Leita í fréttum mbl.is

Til hvers er lífið?

eiginlega? 

Til þess að skapa eitthvað nýtt? Eitthvað sem breytir því sem var? Eitthvað sem gerir heiminn betri? Lífið betra?

Er lífið betra að liggja í sóffanum og stara upp í loftið og hugsa? Eða strita og sjá eitthvað verða til sem ekki var til áður? Klífa Everest eða vinna eitthvað erfiði sem enginn gerði áður? Taka eitthvað af öðrum til sín eins og fornkóngar gerðu?

Ég veit ekki með aðra. En fyrir mér er erfiðið og árangur af því það sem gefur lífinu innihald. Skapa eitthvað sem gerir öllum gagn.  Gera eitthvað þarft. Ekki að eyða tímanum í fánýtt raus eða tilgangslausan slæping.

Á síðu Gústafs Adolfs rekst ég á þetta:

"Þegar ég opnaði Sænska dagblaðið eftir lestur Morgunblaðsins sé ég svo viðtal við Bandaríska forstjórann Ryan Carson sem skapaði fyrirsagnir út um allan heim 2015, þegar fyrirtæki hans Treehouse tók upp fjögurra daga vinnuviku. Þá gat litla fyrirtækið hans skyndilega keppt um starfsfólk við risa eins og Google og Amazon. Þá lýsti Ryan Carson því sem "win-win" og að hann fengi meiri tíma með börnunum. Núna þremur árum seinna er hljóðið allt annað, - reynslan er skýr. 

"Ég var opinbert nafn fyrir 32-tíma vinnuviku. En hún virkar ekki. Hún eyddi vinnumóralnum og olli starfseminni grundvallartjóni". 

2016 hætti fyrirtækið við 32 tíma vinnuviku og tók aftur upp 40 stunda vinnuviku.

"Það var hræðilegt. Ég hafði skapað menningu sem ég varð að þvervenda. Sjálfur vinn ég í dag um 65 tíma á viku". 

Aðrir sem mæla gegn styttingu vinnuvikunnar segja að stytting vinnuvikunnar skapi auka streitu þegar þarf að klára sömu vinnu á færri dögum. Grunnur ellilífeyris snarminnkar.

Ryan Carson segir að ekki sé hægt að stytta sér leið. "Þú verður að berjast til að ná árangri". Sjálfur vaknar hann 4.30 á hverjum morgni, snæðir morgunmat með fjölskyldunni og mætir til starfa 8.30. Vinnudeginum lýkur 4.45 og eftir það fer hann í ræktina til kl. 6.30.  

"Ég vinn stanslaust. Tek engan hádegismat, engar pásur. Ég vinn bara stanslaust. Ég vinn mikið og einbeiti mér. En aldrei á kvöldin. Þú verður að leggja þig fram, allt annað er della."

Svo hvað er sannleikur spurði maðurinn?

Til hvers er þetta líf?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Maslov-pýramídinn útskýrir margt:

Jón Þórhallsson, 20.10.2018 kl. 20:35

2 identicon

Er að hefjast barátta um brauðið ?

Þeir sem fátækastir eru  þurfa að geta keypt mat,og þeir þurfa einnig húsæði. Einnig eðlileg vaxtakjör á fasteignalánum sínum. 

Þeir sem taldir eru hafa minnst til hnífs og skeiðar fá ekki brauðið sitt með stytting vinnuviku.

Framsettar kröfur verkalýðsfélaga með styttingu vinnuviku hljóta að vera óskinsamlegar og rangar.  Það sem hlýtur að vera í forgangi krafna að laun dugi fyrir þörfum.  Það gæti verið staða  í dag til að ná að ná fram kjarabótum sem gætu verið viðunandi, en ekki má skemma stöðuna með kröfu um styttingu vinnuviku.

Hverjar eiga sanngjarnar launakröfur að vera ? 

Er ekki þegar komin viðmiðun fyrir verkalýðsfélögin til að styðjast við.  Einu sinni var sagt að eftir höfðinu dansi limirnir. 

Var ekki ráðstjórn landsins búinn að marka kjara leiðina með launahækkunum sín.

Eðvarð L. Árnason (IP-tala skráð) 20.10.2018 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband