Leita í fréttum mbl.is

Skiljanleg reiði

þjakar marga sem telja að stjórnmálamenn hafi til langs tíma stolið eyrnamerktum tekjustofnum til umferðarmála í önnur gæluverkefni sín,

Nafni minn að sunnan, Halldór Egill Guðnason, alþjóðleg sjóhetja suður í höfum, sendir mér iðulega skarplegar athugasemdir sínar. Hann segir að skila eigi því til umferðarmála sem þegar sé búið að rukka inn áður en við leggjum á ný gjöld.

Ég svaraði honum nú síðast svona:

"Nafni minn að sunnan

ég skil reiði þína fyrir gamlar misgerðir. Og ég er auðvitað hræddur við pólitíkusana og glæpaeðli þeirra til stuldar á eyrnamerktum tekjustofnum til bráðabirgða eins og þungaskattinum til áratuga í stað boðaðs árs. En hvað eigum við að gera?

Eigum við að byrja strax á að grafa ný Hvalfjarðargöng og rukka eða eigum við ekki að gera það? Hvað leggurðu til?

Eigum við að leggja Autobahn milli Hveragerðis og Selfoss og rukka veggjald eða eigum við bara að gera ekki neitt? Eigum við að rukka í Héðinsfjarðargöng eða ekki?"

Margt fleira má tína til. En eigum við endalaust bara að hata og ger ekki neitt eða eð eigum við að reyna að halda áfram og gera eitthvað nýtt eins og hann Jón Gunnarsson er að leggja til? Verkefnin eru allstaðar.

En reiði nafna míns og margra annarra er skiljanleg en hún leiðir okkur ekki til neins.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Það er náttúrulega galið að fara að leggja á ný gjöld. Umferðin er búin að skila mörg hundruð milljörðum síðustu ár umfram það sem hefur verið lagt til vega.

Afhverju er ekki eldneytisgjöld sem túristar eyða tekin beint til vegagerðar. Bílaleigur hljóta að geta gefið upp  ekna kílómetra, og síðan reiknað út frá því aukafjárveiting frá ríkinu til samgöngumála. 

Ég held að kostaður við að rukka veggjöldin, þessar fáu krónur, sé of mikill, það verði bara klink sem kemur í ríkis kassann.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 19.12.2018 kl. 12:16

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tvennt getum við gert:

Hægt væri að nota allan peninginn sem af okkur er tekinn til framkvæmda, og myndi þá td vera hægt að smíað Átóban á tveimur hæðum til Akeuryrar á næsta ári, svo til Hafnar, og svo framvegis.
Eða hægt væri að rukka okkur um 1/3 minna af eldsneytisgjöldum, og gera bara það sama við vegina og nú er gert.

Það sem er alveg ótækt og til skammar er að rukka það sem nú er rukkað og framkvæma það sem nú er framkvæmt, og hinsvgar að rukka meira fyrir jafnvel enn minna.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.12.2018 kl. 15:30

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kæri nafni minn í norðrinu.: Þakka upphefð mína, á þinni síðu. 

 Ástandið er vissulega slæmt í samgöngumálum þjóðarinnar. Þar kemur ýmislegt til, en þó held ég að almennt dugleysi og aumingjagangur stjórnmálamanna þjóðarinnar og óvarlegheit í notkun á skattfé, ráði þar mestu um.

 Þegar staðan er síðan orðin óbærileg, er skattgreiðendum gefnir tveir kostir. Óbreytt ástand, eða enn meiri skattar. Það er ekkert annað en sárgrætilegt að horfa upp á pólitískar druslur komast endalaust upp með fíflagang, en breiða síðan yfir eigið dugleysi með afarkostum á hendur atvinnurekendum sínum. Þessir aular eru í vinnu fyrir okkur, en ekki öfugt. Það virðist stjórnmála og embættismannaelítunni  hinsvegar ekki nokkur leið að skilja, enda snýst tilvera þessara óberma um það eitt að halda sínu og helst aðeins meiru. Atvinnurekandinn almenningur má hoppa upp í rassgatið á sér.

 Góðar stundir, með kærri jólakveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.12.2018 kl. 16:54

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Við erum a tala um að taka upp ný vinnubrögð. Eins og í Hvalfjarðargöngum þá fari öll innheimt gjöld til verkefnisins en ekkert annað. Hætt verði að stela í annað. Jón er bara að tala fyrir þessu heiðarlega. Treystum því að við þetta verði staðið.

Halldór Jónsson, 19.12.2018 kl. 19:32

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Kæri nafni.:

 Það var ekki byrjað að rukka í Hvafjarðargöngin fyrr en búið var að gera þau. Vegfarendur sáu og upplifðu eitthvað sem var búið að framkvæma og greiddu þar af leiðandi glaðir sín gjöld, samkvæmt verðskrá og óku um eitthvað sem búið var að framkvæma. Göngin voru komin og orðin áþreifanleg staðreynd, sem hægt var að aka um.

 Vegskattur sem ætlaður er í "væntanlegar framkvæmdir" hljómar afskaplega illa. Sérstaklega þegar íslenskir stjórnmálamenn eiga í hlut. Fyrst er rukkaður skattur, árum saman, en ekkert gerist, sem er venjan hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Þungaskatturinn var settur á fyrir þrjátíu árum og átti að gilda í EITT ár! Hefur einhver orðið var við að hann hafi horfið? Nú dynja á almenningi áróður um það, að mannkyn allt muni farast innan fárra áratuga, ef ekki verði brugðist við CO2 vandanum! CO2 er "The essence of life"! Fíflagangurinn virðist hafa náð nýjum hæðum og fyrstir til að stökkva á vagn popúlismans eru stjórnmálamenn, eins og ávallt. Fjörtíu þúsund fíflin í París eitt besta dæmið um það.

 Þegar allt er tekið saman, þegar kemur að almennum borgurum, heilbrigðri skynsemi og góðri ákvarðanatöku, hafa stjórnmálamenn og hundlatir embættismenn og konur drullað svo langt upp á bak, að enginn skyldi  undrast réttláta reiði litla mannsins, mín og þín, að ég tel öruggt.

 Ég, ekki frekar en þú, er ekki tilbúinn að margborga fyrir sama hlutinn. Gildir einu hver á í hlut. Litli maðurinn sættir sig einfaldlega ekki við að borga fjórum sinnum fyrir einn hamborgara. Við erum ekki svona vitlaus, þó elítan telji svo vera! Einelti er ljótt. Einelti handónýtra stjórnmálamanna er þar með engu undanskilið gagnvart atvinnurekendum sínum, okkur! Aumingjagangi þessara burgeisa getur ekki endalaust verið rúllað yfir almenning. Hroki þeirra og sjálfsánægja hefur náð nýjum hæðum og vonandi sér pöpullinn tl þess að hér ljúki vitleysunni. Það verður ekki gert með gulum vestum, heldur færra fólki á Alþingi Íslands! að því er ég best fæ séð. Þar sitja í dag of margir sérfræðingar um "akkúrat" ekki nokkurn skapaðan hlut.

 Enn betri óskir um góðar stundir, ásamt gríðarlega góðri jólakveðju að sunnan. (Hér kólnar, hvað sem hver segir þarna norðu frá)

Halldór Egill Guðnason, 19.12.2018 kl. 23:00

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fyrirgefðu langlokuna nafni;-)

Halldór Egill Guðnason, 19.12.2018 kl. 23:00

7 identicon

Fækka þingmönnum um helming í fyrstu adrennu.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 19.12.2018 kl. 23:16

8 identicon

Sæll Halldór.

Tek undir bráðskarpa tillögu
Kristins hér að framan.

Fjölgun þingmanna hefur ekki skilað sér
í neinu og verið til hreinnar bölvunar.

Förum að ráði Kristins og fækkum þeim um helming!

Húsari. (IP-tala skráð) 19.12.2018 kl. 23:54

9 identicon

Halldór Egill Guðnason er algjörlega með þetta á hreinu:

Við borgum ekki fjórum sinnum fyrir einn og sama hamborgarann.

Og hér þarf að skera niður báknið, eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn þenur sífellt út, mesti skattaflokkur landsins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.12.2018 kl. 00:34

10 Smámynd: Halldór Jónsson

"Vegskattur sem ætlaður er í "væntanlegar framkvæmdir" hljómar afskaplega illa. Sérstaklega þegar íslenskir stjórnmálamenn eiga í hlut. Fyrst er rukkaður skattur, árum saman, en ekkert gerist, sem er venjan hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Þungaskatturinn var settur á fyrir þrjátíu árum og átti að gilda í EITT ár! Hefur einhver orðið var við að hann hafi horfið? Nú dynja á almenningi áróður um það, að mannkyn allt muni farast innan fárra áratuga, ef ekki verði brugðist við CO2 vandanum! CO2 er "The essence of life"! Fíflagangurinn virðist hafa náð nýjum hæðum og fyrstir til að stökkva á vagn popúlismans eru stjórnmálamenn, eins og ávallt. Fjörtíu þúsund fíflin í París eitt besta dæmið um það."

Ég er samm+ála þér nafni minn að sunnan, við viljum ekki margborga fyrir sama hlutinn. En ef við gefum okkur núna að Jon sé heiðarlegfur og við munum aðeins borga fyrir hlut sem búið er að gera. t.d. autobahn milli tveggja punkta og aðeins þegar við keyrum hann, eins og er gert i Ameríku þar sem þú borgar bara þegar þú keyrir spottann, viljum við þá fá framkvæmdir núna og borga fyrir notkun á þessum afmarkaða kafla? Eins og var þegar búið var að grafa Hvalfjarðargöngin. Ekki fyrir pólitískar skítalausnir eins og fríkeypis Vestfjarðagöng og Héðinsfjarðargöng sem skattféið var látið borga frá öllum. Gjaldskýlið brennt á keflavíkurveginum og þeir látnir komast up með  það skríllinn. Subbuskapurinn í pólitíkinnni eyðileggur móralinn og afleiðingin verður þingskríllinn sem við búum við i dag sem við erum b´´nir að fá nóg af. New Deal sagði Roosewelt og framkvæmdi það í vegakerfinu í USA þar sem það er rekið heiðarlega, borgað fyrir beina notkun aðeins á völdum köflum.Svo borga allir I4 og þar er kannski ekkert rukkað, svo kemur sérstök framkvæmd þar sem þú borgar eða keyrir aðrar leiðir sem er gott ef þ´vi verður við komið.Keyrðu gamla veginn ef þú vilt ekki keyra nýjan betri veg og borga fyrir .

Getum við ekki fundið lausnir sem allir sjá að eru sanngjarnar en leiða okkur til betyra líifs á heiðarlegan hátt, ekki hefðbundnar svikaleiðir íslenskra pólitíkusa sem eru búnir að svipta okkur trúnni á að til sé heiðarlegt fólk en ekki bara drullusokkar og lygarar eins og nú eru flestir okkar þingmenn. Við nefnilega höfum látfið fólk komast upp með lygar og svik með afskiptaleysi og og uppgjöf eins og Tibsen lýsir að verði þegar maður gefst upp sem maður má ekki gera. Það má ekki sætta sig við svik í pólitík, burt með drullusokkana sem ljúga

Halldór Jónsson, 20.12.2018 kl. 03:07

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór

Nafni þinn að sunnan fer nokkuð vel yfir þetta málefni og gerir því góð skil.

Það eru ýmsar leiðir til að fjármagna viðhald og eftirlit umferðarmannvirkja.

1. Gjaldtaka gegnum eldsneyti

2. Skattur á ekinn kílómeter.

3. Skattur þegar ekið yfir ákveðnar línur á vegum landsins.

4. Gjaldtaka til að greiða fyrir þegar gerðar framkvæmdir.

Undir fjórða liðinn falla t.d. Hvalfjarðargöng, þar sem fyrst var framkvæmt og síðan innheimt. Sú leið er alls óskyld hinum og kemur hugmyndum stjórnvalda ekkert við.

Gjaldtaka gegnum eldsneytið er sú leið sem við höfum valið og virkar nokkuð vel. Þar eru þó blikur á lofti þar sem rafbílum fjölgar. Þann vanda á þó ekki að leysa með því að skattleggja enn frekar þá sem þegar greiða, heldur að skattleggja þá sem eru utan kerfis. Ekki skattleggja þá sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt sér rafbíl, heldur leggja skatt rafbíla til viðhalds og endurnýjun vegakerfisins. 

Skattlagning á ekinn kílómeter er svo sem ekki verri leið en hver önnur, utan þess að umsýslan af slíkri aðferð kallar á að efla ríkisbáknið. Það þarf að lesa af bílum og síðan að útbúa og innheimta þann skatt. Margir blýantsnagarar gætu þar fengið vinnu, báknið myndi bólgna. Frum forsenda þessarar leiðar er þó að þá verði sama skatti útrýmt úr eldsneytinu.

Að leggja skatt þegar ekið er yfir ákveðnar línur á vegakerfinu er aftur svo frámunalega vitlaust að ekki þarf að orðlengja það frekar.

Vandinn liggur þó ekki í hvernig við innheimtum skatt til viðhalds og endurnýjunar vegakerfisins, heldur hvernig stjórnmálamenn höndla með þá peninga. Þetta fer nafni þinn að sunnan vel yfir.

Við vitum að sá skattstofn sem er í eldsneyti, til þessara hluta, hefur um árabil verið nýttur til annarra hluta. Eftir hrun koma vinstri stjórn og henni tókst á sínu allt of langa valdaskeiði að stela þessum fjármunum til annarra hluta. Frá því hún féll hefur verið unnið að því að leiðrétta þessa vitleysu, þó allt of hægt.

Ef ríkissjóður skilaði þessu ránsfé til vegagerðarinnar, segjum á næstu tveim árum, væri komið nægt fé til þeirra framkvæmda sem mest liggur á, þ.e. útrýmingu einbreiðra brúa, útrýmingu malarvega, færslu vega af fjöllum á láglendi þar sem því verður við komið, byggingar mislægra gatnamóta á erfiðustu gatnamótum innan Reykjavíkur og breikkun stofnbrauta umhverfis borgina, í þeirri röð sem hér er upp talin.

Breikkun Hvalfjarðargangna getur hæglega beðið í nokkur ár, jafnvel áratugi. Sá flöskuháls sem þar var leystist farsællega þegar gjaldheimtu í göngunum hætti og streymir nú umferðin þar um ljúft og án nokkurra tafa. Umferðastíflan við göngin skapaðist eingöngu af því að þeir sem ekki voru með veglykil þurftu að stoppa við gjaldskýlið og stöðvuðu þannig umferð allra annarra. Þessu er sem betur fer lokið.

Það er annars merkilegt að boðberar þess að auka skattheimtu ríkissjóðs á bíleigendur, með tilheyrandi útþenslu ríkisbáknsins, skuli vera úr flokki sem hefur hingað til gefið sig út fyrir minni skatta og minna bákn!

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 20.12.2018 kl. 09:06

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Gunnar Heiðarsson, maður er að glata barnatrúnni smátt og smátt.

Halldór Jónsson, 20.12.2018 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 3418133

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband