Leita í fréttum mbl.is

Ukraina-Rússland

43 milljónir Úkraínumanna, meðalaldur 40 ár og Rússland 143 milljónir og 38 ára meðalaldur sem skilja hvorir aðra. Eru þeir ekki óskynsamir að mynda ekki sambandsríki og verða þar með stórveldi?

Hvað skyldi valda því að þeir geti ekki rætt saman um að stofna sambandsríkið Rússland-Ukraína sem voru saman í Sovétinu öll þessi ár?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sama má segja um Íslendinga, Dani og Norðmenn. Þeir voru meira að segja miklu lengur í sambandsríki.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.11.2018 kl. 12:55

2 Smámynd: Hörður Þormar

Þetta er nú allt ein hörmungarsaga, auðvitað ættu þessar frændþjóðir að vera vinir og bandamenn.

Nú verð ég að viðurkenna að þekking mín er af skornum skammti.

En ef ég man rétt þá réðu Pólverjar og Litáar eitt sinn yfir löndum þar sem nú er Úkraina. Mongólar réðu hins vegar öldum saman yfir Rússlandi. Þetta gæti hafa haft áhrif á viðhorf og menningu þessara þjóða.

Úkraina var sjálfstætt ríki í nokkra mánuði, áður en það var innlimað í Sovét. Þá kom Stalín og svo kom stríðið. Ég hef það frá fyrstu hendi að margir Úkrainumenn tóku þýska hernum í upphafi sem frelsara.

En morðin í Babi Yar settu strik í reikninginn. Yfir 30 þús. gyðingum var safnað saman í gil eða gljúfur, þeir voru svo skotnir af færi af byssumönnum sem stóðu á bökkunum. Aðgerðin stóð í margar klst. Hún þótti nokkuð dýr og fyrirhafnarmikil. Eiturgasið var víst hentugra og ódýrara!

Hörður Þormar, 30.11.2018 kl. 15:30

3 Smámynd: Egill Vondi

Það var líka meðal annars Holodomor sem setti strik í reikninginn, og kúgun Stalíns á Úkraínumönnum.

https://en.wikipedia.org/wiki/Holodomor

Seinna komst Nikita Khrushchev til valda árið 1953 og yfirfærði Krímskaga frá Rússlandi til Ukraínu árinu síðar, ásamt helsta aðgangi Rússlands að Svartahafi.

Egill Vondi, 30.11.2018 kl. 18:49

4 identicon

Meðalaldur. Common þú getur nú betur en þetta. Meðalaldur í Rússlandi er um 66 ár!!

jonmar (IP-tala skráð) 4.12.2018 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband