Leita í fréttum mbl.is

Skynsemisrödd

kemur sem oftar áður frá Herði Ægissyni í leiðara Fréttablaðsins:

"Þetta lítur ekki vel út. Líkur á að svartsýnustu spár um þróunina á vinnumarkaði í vetur – verkföll og skæruaðgerðir – verði að veruleika hafa aukist til muna nú þegar Starfsgreinasamband Íslands og VR, stærstu verkalýðsfélög landsins, hafa sett fram kröfur sínar í kjaraviðræðum. Þeim verður ekki lýst öðruvísi en sem sturluðum og í engum takti við efnahagslegan veruleika.

Fyrir atvinnurekendur – og íslensk stjórnvöld – er þess vegna augljóst að við þeim kröfum verður aldrei hægt að verða. Ekki er að sjá hvernig bilið milli viðsemjenda verður brúað á komandi vikum og mánuðum. Afleiðingin er áframhaldandi óvissa fyrir íslenskt efnahagslíf og þrýstingur á gengi krónunnar. Ef fallist yrði á kröfugerð SGS um gríðarlegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar gæti launakostnaður sumra fyrirtækja, eins og upplýst var um í Markaðnum í vikunni, meira en tvöfaldast á næstu þremur árum og í einhverjum tilfellum aukist um allt að 150 prósent.

Sjálft hefur sambandið ekki séð neina ástæðu til að leggja mat á kostnaðinn við kröfur sínar. Það kemur kannski lítið á óvart enda eru þær með slíkum ólíkindum að það er tæpast hægt að taka þær alvarlega sem innlegg í kjaraviðræður.

Launakostnaður íslenskra fyrirtækja hefur aukist langt umfram það sem þekkist í nágrannaríkjum okkar á undanförnum árum. Afkoma flestra fyrirtækja hefur á sama tíma versnað til muna og eru þau nú í vaxandi mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana. Sú þróun er rétt hafin og svigrúm til almennra launahækkana er af þeim sökum minna en ekki neitt. Þess í stað hlýtur markmið núverandi kjaralotu, sem hefst á sama tíma og við erum að sjá fram á snögga kólnun í hagkerfinu, að vera að varðveita þá fordæmalausu kaupmáttaraukningu – um 25 prósent frá 2015 – sem áunnist hefur síðustu ár.

Forystumenn stærstu verkalýðsfélaga landsins, sem öllum má nú vera ljóst að eru stærsta einstaka ógnin gagnvart lífskjörum meginþorra íslensks launafólks á komandi árum, eru á öðru máli. Þeir vilja tefla á tæpasta vað og innleysa tugprósenta launahækkanir, sem engin innistæða er fyrir, á einu bretti.

Flestir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Gengið mun hríðfalla, verðbólgan hækka upp úr öllu valdi og Seðlabankanum verður nauðugur sá einn kostur að bregðast við með hækkun vaxta. Allir munu tapa. Við sjáum nú þegar vísbendingar um þessa atburðarás enda hefur markaðurinn brugðist af fullum þunga, sem þarf ekki að koma neinum á óvart, við þeim tíðindum sem berast af stöðunni á vinnumarkaði.

Gengi krónunnar hefur lækkað afar skarpt síðustu vikur og hefur nú ekki mælst lægra í meira en tvö ár. Enginn skal velkjast í vafa um að þessi kaupmáttarrýrnun sem við höfum orðið vitni að í beinni, nánast dag eftir dag upp á síðkastið, er í boði þeirra byltingarsinna sem ráða för í verkalýðshreyfingunni.

Þótt það séu vissulega blikur á lofti í íslensku efnahagslífi, einkum og sér í lagi í ferðaþjónustunni, þá eru engu að síður allar forsendur fyrir hendi til að tryggja sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það takist mun ekki síst velta á forystumönnum verkalýðsfélaganna.

Þeir hafa því miður kosið að leggja af stað í vegferð, byggða á annars vegar ótrúlegum mislestri á stöðunni og hins vegar misráðinni væntingastjórnun, sem mun að líkindum enda með hvelli fremur en kjökri þar sem fyrir liggur að þeir munu aldrei geta staðið við stóru orðin.

Það er erfiður vetur í vændum. "

Það er ekki við góðu að búast þegar nýkomminn og fyrrum  kapitalisti  Baugsveldisins, Gunnar Smári Egilsson.  er farinn að slá taktinn á skrifstofum Eflingar. Hvernig halda menn að hans boðskapur og bróður hans Sigurjóns Egilssonar á Miðjunni muni hljóma sem undirspil komandi kjaraviðræðna? Tæplega munu þeir bræður hvetja til hófsemi eða samninga. Og víst er akurinn reiðubúinn þar sem eru þau Sólveig Anna og Ragnar Þór, bæði kosin með miklum minnihluta félagsmanna, stefna ótrauð í verkföll með kröfuspjöldin á lofti.

Það eru líklega skelfilegir tímar framundan í efnahagsmálum  Íslands sem munu kollkeyra allt sem áunnist hefur á undanförnum árum.

Skynsemisraddir verða hrópaðar niður af æsingamönnum sem vilja ekkert fremur en ófrið og illindi eins og boðskapurinn birtist í skrifum Gunnars Smára. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór !

Marx- Lenínistann Gunnar Smára: þarf ekkert að taka svo alvarlega, fremur en fyrri daginn.

En - ,............................... þurfa landsmenn ekki, að fara að hysja upp um sig brækur, og vinda bráðan bug að, að senda cirka 6900 - 7500 ÓNÝTA embættis- og stjórnmálamenn af landi brott:: lið, sem hangir á mála hjá Engeyingum Bjarna nokkurrs Benediktsonar, í óseðjandi græðgishjörð hans ?

Hörður Ægisson: sem og fleirri honum ámóta, að ályktunar fælni um hið raunverulega ástand í landinu, hefðu gott af að rifja upp aðdraganda Bastillibyltingarinnar Frönsku / sem upphaf hennar og endi:: ljótt var það jú Halldór, þegar Loðvík XVI. og hirðmenn hans og helztu þénarar voru leiddir undir fallöxina á sínum tíma, en hvaða kostir voru aðrir í boði, þar sem sjálftökulið Konungshirðar og aðals, voru búin að rýja almenning þar syðra, inn að beini (og innfyrir: jafnvel) ?

Engeyinga plágan hérlenda - er búin að grafa svo um sig í allri stjórnsýslu, að venjulegt fólk fær ekki rönd við reist, að komazt af, í daglega lífinu, því væri ekki að ófyrirsynju, að almenningur næði að sameinast um, að kalla til liðveizlu : Lögreglu / Tollheimtumenn (Tollgæzlu) og Landhelgisgæzlu, en með samstilltu átaki allra þessarra aðila, mætti koma þessum bévítans óhræsum, sem eru að traðka okkur niður í svaðið dags daglega á kné, og þaðan í frá, mætti stugga þessu liði af landi brott:: Höfuð- skrautfígúra þess, Guðni Th. Jóhannesson, gæti orðið eins konar lóðs þeirra, einhvers staðar víðs- fjarri Íslandsströndum.

Það má að minnsta kosti: láta væntingar um svo stórkostlega atburðarás, um hugann reika, Verkfræðngur góður.

Næg - eru tilefnin / sem og stig- mögnun þeirra !

Með beztu kveðjum: sem oftar og fyrri, af Suðurlandi /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2018 kl. 15:26

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Launahækkanir kjararáðs gætu fallið undir hugtakið sturlun.

Reiði og kröfur almennings eru aðeins eðlileg viðbrögð.

Því hlýtur þú að geta verið sammála.

Jónatan Karlsson, 21.10.2018 kl. 21:37

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Eins og alltaf skapandi skrif hjá Halldóri. Netið er býsna dreift og nú er t.d. á heimsíðu Íslandsbanka umræðuhópar um peningamálastefnuna og Seðlabankakrónuna. Fróðleg umræða en leiðir ekki langt nema vilji sé til breytinga á peningastefnu sem ekki hefur gengið upp.

Undirrót ábyrgðarleysis í efnahagsstjórnun hlýtur að vera arfleið frá því við vorum undir stjórn Noregs og Danmerkur. Allt fram til um miðja tuttugustu öld var fallvalt gengi orsök Dana og haldið að börnum og ungmennum. Á tuttugustu og fyrstu öld er allt embættismönnum að kenna þegar ábyrgð á peningastjórn vantar. Kjararáði eða Engeyingum. Nú verkalýðsrekendum sem eru í þeirri stöðu að þurfa að yfirbjóða og gagnrýna peningastefnu eigin lífeyrissjóða.

Í landinu eru tvær myntir í notkun. Erlend mynt stórfyrirtækja og völt krónan fyrir almenning og unga fólkið sem þarf þak yfir höfuðið. Yfir 30 ríki, stór og smá hafa tekið upp aðrar myntir. Færeyingar nota bakland Danmerkur og farnast vel, búa við stöðugleika. Danmörk er lánveitandi til "þrautavara"? Lönd í Mið-Ameríku notast við dollar án umtalsverða vandræða. Eystrasaltslönd lönd eru með evru.

Flestir eru sammála að krónan lifir ekki án hafta. Inngripa Seðlabanka sem getur tapað eigin fé á örskömmum tíma. Stjórnmálamennirnir hafa seðlaprentunarvald og geta beita því. Á Alþingi er takmörkuð umræða um varanlega ábyrga efnahagsstjórn. Hún fer ekki fram markvist í þessu kerfi sem við búum við. 

Hagfræðingur S.A vilja taka mið af peningastefnu Englendinga þegar Seðlabankinn er stækkaður. Enn á að halda áfram með fálmkennda stefnu í peningamálum og kannski eftir tuttugu ár gæti netið gert krónuna óþarfa. Í stað þess að semja við eitthvert nágranaríkið, um bakland krónunnar hið fyrsta.

Sigurður Antonsson, 21.10.2018 kl. 22:46

4 identicon

NEI Halldór!

Skynsemisröddin kemur fram í pistli dagsins Hjá Styrmi Gunnarssyni.

Það er hins vegar undarlegt hvaæ þið Palli Vill eruð hrifnir af Baugs pennananum Herði!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.10.2018 kl. 11:20

5 identicon

Úr pistli Styrmis, reyndar frá sunnudeginum:

"Örorkulífeyrisþegar og láglaunafólk á vinnumarkaði eiga það sameiginlegt að skattbyrði þeirra hefur aukizt meira heldur enhjá öðrum tekjuhópum."

Þetta eru stór orð en er þetta rétt? Ef svo verða stjórnvöld að standa fyrir máli sínu og útskýra hvers vegna þetta hefur verið látið gerast. Ef þetta er ekki rétt verða stjórnvöld að sýna fram á það með rökum.

Ef þetta á eftir að bætast við þann "farangur", sem stjórnmálastéttinber með sér inn í kjarasamningaviðræðurnar mun enn harðna á dalnum.

Það þýðir ekki að draga svörin á langinn. Þau verða að koma strax.

...........................................

Nei, varla viltu að tvær þjóðir búi hér á landi Halldór ... eða viltu það kannski?

 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.10.2018 kl. 12:08

6 identicon

Komið þið sælir - sem fyrr !

Jónatan / Sigurður, og Símon Pétur frá Hákoti !

Takið þið eftir því: hversu Halldóri Verkfræðingi vini okkar, er gjörsamlega um megn, að verja þvælu Harðar Ægissonar, eitthvað frekar ?

Hörður Ægisson - er fyrir löngu, búinn að opinbera sig, sem billega málpípu : Samtaka atvinnulífsins / Samtaka Iðnaðarins / Viðskiptaráðs o.fl.:: að ógleymdum ÞJÓFABÆLUM Lífeyrissjóða kerfisins, þess liðs, sem liggur á sívaxandi hluta launafólks og fyrirtækja, í skjóli alþingis og annarra meðvirkra, hinnar íslenzku Mafíu ?

Hvar nokkurrs staðar á hnettinum: fengju svona Djöfla grúppur að starfa í sínum Rökkur skúmaskotum átölulaust piltar, nema í Gózenlandi ''fullveldis'' fagnaðarins ?

Með sömu kveðjum - engu, að síður /

e.s Sjáum til: hversu Halldóri kynni að takast til, að verja frekar hráka og Leirburð Harðar vinar hans Ægissonar, héðan í frá //

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2018 kl. 21:54

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú verður bara að asvara því Símon Pétur hver á að borga fyrir bæturnar til þessa hópa?

Halldór Jónsson, 23.10.2018 kl. 09:46

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Jónatan. orsök spennunar núna er að þeir sem hækkanirnar fengu hafa ekkert viljað gefa til baka til að slá á öfundarraddirnar. það er samanburðurinn sem er allt að drepa. Fólk myndi jafnvel sætta sig við núll ef þeir sem fengu kjaftfyllirnar yrðu að spýta þim út úr sér.  En enginn Alþingismaður er tilbúiin að gefa neitt af því sem þeir eru búnir að ná til sín. Heldur má þjóðfélagið fara til andskotans sem það er að gera og sökkva í verðbólgu, verkföll og vitleysu brjálaðra kröfugerða kommúnistanna.

Halldór Jónsson, 23.10.2018 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband