Leita í fréttum mbl.is

Slær útí fyrir honum?

Ragnari Þór Ingólfssyni?

ég batt vonir við þennan mann þegar hann kom fyrst fram. hann tók skynsamlega á mörgum málum sem mér fannst til framfara horfa. Nú er eins og annar maður sé að birtast. maður sem stjórnast af tilfinningum og hatri sem er beinlínis óhugnanlegt.

Hann segir m.a. núna:

" „Svo eru tekin viðtöl við „fræðimenn“ sem kostuðu þjóðina æru og auð með falsgreiningum sínum, þar sem þeir spá dómsdegi verði lífskjör almennings bætt. Svo er það látið athugasemdalaust að viðkomandi sé jafnframt ráðgjafi viðbjóðslegustu hræGamma samfélagsins og kennir svo unga fólkinu bullið og vitleysuna, sem þeir komust upp með fyrir hrun, í Háskólum landsins,“ skrifar hann.

„Í fréttum gærdagsins kom fram að fjármagn streymir úr landi sem gæti verið vegna „hræðslu“ við kröfur verkalýðshreyfingarinnar. Ætli þetta sé sami hópurinn og greiðir hlutfallslega minnst til samfélagsins, samkvæmt tekjur.is? Hver er ábyrgð þessa fólks? Er efnaðasta fólki landsins svona nákvæmlega andskotans sama um þjóðina, börnin okkar og fólkið sem skrapar tekjubotninn og sannanlega býr til auð þeirra? Mér persónulega finnst þessi orðræða og framkoma auðstéttarinnar viðbjóðsleg og er þá vægt til orða tekið.“

Er maðurinn virkilega að spá í að bæta kjörin eða heldur hann að endalausar innistæður séu til fyrir öllu því sem honum dettur í hug að ná fram með ofbeldi ef ekki vill betur?

Hvað er hlaupið í þennan annars skynsama mann sem virtist svo við fyrstu sýn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3417959

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband