Leita í fréttum mbl.is

Stöndum vörð um Íslandspóst

Trump forseti hefur sagt Bandaríkin frá þeim vitlausu samningum sem greiða niður póstkostnað frá Kína af þ´vi að þeir séu þróunarland.

Okkar stjórnmálamenn virðast hvorki hafa vit né vilja til að taka á slíkum málum sem hrjá okkar póstþjónustu. heldur horfa þeir skilningslausir á vandamálin og kostnaðinn hrannast upp.

Svo segir í Mogga:

"... Stór­an hluta af tapi Ísland­s­pósts má rekja til niður­greiðslna fyr­ir­tæk­is­ins á er­lend­um póst­send­ing­um en kostnaður­inn hleyp­ur á hundruðum millj­óna.

Í Morg­un­blaðinu í síðustu viku kom fram að sam­kvæmt skýrslu frá Copen­hagen Economics er tap Ísland­s­pósts vegna er­lendra send­inga um 475 millj­ón­ir á ári.

Net­versl­un fer vax­andi og því má bú­ast við að sá kostnaður haldi áfram að aukast. Sofia Nyström frá Copen­hagen Economics er meðal þeirra sem munu halda er­indi á málþing­inu. Spurður um þessi áhrif og þá sér­stak­lega niður­greiðslu pósts­ins á kín­versk­um send­ing­um seg­ir Bjarni þörf á að laga starfs­um­hverfið.

„Það er ým­is­legt í laga- og reglu­um­hverf­inu sem er hamlandi eins og þess­ir alþjóðasamn­ing­ar sem er ekk­ert auðvelt að eiga við. Það mun­ar um að vera í þeirri stöðu að vera á Íslandi og vera að greiða með þess­um Kína­send­ing­um,“ seg­ir Bjarni. Hann seg­ir um rekstr­ar­vanda pósts­ins að nauðsyn­legt sé að líta til ná­grannaþjóða en áskor­an­ir pósts­ins á tækniöld ein­skorðist ekki við Ísland. „Það hafa m.a. verið gríðarleg inn­grip í Dan­mörku og feiki­mik­il rík­is­inn­spýt­ing til að bjarga danska póst­in­um.“

Mun Henrik Bal­le­bye, einnig frá Copen­hagen Economics, halda er­indi um þróun póstþjón­ustu og mögu­leg viðbrögð við stöðunni. mhj@mbl.is"

Af hverju getur okkar fólk ekki rætt neitt nema kynjafræði og félagsleg vandamál sprautufíkla. Ekki almenna stjórnsýslu sem snertir skattgreiðendur?

Vandamál Íslandspósts eru heimatilbúin og þau þarf að laga strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband