Leita í fréttum mbl.is

"All will be well"

getur maður farið með upp fyrir sér þegar maður hugsar um dauðans óvissa tíma eins og séra Hallgrímur kvað um.

Það eru miklar framfarir í krabbameinslækningum í heiminum um þessar mundir. Ný lyf og lyfjatækni er í framþróun sem breytt geta miklu fyrir marga.

Bloggari hefur á eigin skinni reynt að krabbameinslækningar á Íslandi eru á pari við það besta sem gerist í heiminum og okkar fólk er þaulmenntað í meðferðinni við þennan sjúkdóm. Honum  er eiginlega óskiljanlegt hversu magnað allt starfsfólk sem að heilbrigðismálum kemur er að miskunn og mannkærleika sem alls staðar birtist hvar maður kemur. Allt auðvitað undirborgað og undirmetið finnst manni gjarnan þegar maður horfir á aðra kostnaðarliði í samfélaginu.En hvað er til ráða og hvernig á að leysa vandamálin veit maður ekki.

„Framtíðin í krabbameinslækningum er björt og ný rannsóknartæki og lyf munu halda áfram að koma fram sem mun skila sér í auðveldari og árangursríkari meðferðarmöguleikum fyrir sjúklinga,“ segir Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á Landspítalanum.

Hann segir umræðuna oft þannig að Ísland standi samanburðarlöndum að baki hvað varðar árangur og fjármögnun. „Það eru oft stök atvik sem ekki hafa gengið vel sem vekja neikvæða athygli en sem betur fer ganga hlutirnir langoftast mjög vel. Við erum líka oft á undan með vissa hluti. Það er til dæmis oft lengri bið í Skandinavíu eftir að hitta lækni.“

Þá nefnir hann sérstaklega lyfjamálin en töluvert sé spurt um aðgang að því sem hefur verið kallað nýju krabbameinslyfin og áhyggjum lýst yfir því að sjúklingar hér á landi hafi ekki aðgang að bestu mögulegu meðferð. Þessi nýju lyf má rekja til uppgötvana hinna nýbökuðu Nóbelsverðlaunahafa Japanans Tasuku Honjo og Bandaríkjamannsins James P. Allison á því hvernig hægt sé að virkja ónæmiskerfið til að ráðast gegn krabbameinsfrumum.

Þessar uppgötvanir áttu sér stað fyrir um 30 árum en lyfjatilraunir hófust fyrir um 10 árum á meðferð við sortuæxli. Síðan hefur komið í ljós að hægt er að nota þessi lyf við sífellt fleiri tegundum krabbameins. „Lyfjamálin voru erfið fyrir stuttu síðan en það hefur verið mikil sókn í þessum málum undanfarin tvö ár. Við erum að nota þessi nýju lyf og finnum merkjanlegan mun hjá þeim sjúklingum sem fá þau. Það eru samt alltaf einhverjir sjúklingar þar sem nýju lyfin eiga ekki við.“ Það verði áhugavert að sjá raunverulegan árangur nýju lyfjanna þegar meiri reynsla verði komin á notkun þeirra. Bjartsýni ríki um að það verði augsýnilegur munur á árangri. Örvar segist finna að það gangi til dæmis heilt yfir mun betur að fást við lungnakrabbamein. „Það eru miklu fleiri sjúklingar sem eru með betri lífsgæði og lengra líf.“

Þó svo að Ísland verði aldrei fyrst til að byrja að nota ný lyf stöndum við jafnfætis flestum Evrópuþjóðum. „Raunveruleikinn er líka þannig að þegar við höfum þurft að fá ákveðin lyf þá höfum við í langflestum tilfellum fengið það.“ Þá sé reynt að nýta fjármuni sem best með því að velja ódýrari samheitalyf þar sem það sé mögulegt. „Við viljum meina að við stöndum mjög framarlega þegar kemur að stöðu krabbameinslækninga. Við erum á mjög góðum stað með tilliti til árangurs og erum að fá mikið fyrir það sem er lagt í kerfið.“ 

það er hinsvegar eitt nýlegt lyf Nivolumab eða Opdivo komið hingað.  Líklegt er að Hildur noti þetta lyf í sínu starfi. Þetta lyf brýtur blekkingarvarnarmúr krabbafrumanna þannig að T-frumurnar sjá þær í réttu ljósi og ráðast á þær og reyna að drepa þær eða drepa þær alveg eða þannig er þessi mekanismi án þess að ég hafi hundsvit á neinu.

Makalaust hvað vísindamenn vita mikið um svona örsmáa hluti? Alla vega eru raddir farnar að heyrast að miklar framfarir í lækningum geti verið framundan.Þeir eru jafnvel farnir að tala um að krabbinn geti orðið sigraður sem nú drepur meira en hálfa milljón manns á ári í USA.

Lífslíkur fólks í sömu stöðu og ég hafa aukist mikið við þetta lyf Opdivo eða Nivolumab og dánartíðni  fallið talsvert.Car-T aðferðin er einnig í milli þróun og tíðinda að vænta.

Þetta getur hugsanlega breytt miklu fyrir mig og fólk í sömu stöðu. En sem sagt veit ég ekki neitt um þetta né hvað minn læknir hann Örvar  hyggst fyrir. En óneitanlega hressist maður við slík tíðindi. Kannski kemst maður bara yfir þetta til að drepast úr einhverju allt öðru enda kominn á níræðisaldurinn?

Mér líður hinsvegar núna prýðilega og finn ekkert fyrir neinum óþægindum og hef fulla lyst á whisky, bjór og mat. En Örvar er mig á Erbitux og Placitaxol sem halda þessu niðri svo undrum sætir segir Hannes Þröstur.

En nú minnist ég oftar orða Winstons Churchills og skil þau eilítið öðruvísi en ég gerði á fyrri tíð:

"For the rest live dangerously, take life as it comes, one day at a time.

Dread nought!

All will be well"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta reddast.

Gleðileg jól Halldór og skál fyrir nýju ári.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.12.2018 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418162

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband