Leita í fréttum mbl.is

ASÍ fulltrúar

gerðu best í að skora á Gylfa Arnbjörnsson að vera forseti áfram.

Það eru ekki glæsilegar horfur fyrir þjóðina að auka áhrif fólks á borð  við nýkommúnistann Gunnar Smára í komandi kjaraviðræðum. En sá ritsnillingur virðist vera að ná völdum í Eflingu og er það ekki fýsilegt fararnesti til framtíðar.

Gylfi Arnbjörnsson sem forseti  ASÍ hefði getað haft skynsemisáhrif nú þegar æsingamenn virðast ákveðnir í að steypa þjóðinni í verkföll í vetur og kosningar í vor.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór minn

Það er kannski ekki von til að þú hafir mikla innsýn í hvert traust launþega á Gylfa Arnbjörnssyni er. Þér til fróðleiks bendi ég þér á að það er ekkert og hefur ekki verið um nokkuð langa hríð. Því fagna launþegar að hann skuli þó hafa haft skynsemi til að segja sig frá starfi forseta ASÍ, í stað þess að þurfa að hætta með skömm.

Gunnar Smári er enginn kommúnisti, ekki frekar en ég eða þú, hann er einfaldlega loddari. Það er því vissulega slæmt að hann skuli tengjast Eflingu, á óbeinan hátt. En hann er ekki í framboði til forseta ASÍ og kemur sambandinu ekkert við. Sólveig Anna er heldur ekki í framboði til forseta ASÍ.

Eftir forseta sætinu sækjast ágætis frambjóðendur, þó enn eigi eftir að láta reyna á þann sem hreppir hnossið. Hins vegar sækjast tveir af bestu formönnum íslenskra stéttarfélaga eftir sæti 1. og 2. varaforseta ASÍ og verðu það vissulega fengur fyrir sambandið og mun væntanleg efla trú launafólks aftur.

Í stað þess að æsa sig yfir að loddarinn Gunnar Smári skuli vera kominn með óbein ítök í Eflingu, óbein segi ég þar sem ég hef reyndar þá trú á dóttur Jóns Múla að hún láti ekki loddarann segja sér fyrir verkum, ættir þú kannski frekar að velta fyrir þér hvers vegna svona er komið.

Hlutir gerast ekki af sjálfu sér. Þegar svo er komið, innan hvaða félagsskapar sem er, að félagsmönnum þykir þeir sem eru í forsvari ekki standa sig, er gjarnan leitað annað. Oftar en ekki nýta loddarar og öfgaöfl sér slíkt ástand, sér sjálfum til framdráttar. Því má segja að happ sé að Gylfi hafi sagt sig frá forsetasæti ASÍ núna, áður en öfgaöflin náðu að grafa um sig. Því verður skipt um forseta ASÍ í dag og vonandi mun sambandið aftur ná trausti landsmanna.

Varðandi þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaramálum, þar sem allt stefnir í hörð og jafnvel óvægin átök á vinnumarkaði, þar sem landið getur hæglega lamast og borið stórann skaða af, ættir þú, Halldór minn, að lesa skrif flokksfélaga þíns, Styrmis Gunnarssonar. Hann sér hlutina í nokkuð réttu ljósi, hefur t.d. bent á, allt frá hausti 2016, að úrskurður kjararáðs þá um haustið, muni valda mikilli ólgu á vinnumarkaði. Að það hafi verið heljarinnar afglöp þeirra tveggja ríkisstjórna sem hafa verið við völd síðan, að hafa ekki tekið á þeim vanda í tíma. Nú er það sennilega orðið of seint.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 26.10.2018 kl. 10:42

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Aldrei þessu vant er ég mjög ósammláa flestu sem þú segir Gunnar.Nema niðurlagið er líklega eins og það er. Það er öfundimn og samanburðarfræðin sem ræður, ekki vangaveltur um kjarabætur og auðvitað síðast fyrir þá tekjulægstu sem öllum er skítsama um þó þeir tali öðruvísi í hræsninni. Þær verða emgar því að kröfurnar mótast af öfundinni út í þá sem kyngdu vitleysunni fyrir sig með bestu lyst  sem Kjararáð útdeildi þeim og dettur ekk í hug að skila neinu. Þessvegna er verkláyhðurinn í fýlu og tapar glórunni. En hann er ekki vitlausari en hinir sem kyngdu.

Gunnar Smári er bara skúrkur sem er að grabba fyrir sig eins og allir kommar gera. Ef hann er ekki kommi þá blasir við hvað hann er.Og Sólveig Anna lætur hann mokka sig á ótrúlegan hátt.. 

Halldór Jónsson, 26.10.2018 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband