Leita í fréttum mbl.is

Gleraugu fyrir eldri borgara

voru keypt samkvæmt þessari sögu sem mér var send og beðinn fyrir til Björgvins Guðmundssonar til sannprófunar:

"Gunnar eldri borgari hugsaði til þess að endurnýja gleraugu sín, og hafði heyrt, að verklýðsfélagið borgaði gleraugu eldri borgara. 

Gunnar hringdi því í verkalýðsfélagið til að kynna sér málið. Jú, jú, sagði afgreiðsludaman. Við borgum sko gleraugu að fullu fyrir félaga okkar.
Hann tölti því í gleraugnaverslun, og keypti ný gleraugu fyrir 25 þús. kr. og reikninginn skyldi senda á verkalýðsfélagið.
Nú byrjar ballið ? Gunnar fékk reikning frá verklýðsfélaginu uppá 7 þús. kr. Þetta skyldi Gunnar ekki, og spurði um ástæðu.
Ja, verkalýðsfélagið tekur 7 þús. kr. í umsýslugjald var svarið. Þá voru eftir 18 þús. kr. sem verklýðsfélagið lagði á bankareikning Gunnars.
Nú kom yfirlit frá bankanum, sem sýndi að hann hafði dregið kr. 6 þús. af upphæðinni sem skatt af skattskyldum tekjum Gunnars eldri borgara. 
Þá voru eftir 12 þús. kr. á reikningi Gunnars eldri borgara, og þarmeð runnu upplýsingar til Ríkisskattstjóra, og áfram til Tryggingastofnunar. 
Þar kom nokkuð til sem heitir skerðing, krónu á móti krónu...
 
Gunnar eldri borgari fékk því ekki neitt, en hinir sitt !!! 
Það er munur að vera eldri borgari í verkalýðsfélagi, sem kaupir og gefur manni gleraugu, en bankafantarnir og Trygginga ( Hrygginga) stofnun og skattaskelfir sleikja útum !!! "
 
Er þetta ekki bara uppspuni þessi gleraugnasaga eldri borgara? 
 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Uppspuni"? Kannski er nafnið ekki rétt og upphæðirnar ekki réttar, en við þekkjum báðir lögmál Murphys um að ef svona geti staðist, muni það gerast. 

Og dæmið um gleraugu Gunnars getur vel gerst án þess að hann verði þess beinlínis var. 

Ég hef til dæmis ekkert skoðað nánar samhengi þess að vera að "borga til baka" umtalsverðar fjárhæðir í hverjum mánuði. 

Ómar Ragnarsson, 7.11.2018 kl. 12:25

2 identicon

Sæll Halldór.

Ný gleraugu kosta um 130.000.

Því hafa nokkrir gripið til þess ráðs
að ganga frá tiltölulega stöðluðum hlutum sjálfir
og nota sér óaðfinnanlega þjónutu Kínverja á þessu
sviði.

En það er margt að athuga og mál verða að vera rétt.

Sem dæmi mætti taka að spengur verða að vera
af réttri lengd því annars eiga menn á hættu að
þrýstingur á trigeminal taugina leiði til
óþæginda í andliti þrátt fyrir þá vernd
sem hún hefur af myelin slíðri sínu.

Þessa verður ennfrekar vart eftir því
sem aldur færist yfir.

Það er umhugsunarefni að kostnaður við ný gleraugu og
sendingarkstnaður er ekki meiri en um 14.000.

Húsari. (IP-tala skráð) 7.11.2018 kl. 19:19

3 identicon

Sæll aftur!

Í því dæmi sem ég tók gerði ég
ráð fyrir títan umgjörð og nýjum glerjum.

Hefði hins vegar einungis verið um að ræða ný gler
þá hefði kostnaðurinn ásamt sendingargjaldi aldrei farið
framúr kr. 4.000.

Þetta er umhugsunarefni hverjum og einum.

Húsari. (IP-tala skráð) 8.11.2018 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband