Leita í fréttum mbl.is

Allt á einum nagla

vegna skorts á nagla var skeifunni týnt

vegna skorts á skeifu var hestinum týnt

vegna skorts á hesti var riddara týnt

fyrir skort á riddara var sigrinum týnt

fyrir skort á sigri var kóngsríki týnt

-öllu var vegna  naglans týnt-

Hvað myndi gerast ef 50.000 tonna pressa Alcoa væri ekki lengur aðgengileg? Hún er sú eina í Bandaríkjunum síðan 1955. Hún hefur búið til öll hjól undir bandarískar flugvélar siðan þá. Það er ekki grundvöllur fyrir að smíða aðra slíka vegna verðsins. Hún vegur 7300 tonn.

Bandaríkjamenn eru hugsi ef að stríð myndi skella á. Hvernig á að starta framleiðslunni eins og þegar síðari heimstyrjöld kom þeim á óvart? Það tók langan tíma. En árangurinn varð svo svakalegur að mynd frá Bell sem sýnir verksmiðjuna sem smíðaði B29 sprengjuvélar ásamt annarri eins hjá Boeing  hverfur út í einn punkt fá því að sýna fyrstu vélina alla ofanfrá. Og ekki er Liberator verksmiðjan minni.

bell-marietta-b29-assembly-line-1944

Það voru Bandaríkin sem unnu stríðið fyrir Rússa og alla veröldina með því að smíða margt fyrir þá og senda með skipalestunum í gegnum Hvalfjörð.

 

 

liberator

Bækur Magnúsar Hafsteinssonar eru svakalega lýsingar þá þeim fórnum sem þar voru færðar í líklega hörðustu bardögum alls stríðsins. Mikið rosalegt fífl var annars Hitler að detta í hug að hann gæti unnið stríð gegn Bandaríkjunum  og Japanir auðvitað líka en þeir tókust á sitthvora höndina á Kananum á sama tíma.

 

b29-assembly-line-03

pressan góða

Pressan góða

 

En allt byrjar þetta á einum nagla sem má ekki vanta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þrátt fyrir að þátttaka Kananna í stríðinu skipti sköpum í heildina tekið, og staðfesta Breta líka, þegar þeir stóðu aleinir 1940 var hlutur Sovétríkjanna stærstur, þrátt fyrir illmennið Stalín.

1941 og 1942 voru Bandaríkjamenn enn að komast á skrið, og tíu sinnum fleiri tóku þátt í orrustunni um Stalíngrad en í orrustunni um El Alamein.  

Rússar fórnuðu 20 milljón manns í stríðinu og framleiddu meðal annars 84 þúsund T-34 skriðdreka.

Í útvarpsræðu Hitlers til þýsku þjóðarinnar og í upptöku á samtali hans við hinn finnska Mannerheim, sem finna má á Youtube, viðurkennir hann að hann og aðrir ráðamenn nasista hefði aldrei órað fyrir slíkum framleiðslumætti og framleiðslu 30 þúsund flugvéla 1941.    

Ómar Ragnarsson, 15.11.2018 kl. 22:17

2 Smámynd: Ívar Ottósson

Góðir púnktar Halldór...hef oft hugsað til þess hvað hefði gerst ef Hitler hefði látið af verða að hertaka Ísland eins og stóð til (Fall Ikarus) líklega hefði England/Rússland tapað stríðinu því lítið að hergögnum hefði komist í gegn ef kafbátabækistöð og annað hefði náð fótstöðu á landinu. Og líklega hefði það getað ráðið úrslitum svo tæpt var þetta allt um tíma.

Ívar Ottósson, 16.11.2018 kl. 08:27

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar ég er ekki að gera lítið úr hetjudáðum Rússa sem fluttu heilu verksmiðjurnar um hávetur til Síberíu og skelfilegum mannfórnum þeirra.En Stalín var samviskulaus glæpamaður sem réðist á Pólland með Hitler.Og þjóð sem lýtur forystu glæpamanns eins og Sádar gera núna, er ekki til þess fallin að eiga samskipti við.

En afrek bandarísks iðnaðar, og hennar Rosie the Riveter sem fékk sér vekjaraklukku hjá Sternin og fór að vinna í hergagnaiðnaðinum breytti stöðu kvenna um allan heims þótt síðar yrði.Konur urðu sjálfstæðar í framhaldi af stríðinu. Allt fjölskyldulíf breyttist í hinum vestræna heimi.

Halldór Jónsson, 16.11.2018 kl. 10:53

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er sniðugt hvað sumir þola illa góða umsögn um Bandaríkjamenn, þeir eru oft sagðir upphaf alls þess illa sem hér í heimi ræktast.  En staðreyndin er sú að bandaríkja menn hafa í tvígang komið og bjargað Evrópumönnum frá sjálfum sér og áður en andateppan ræður ykkur sovét trúaða af dögum, þá hugsið!!!

Íslenskir kommúnistar hafa aldrei haft velferð okkar Íslendinga að leiðarljósi, heldur miklu fremur trú sína á alræði öreiganna undir stjórn hins almáttuga Stalíns sem lét drepa allt sem hann óttaðist og það var margt því hann var heigull.

 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 16.11.2018 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband