Leita í fréttum mbl.is

Skóflustunga að Landspítala

fór fram í dag að viðstöddu fjölmenni frammámanna í sínu fínasta pússi.

Ég er einn þeirra sem þarf að koma á Landspítala tvisvar í hverjum hálfum mánuði. Ég kem á bíl úr Vatnsenda sem tekur um hálftíma. Ef ég er óheppinn verð ég að leggja svona  hálfan kílómetra frá innganginum. Ef ég er óheppinn verð ég að berjast í veðri þessa vegalengd. Ef ég er heppinn þá er þetta styttra. Nú er bílastæðum að fækka vegna framkvæmda þannig að vetrarhorfur eru ekki batnandi.

Ég spurðist fyrir um framtíðarhorfur fyrir parkeringar á lóðinni og hvort til greina kæmi að einkaaðilar fengu að reisa 1000 bíla"Robopark" byggingu til að auðvelda aðgengi og stytta gönguleiðir.Það er ekki heldur á fólk að leggja bílum einhverstaðar í bílastæðahúsi og fara þaðan í sin erindi. Meira veit ég ekki.

En það sem ég er að spá í er hvort séð verði fyrir flutningi þeirra, sem eru lélegir til gangs, frá bílastæðum inn í spítalann? Sem var hugsun mín varðandi byggingu "róbotaperkeringarinnar" í námunda við eða sambyggðri við spítalann vegna reynslunnar minnar.

Ég vona að brosið á ráðamönnum verði jafn breitt ef þeir þurfa sjálfir að ganga "Jakobsveginn" frá bílastæðunum til meðferðar þegar veður eru með íslenskasta móti.

Þá verður gaman að rifja upp gengin gleðistig og góð skóflustunguveður við Landspítala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjóla, Halldór minn, hjóla.

Og vertu svo ekki með þessi leiðindi. Okkur mun hæfara fólk hefur ákveðið að byggja nýjan spítala á snarvitlausum stað, og enn hæfara fólk hjá Reykjavíkurborg hefur ákveðið að við höfum ekkert með það að gera að þvælast á bílum út og suður um borgina.

Veistu hvað það kostar mörg strá að lagfæra gatnakerfið, og byggja einhver hálvitaleg bílastæðahús?

Ég ætla svo ekkert að fara út í þann dónaskp hjá þér, að ætlast til að yfirvöld, hæstvirt yfirvöld, hafi eitthvað með það að gera að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilega fyrir pakk sem býr ekki í 101, eða hefur ekki einkabílstjóra.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.10.2018 kl. 21:29

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hann Óskar Hlegi skrifar pakk með pack og á þá við okkur íhaldspack. En ég skil vel að þu hafir móðgast við mig fyrir þessi fíflaskrif.Vona að þú komist yfir það og þurfir ekki að ganga langt sjálfur í vondu veðri. Kannski geturðu alltaf stungið þér í Borgarlínuna ef veðrið er vont og haft hjólið þá éð þér sem ég hef ekki heyrt enn hvort farþegar megi taka með sér í linuna eða ð hvort þurfi að ora aukalega fyri það.

Halldór Jónsson, 14.10.2018 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband