valur Jensson, 11.10.2018 kl. 12:47

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér sýnist á öllu að starf borgarstjóra sé Degi ofviða.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.10.2018 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband