Leita í fréttum mbl.is

Upphaf ógæfunnar

í stjórnmálum Íslendinga er að finna í ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka.

Í skjóli þeirra hafa allskyns smáflokkar sem standa ekki fyrir neitt nema það að ná sér í þessa ríkispeninga skotið upp kollinum.Oftar en ekki lenda forystumennirnir í hári saman yfir skiptingu fjárins til eigin þarfa.

Því miður fer þessi þróun í aðra átt með sífelldri aukningu allskyns sporslna, nú síðast 17 aðstoðarmanna sem ekkert gagn munu gera nema auk á flækjustigið.

Flokkar eru frjáls félagasamtök eins og saumaklúbbar og eiga ekki að lúta öðrum lögmálum. Þeir sem ekki geta fjármagnað sig af stuðningsmönnum verða að sætta sig við það.

Ef ríkisstyrkir yrðu afnumdir myndi flokkum á þingi stórfækka og allt stjórnmálastarf verða heilbrigðara og ábyrgðarfyllra. Grasrót flokkanna og beint lýðræði myndi þannig verða virkara. Niðurlæging þingsins tæki enda með fækkun þingdóna og sérvitringa eins og vaða þar uppi.

Það var upphaf stjórnmálaógæfu Íslendinga þegar farið var að veita ríkisfé til stjórnmálaflokka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Halldór,

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, tveir helstu stólpar í íslenskum stjórnmálum til langs tíma, ganga fram af kjósendum með endalausi bulli er ekki nema von að til verði ný stjórnmálaöfl og það fullt af litlum flokkur. Fólk streymir til þessara framboða í von um að sjá fram á betri stjórnunarhætti.

Ekki hafa téðir flokkar verið okkur til góðs undanfarin misseri þó þeir hafi þegið tugi milljóna úr ríkissjóði á ári hverju, peninga sem við skattgreiðendur leggjum til. Og nú þarf að búa til vinnu á kostnað skattgreiðenda til að sinna því sem þingkjörnir hafa sinnt hingað til.

Já Halldór, kannski er kominn tími til að taka þessa styrki út og láta stjórnmálaflokkana sjá um sig sjálfa, þeir ættu að geta gert út á stefnu sína og sjónarmið. Og ef til vill væri ekki úr vegi að fækka þingmönnum, alla vega um helming.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.11.2018 kl. 14:40

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Tek undir þetta Tibsen:

 kannski er kominn tími til að taka þessa styrki út og láta stjórnmálaflokkana sjá um sig sjálfa, þeir ættu að geta gert út á stefnu sína og sjónarmið. Og ef til vill væri ekki úr vegi að fækka þingmönnum, alla vega um helming.

Halldór Jónsson, 16.11.2018 kl. 17:02

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Örugglega ekki einasti einn þingaulinn vill fækka þingmönnum

Halldór Jónsson, 16.11.2018 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 3418166

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband