Leita í fréttum mbl.is

Öfundin sem allt drífur

er allstaðar sýnileg. En þeir sem rökuðu til sín eru bara sammála um eitt. Að láta ekkert til baka af sínu. Og halda að þeir komist upp með það.

"Björgvin Guðmundsson skrifar:

 Atvinnurekendur og yfirstéttin hamast nú gegn launakröfum Starfsgreinasambandsins og verkalýðsfélaganna. Þeir segja, að kröfur SGS muni leiða til verðbólgu, verði þær samþykktar og jafnvel er spáð, að þær leiði til nýs hruns. Þessar heimsendaspár heyrðust hins vegar ekki, þegar laun ráðherra, þingmanna, embættismanna, forstjóra og annarra í yfirstéttinni voru hækkuð.

Mönnum er enn í fersku minni hvernig yfirstéttin rakaði til sín fjármunum, ofurlaunum á undanförnum misserum. ASÍ, undir forustu Gylfa Arnbjörnssonar, barðist vasklega gegn þessum ósóma.

En það eina, sem ríkisstjórnin gerði var að leggja niður kjararáð en engar ofurlaunahækkanir voru afturkallaðar ekki einu sinni launahækkun þingmanna og ráðherra. Laun þingmanna hækkuðu um 75% frá 2013 og fóru í 1,1 milljón kr. á mán. fyrir skatt fyrr utan allar aukagreiðslurnar, húsnæðisstyrki, bílastyrki, skrifstofustyrki, utanferðastyrki, álag vegna formennsku nefnda, vegna forsetastarfa þingsins, vegna formennsku í flokkum o.fl. o.fl. Ráðherralaun hækkuðu um 64% og fóru í 1,8-2 millj. á mánuði fyrir skatt á mánuði. En aukagreiðslur og hlunnindi ráðherra eru miklu meiri en þingmanna.
Þeir þurfa eiginlega aldrei að taka upp veskið. Ríkið, skattgreiðendur greiða fyrir þá."

Skilja þingmenn okkar virkilega ekki neitt?

Sjá þeir ekki að kjarakröfurnar eru öfundardrifnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór.

Konfernsráð Jón Eiríksson mælti svo:

"Öfund knýr og eltir mig!"

Íslendingar minna um margt á kálfa sem
komast í sullið sitt: eyða og spenna sem
mest þeir geta, henda út um gluggann þeim krónum
sem 'hagnýt húsmóðir' hefði haldið eftir
til að mæta óvæntum útgjöldum síðar.

Og svo hlýtur það að teljast til meiriháttar afreks
að geta losað sig við Bandaríkjamenn og Rússa
á einu bretti og hafa efni á því að taka á sig
skell sem kostað hefur þjóðarbúið milljónir á milljónir ofan.

Hverjir nutu góðs af þessari vitleysu?

Með því að þetta er að baki og hagkerfið tekið að kólna
þá væri fróðlegt fyrir hvern og einn að meta hversu mjög
þetta góðæri gerði vart við sig við greiðslu skulda, matvæla
og annars sem tilheyrir venjulegum rekstri hvers heimilis.

Húsari. (IP-tala skráð) 5.11.2018 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.3.): 1128
  • Sl. sólarhring: 1300
  • Sl. viku: 7329
  • Frá upphafi: 2514838

Annað

  • Innlit í dag: 920
  • Innlit sl. viku: 5645
  • Gestir í dag: 805
  • IP-tölur í dag: 760

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband