Leita í fréttum mbl.is

Á þetta ekki við um siðgæðisverðina?

Í 71. grein stjórnarskrárinnar segir að "Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns."

Af hverju ekki að kæra þessa einkalífsþjófa sem halda að þeir séu siðgæðisverðir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigendur Klausturbarsins ættu að kæra Báru. Enda hafa þeir ekki starfsleyfi til að þar séu stundaðar persónunjósnir.

En ef þeim finnist sjálfsagt og eðlilegt að þar séu framdar persónunjósnir, en hafa þó ekki starfdleyfi til þess, þá má ætla að eigendurnir séu vitorðsmenn Báru.  Og fyrir það má lögsækja þá.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.12.2018 kl. 21:03

2 identicon

Bæði með  hliðsjón af stjórnarskránni og persónuverndarlögum er niðurstaðan sú sama:

Annað hvort verða eigendur Klausturbarsins að kæra, eða verða kærðir ásamt Báru.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.12.2018 kl. 21:10

3 identicon

Eigendur, eða veitingastjóri í þeirra umboði, hljóta að hafa veitt Báru athygli að taka upp í 4-5 tíma.  Sitjandi þar allan þann tíma á svo fámennum stað.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.12.2018 kl. 21:30

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson


 65. gr. 
 [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. 
 Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]

 69. gr. 

 [Engum verður qgert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Viðurlög mega ekki verða þyngri en heimiluð voru í lögum þá er háttsemin átti sér stað. 
 Í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu.] 1) 

Guðmundur Jónsson, 10.12.2018 kl. 22:01

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Skrīllin og thingid reynir ekki einu sinni ad fara eftir stjórnarskránni

Guðmundur Jónsson, 10.12.2018 kl. 22:07

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Skríllinn og þingið, átti að standa þarna . Afsakið þetta.

Guðmundur Jónsson, 10.12.2018 kl. 22:12

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glöggur hann Símon Pétur og snjall í óbrigðulum ályktunum einu sinni enn.

Jón Valur Jensson, 10.12.2018 kl. 23:00

8 identicon

Sæll Halldór.

Í góðri bók segir sögupersóna þessi orð:

"Maðurinn ætlar að hefna sín en að lokum er
það hann sjálfur sem meðtekur snoppungana."

Er það alltaf á tæru að sá sem gengst við
hugsanlegri sök eigi raunverulega nokkra sök?

Húsari. (IP-tala skráð) 10.12.2018 kl. 23:09

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara fyrst það er vitnað í þessa grein stjórnarskrarinnar, er forvitnilegt að vita hvað af þessu á við varðandi umræður manna þarna á Klaustri: "Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns." Var gerði líkamsrannsókn eða leit á þeim? Voru einhver skjöl, eða póstsendingar rannsakaðar? Nú eða símtöl eða önnur fjarskipti? Var þessi upptaka gerð á heimili viðkomandi? Nema kannski að þessir þingmenn eigi lögheimili á Klaustri?  Nú svo er spurning hvort að svona fundarhöld í heyranda hljóði séu einkalíf og ekki eru þessi 6 fjölskylda. Þannig að mér finnst þessi grein stjórnarskrárinnar ekki gefa neitt færi á að gagnrýna þessa upptökur. Það eru aftur önnur lög eins og persónuvernd og fleira sem gæti hafa verið brotið. Og held að sú sem tók þetta upp hafi sagt það marg oft að hún geri sér grein fyrir því að þetta hafi jafnvel verið á gráu svæði.

En hvað sem má segja um það þá talaði fólk þarna á Klaustri á þann hátt að það ætti að skammast sín. Bæði um konur, vinnufélaga og fatlaða. það var óheppið og var gripið glóðvolgt og verður voandi til að aðrir í nútíð og framtíð gæti sín á hvernig fólk talar um annað fólk. Og eins og sumir töluðu þarna ættu þeir alvarlega að huga að því að finna sér annan starfsvettvang.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.12.2018 kl. 23:33

10 identicon

Sæll aftur!

Það er ánægjulegt að lesa það í Morgunblaðinu
nú í morgunsárið að komið er til móts við það
fólk sem af einhverjum ástæðum á um sárt
að binda.

Eins gott á slíkum tímum að heita ekki Anna Kolbrún
og sitja sem réttkjörinn alþingismaður á
Alþingi Íslendinga!

Húsari. (IP-tala skráð) 11.12.2018 kl. 08:48

11 identicon

Magnús: Það er ástæða fyrir því að lögreglan þarf dómaraheimild til að hlera fólk. Jafnvel þó um grunaða glæpamenn séu að ræða og skiptir þá ekki máli hvar þeir eru staddir þegar hlerun á sér stað.

Er þetta heimur sem þú vilt búa í? Allir geti njósnað um og hlerað hvern sem er. Eða á það bara við stjórnmálamenn sem þér eru hugsanlega ekki þóknanlegir.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 11.12.2018 kl. 09:29

12 identicon

Hafa eigendur Klausturbarsins dómaraheimild til að þar megi gestir þeirra stunda persónunjósnir?

Og ef svo er, hver veitti þeim þá heimild?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.12.2018 kl. 10:03

13 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Aumastir voru samt lögfræðingarnir tveir sem Einar dró í kastljósið í síðustu viku. Báðar voru þær með lögin og stjórnarskrána á hreinu,  sögðu að hlerunin væri klárt brot á Þingmönunum. Svo bættu þær við. En af því að þetta væru þingmenn þá......... Sem fer beint gegn 65. greininni. 

Staðreynd málsins er að 90% þjóðarinnar hefur orði uppvíst að  alvarlegu broti gegn klausturþingmönnunum og þeim sem um var rætt þar. Það er ekki hlaupið að því að ná fram réttlæti þegar þannig er komið og fáir sem þora að standa gegn heykvíslahjörðinni.

Guðmundur Jónsson, 11.12.2018 kl. 11:17

14 identicon

Er niðurstaðan að verða hjá ykkur að þjóðin skuldi þessum 6 að biðja þá afsökunnar....

Það er sama hvað þið sprikklið, snúið út úr og reynið að benda á eitthvað annað að þá fóru þessar samræður fram og þessi orð voru sögð.  

Brynjar (IP-tala skráð) 11.12.2018 kl. 14:01

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju mega menn ekki bulla sín á milli? Síðan hvenær þykir fint að liggja á hleri ogg kíkja inn um skráargöt á klósettum?

Halldór Jónsson, 11.12.2018 kl. 15:52

16 identicon

Sæll Halldór.

Hálfsannleikur er lyginni verri.

Samræður fóru fram og orð voru sögð
en einungis brotabrot birt af því sem
sagt var og allt úr samhengi.

Minnir á refskák sjórnmála fyrri tíðar
og bækur eins og "Þeirra eigin orð"!

Varnarrit rithöfundar hvað varðaði aðild hans
að isma einhverjum kom út um miðja síðustu öld
og síðar rit nokkurt þar sem gerðar voru athugasemdir við það sem birtist 40 árum fyrr.

Það passaði til að rithöfundurinn var þá passlega rétt
nýdauður og ekki líklegur til andsvara nema þá í gegnum
Sálarrannsóknarfélag Íslands!

Tilgangurinn helgar alltaf meðalið, maðkaveitan
er ein og söm.

Húsari. (IP-tala skráð) 11.12.2018 kl. 17:18

17 Smámynd: Ívar Ottósson

Rétt Halldór en af hverju í ósköpunum höfðu 6 menningarnir ekki þennan eðalfund undir luktum dyrum í stað þess að fussa og sveija á obinberum bar....Fjöldi fólks hefur eflaust heyrt þetta á staðnum en bara einn tók þetta upp.

Endilega bullaðu en gerðu það ekki frammi fyrir alla.

Orðatiltækið Þjóð veit þá þrír vita hefur líklega aldrei átt betur við.

Þingmenn og (frv.) ráðherrar ættu að vita betur ekki satt.

Og nú er það lögsókn sem er næsta skref....það bætir ekkert þeirra málstað...kanski versnar hann ef eitthvað... 

Ívar Ottósson, 12.12.2018 kl. 16:42

18 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ekkert bætir ljót orð sem féllu. Þeir sem þau sögðu eru minni menn en ekki neitt. Sjálfumglaðir valdafíklar sem svífast einskis í poti sínu, sér til framdráttar og engum öðrum. Upptakan er hinsvegar kolólögleg og hana ber að fara með að lögum. Hvort hún var gerð af Arnold Swartseneger eða samkynhneygðum öryrkja, skiptir engu máli. Ruddarnir sem völtuðu yfir samstarfsmenn og félaga eiga enga miskunn skilda. "Upptakarinn"  á hana heldur ekki silda. 

 "Shit happens" og þetta er klárlega dæmi um það. Allir sem að þessu komu eiga að hljóta hirtingu fyrir. Orðapar sem upptakendur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.12.2018 kl. 00:43

19 identicon

Setjum þetta í annað samhengi. Ef Bára hefði nú verið til dæmis íslamskur hryðjuverkamaður sem setið hefði við borðið og tekið upp samtalið og nýtt það síðan til þess að kúga þingmennina og ná frá þeim upplýsingum sem hann hefði svo miðlað til hryðjuverkasamtaka ? Hvar stæðu menn þá í dag ? Ég held að fólk ætti að vera sátt við að Bára hafi verið bara Bára en ekki hryðjuverkamaður. Ef menn eru nógu vitlausir til þess að vera að láta hanka sig á því að vera drullandi yfir fólk á almannafæri og segjast ekki muna eftir neinu daginn eftir. Er þá sömu mönnum treystandi fyrir ríkisleyndarmálum?

Helgi (IP-tala skráð) 13.12.2018 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband