Leita í fréttum mbl.is

Er hann traustvekjandi?

Í ræðu yfir þröngum hópi fólks sem kallar sig flokksráð Samfylkingarinnar flutti formaðurinn Logi Már Gunnarsson ræðu um stefnumál flokksins. Sömu ræðu gætu Þorgerður Katrín og Þorsteinn Víglundsson flutt yfir Viðreisnarflokknum sínum og Píratar líklega líka í sinum flokki þannig að augljós hagræðing blasir hér við í ræðuskriftum.

"Vinna að upptöku Evru, eins og meirihluti Íslendinga vill, samkvæmt nýjustu könnunum, – með aðild að Evrópusambandinu.

Með stöðugri gjaldmiðli gætu fjölskyldur sparað sér tugi þúsunda í hverjum mánuði og notið sambærilegra lífskjara og íbúar hinna Norðurlandanna. Fyrirtækin, ekki síst á sviði nýsköpunar, fengju öruggara rekstrarumhverfi"

Leiðtogi eins  stærsta stjórnmálaflokks veit ekki að Norðurlöndin eru ekki með Evru nema Finnland. Og svo fullyrðir hann að meiri hluti kjósenda vilji í ESB. Af hverju kusu þeir hann þá ekki? Er það vegna þess að þeir sjá í gegn um manninn?

Er þessi maður traustvekjandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband