Leita í fréttum mbl.is

Hvernig endar þetta?

"Um 5.000 manns eru nú í hópn­um, sem lagði af stað frá Hond­úras til Banda­ríkj­anna fyr­ir nokkr­um vik­um.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur ít­rekað sagt að banda­ríski her­inn verði notaður til að stöðva för hæl­is­leit­end­anna fari þeir yfir landa­mær­in til Banda­ríkj­anna. Gagn­rýn­end­ur for­set­ans hafa sakað hann um að nota för hóps­ins til að auka stuðning við Re­públi­kana­flokk­inn fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar sem fram fara á morg­un.

Hæl­is­leit­end­urn­ir, sem koma frá Hond­úras, Gvatemala og El Sal­vador, segj­ast vera að flýja of­sókn­ir, fá­tækt og of­beldi í heima­lönd­um sín­um.

Marg­ir þeirra sem dvelja nú á Jes­us Mart­inez Palillo-íþrótta­vell­in­um komu þangað fót­gang­andi frá Veracruz-fylki, eða höfðu húkkað sér far.

„Ég á ekk­ert eft­ir af því sem ég tók með mér frá Hond­úras,“ sagði Kenia Al­vara­do í sam­tali við dag­blaðið El Uni­versal. „Í gær gekk ég meira að segja ber­fætt.“

„Við erum staðráðin í að kom­ast til Banda­ríkj­anna, til að upp­lifa banda­ríska draum­inn,“ sagði Mauricio Mancilla, sem var kom­inn frá Hond­úras með sex ára son sinn. „Vegna trú­ar okk­ar á Guð mun okk­ur tak­ast þetta, hverj­ar sem kring­um­stæðurn­ar eru.“

Yf­ir­völd í Mexí­kó­borg segj­ast hafa komið upp at­hvörf­um, læknaþjón­ustu og lög­fræðiaðstoð, auk mat­vælaaðstoðar fyr­ir þær þúsund­ir sem bú­ist er við að komi til borg­ar­inn­ar á næstu vik­um.

Dag­blaðið La Jornada seg­ir vatnstönk­um sem geymt geta 10.000 lítra hafa verið komið fyr­ir á íþrótta­vell­in­um.

„Þarna eru ólétt­ar kon­ur, fjöldi barna og varn­ar­laus­ir ein­stak­ling­ar og við verðum að tryggja rými og þá þjón­ustu sem þau þurfa á að halda,“ seg­ir José Ramón Amieva Gál­vez borg­ar­stjóri.

Íbúar Mexí­kó­borg­ar hafa þá gefið fatnað og skó fyr­ir hæl­is­leit­end­urna."

Ætla Bandaríkjamenn að hýsa Soros áfram?

Hvað ætlum við að gera ef til dæmis 500 Afríkubúar koma hingað í hópi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór góð grein og góð spurning síðast. Þeir koma á skipi næst og sigla upp í fjöru þá getum við ekki gert neitt okkur til bjargar. Soros á eftir að gera þetta það eitt er víst. 

Valdimar Samúelsson, 5.11.2018 kl. 10:49

2 identicon

Sæll Halldór.

Bandaríkin munu setja tóninn í þessu máli.
Ég er þess fullviss.

Hvort þeir kjósi að gera það nú eða ekki fer
nokkuð eftir þeim vindum sem blása í pólitíkinni
og ekki víst að þeir láti nú sverfa til stáls.

Þetta er langtum minni hópur en þeir sem
taka sér fyrir hendur mótmæli hvort heldur
í Bandaríkjunum eða Þýzkalandi.

Trump mun sýna í þessu máli rétt
eins og hann hefur sýnt einstaka sýn
til stjórnmála fram að þessu að hann mun
stefna þessum báti til þess bakka þar sem sefið
dansar á fleti og bambusviðurinn glitrar
í sólskininu.

Húsari. (IP-tala skráð) 5.11.2018 kl. 11:04

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Við eigum öll mikið undir því hvað Trump gerir

Halldór Jónsson, 5.11.2018 kl. 13:10

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Valdimar, þetta er alvarleg spurning hjá þér. Sérðu ræflana hérna taka á slíku máli? Góðafólfið og alla píratavitleysingana?

Halldór Jónsson, 5.11.2018 kl. 13:14

5 identicon

Nei, Halldór, ég sé ekki að góða fólkið í græningja kommastjórn Bjarna og frú Reykás muni gera neitt í því máli.  Þannig er staðan líkt og Sigurður Hjaltesteð orðaði það svo vel, að Bjarni sveik Sigmund Davíð fyrir að sleppa sjálfur við gjörningaveður Sorosar.  Hann gerðist leppur Sorosar.  Valdimar er einnig alveg með þetta á hreinu.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.11.2018 kl. 17:02

6 identicon

Gefum Sigurði orðið, í athugasemd við ðistil Gústavs Adólfs, Miðflokkurinn stendur vörð um fullveldið, segir hann svo, réttilega:

Ef Bjarni Ben, hefði ekki notaða rýtinginn á bakið á honum

Sigmundi Davíð, væri staðan á Íslandi allt önnur en hún er í dag.

Hann fórnaði Sigmundi fyrir Engeyjarættina og hennar fé.

135 milljarðar afskrifaðir á þessa ætt..!!  Á sama tíma voru

Jón og Gunna borin út á götuna.

Hvernig er þetta hægt..??

Jú, þegar menn mæta “vafnigalaust” og “Icehot 1” með sitt

“Ískalda mat” , þá gengur ættinn framar íslenskum hagsmunum.

Sigmundi var fórnað fyrir ættina. Það gat ekki gengið, að pólitíkus

væri á þingi að vinna fyrir þjóðina. Þetta vissu þeir og stóluðu

á fjölmiðla sem myndu reka saman almenning gengn SDG.

Hjarðhegðunin, þrælsóttinn og hundseðlið lét ekki á sér standa.

Fólk tók undir allt þetta kjaftæði sem panamaskjölin voru og

hjálpuðu til að koma einum af þeim efnilegustu mönnum sem við

höfum haft á þingi burt. Manni sem barðist fyrir almenning.

Vegna hans og hans baráttu gegn ICESAVE væri Íslensk þjóð

í hlekkjum vogunarsjóða og fátækt og ömurlegheit með því

versta í vestur evrópu. En þetta vill fókl ekki sjá.

Af hverju..?? Það trúir spunadellunni sem lagt er á borð

frá þeim sem hafa fjármagnið.

Eftir það er leðjan og drullan sem lekur frá þessu þingi þvílík

að maður hefur aldrei séð annað eins.

Framsóknarmadaman hefur sýnt það svo rækilega í þessari stjórn,

að hún lætur allt fjúka til að vera með. Aftan og framan.

Lánleysi Íslendinga, fellst í spillingu þeirra sem við kjósum á þing.

Þingmannaeiður….???

Hvað er það og fyrir hverja..??

Landssjóður...???  Fyrir hverja..??

Hvenær ætlar alþjóð að vakna og sjá í gegnum spunavefinn

sem gagngert er gerður til að þjóna 5% þjóðarinnar..??

Á meðan er stutt við þetta sjálfstæðis-framsóknarhyski

þá veðrur aldrei breyting til batnaðar.

Svo einfallt er það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 4.11.2018 kl. 21:40

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.11.2018 kl. 17:54

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór og Simon Grínlaust þetta er mál sem engin getur tekið á hér á landi nema karakter svipaðir Trump. Hér er verið að tala um líf og dauða okkar íslendinga. Við höfum ekki mentalatí til að berjast gegn mönnum sem drepa og ef þá yrðum við að spyrja einhven ráðamann. Sálin er stillt inn á aumingja rjúpurnar á meðan mögulega er verið er að murka okkur niður. Við erum þæg þjóð sem var afvopnuð og heilaþvegin um 1300 og höfum ætíð síðan látið undan þeim sem tóku svo líftóruna úr okkur. Munið við erum það þæg að við brennum ekki laufrusli í görðum okkar það nær allar þjóðir heims gera. Við brennum ekki sinu sem er undirstaða gróðurfars.

Ég segi því sækjum um aðild að bandaríkjunum sem sjálfstjórnandi territory þá fyrst myndum við verða örugg.   

Valdimar Samúelsson, 8.11.2018 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3417958

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband