Leita í fréttum mbl.is

Hörður hneykslaður

segir hann yfir Alþingi og liklega okkur Íslendingum yfirleitt.

Hann virðist geta mætt ef von er í að geta slegið taktinn í einhverjum upphlaupum eins og í búsáhaldabyltingunni. En þá blés einhver í pípur sem gerðu Herði kleyft að búa til einhverskonar stjörnu úr sjálfum sér sem ekki hafði gegnið allt of vel fram að því.

Núna segir Hörður og telur sig greinilega mjög dómbærann:

"Hann sagðist í sam­tali við blaðamann vera að sýna stuðning sinn við Báru, ekki veiti af því. Spurður út Klaust­urs­málið sagði Hörður það vera „voðal­ega hallæris­legt“.

„Menn með sóma­kennd hefðu ein­fald­lega staðið upp og sagt „fyr­ir­gefðu þetta gerðist. Við biðjumst af­sök­un­ar og segj­um af okk­ur“. Það hefði verið nýr tónn í ís­lenskri póli­tík og við hefðum al­veg mátt við því,“ sagði Hörður og nefndi að Alþingi Íslend­inga sé að „keyra okk­ur niður í svaðið“ með hegðun sinni.

Þjóðin er að springa. Alls staðar þar sem ég kem er fólk yfir sig hneykslað. Svo eru það launa­mál­in líka og kaup­mátt­ur­inn er lít­ill.“

Hörður Torfason.
Hörður Torfa­son. mbl.is/​Golli

Hörður sagði fram­komu Alþing­is und­an­far­in tíu ár og jafn­vel leng­ur gagn­vart al­menn­ingi vera fyr­ir neðan all­ar hell­ur. „Þetta hef­ur ekki batnað. Maður var að von­ast til að eft­ir 2008 að Alþingi sýndi út­spil og maður hélt og vonaði að kúrsinn væri rétt­ur en hann hef­ur versnað ef eitt­hvað er. Hvað ger­ist í fram­hald­inu? Þetta er háðung fyr­ir Alþingi að fjór­ir meðlim­ir skuli draga allt Alþingi niður með sér. Það er skömm. Fólk fyr­ir­gef­ur þetta ekk­ert, ég held að þetta gleym­ist ekki,“ sagði hann. 

Þvílíkur frelsari er þessi hneykslaði Hörður og heimsljós á gulum jakka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver kaus Hörð til að tala fyir hönd þjóðarinnar?

Hakon Isaksson (IP-tala skráð) 17.12.2018 kl. 18:20

2 Smámynd: Björn Jónsson

Hinn Íslenski Göbbels.

Björn Jónsson, 17.12.2018 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418198

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband