Leita í fréttum mbl.is

Lýðræði

er hugtak sem flestir vita hvað þýðir. En margt í daglega lífinu kennir sig við lýðræði en fer ekki þannig fram.

Því er haldið fram af demókrötum og dásamlega fólkinu að Trump sé ranglega kosinn Forseti og að Bretar vilji vera áfram í ESB nema fyrir þá sök að kosningafyrirkomulagið sjálft hafi verið með þeim hætti að útkoman sé þessi.

Í leiðara Fréttablaðsins í dag er farið  yfir þessi mál þegar lýðræðið virðist ekki virka vegna áhugaleysis þeirra sem ábyrgðina bera .

"Þegar talið var upp úr kjörkössunum í Brexit-kosningunum frægu í Bretlandi kom á daginn að ungt fólk hafði mætt illa á kjörstað. Unga fólkið, sem að miklum meirihluta var fylgjandi áframhaldandi veru í Evrópusambandinu, lét slæmt veður á kjördag aftra sér frá því að kjósa. Eldra fólkið var hins vegar harðara af sér, óð pollana á meðan hinir yngri drógu sængina upp fyrir haus.

Öllum er niðurstaðan kunn, og vafasamt að þeir yngri geti kvartað undan niðurstöðunni. Þau nýttu einfaldlega ekki atkvæðisréttinn. Hinir eldri ákváðu því framtíð þeirra sem yngri eru.

Sumarið 2017 var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður VR með ríflega 63% greiddra atkvæða. Af ríflega 33 þúsund félagsmönnum í VR mættu 5.706 og greiddu atkvæði. Ragnar var því kjörinn með atkvæðum um 10% félagsmanna. Áhugaleysið var því umfram annað þess valdandi að Ragnar náði völdum í félaginu.

Í ljósi þess hve tæp niðurstaðan i Brexit-kosningunni var hafa menn velt fyrir sér hversu sterkt umboð Theresu May forsætisráðherra sé í raun. Þýðir 52% atkvæða með Brexit að ganga eigi úr sambandinu hvað sem það kostar og án samnings um framhaldið?

Varla.

Umboð May hlýtur að vera að ná samningi um útgöngu án þess að brenna allar brýr að baki sér.

Sama hlýtur að gilda um formann VR. Maður sem einungis er með atkvæði 10% félagsmanna að baki sér hefur varla umboð til að rífa tréð upp með rótum.

Það hefur Ragnar þó heldur betur gert með síendurteknum yfirlýsingum og gífuryrðum. Hann hefur hótað því að beita sér gegnum fjárfestingar lífeyrissjóða VR. Nú síðast jafnaði hann tiltölulega varkárum ummælum fjármálaráðherra um að skattalækkanir ofan í kjarasamninga sem farið hefðu úr böndunum væru óskynsamlegar, við „stríðsyfirlýsingu“.

Erfitt er að halda því fram að hátterni formanns VR sé lunganum af félagsmönnum hans til hagsbóta. Meðallaunahækkanir félagsmanna VR námu 6,1% á árunum 2017 til 2018. Laun stjórnenda hækkuðu hlutfallslega minnst. Meðallaun félagsmanna eru hátt í 700 þúsund krónur á mánuði. Í launasamanburði við félagsmenn í Eflingu virðast þessi félög eiga litla samleið.

Félagar í VR hafa það því ágætt samkvæmt flestum mælikvörðum. Helsta ógnin við lífskjör þeirra í augnablikinu er sennilega sú að verðbólgudraugurinn rakni úr rotinu og krónan haldi áfram að veikjast. Orð og athafnir formannsins hafa aukið verulega líkurnar á hvoru tveggja.

Þegar öllu er á botninn hvolft geta félagsmenn VR sennilega sjálfum sér um kennt. Þeir mættu ekki á kjörstað, og áhugaleysi þeirra varð til þess að öfgamaður náði stjórn á félaginu.

Öfgamaðurinn sá túlkar nú hagsmuni félagsmanna með sínu nefi. Gallinn er bara sá að flest bendir til að lyktarskynið sé verulega brenglað. "

Svipað ferli var þegar Sólveig Anna náði Eflingu á sitt vald og hin nýja Sósíalistaflokks Gunnars Smára Egilssonar. Svipaður minnihluti réði kjöri Sólveigar og valdatöku.  Sé Ragnar Þór öfgamaður þá má spyrja sig hvað Sólveig Anna sé? 

Sé hugsað til þess að formaður VR stefnir sínum 33.000 félagsmönum einbeitt í átt til verkfalla sem hafa áhrif á allt þjóðfélagið þá spyr maður sig hvernig leikreglur þurfi að vera í lýðræðissamfélögum? Er forvaranlegt að láta fólk komast upp með það að greiða ekki atkvæði og sitja uppi með hlægilegar minnihlutaákvarðanir?

Verkföll á Íslandi hafa hingað til að mestu verið skrípaleikur. Leiksýningar í stuttum þáttum sem lýkur með happy-ending.Mönnum er sagt að stinga sér til sunds þó þeir sjái ekki til lands. Um að gera að hætta verkfallinu sem menn séu orðnir leiðir á og treysta á að gengisfall krónunnar verði látið redda vitleysunni sem öllum er ljós við undirritun óframkvæmanlegra samninga. Öfgamennirnir hrósa sigri og eru aldrei dregnir til ábyrgðar eins og það er kallað núna þó að  neitt slíkt hafi aldrei tíðast í voru landi til þessa.

 

Bréfritari hefur oft velt fyrir sér kosti þess að kjósendur fái greitt fyrir að mæta á kjörstað í gegn um skattkerfið og jafnvel fái refsingu fyrir að mæta ekki.

Kjör í stéttarfélagi sem hefur svo gríðarleg völd og áhrif á samfélagið að völd Alþingis  verða að hreinu úrvinnsluatriði í samanburði hafa ekki síður hrikaleg áhrif á allt okkar líf sem utan stöndum.Úrslitaáhrif á verðmæti krónunnar sem hrynur oftar en ekki að verðgildi eftir að öfgamenn hafa komið fram sínum hugmyndum að "kjarabótum"þeirra sem minnst mega sín og alls sem því fylgir og allir þekkja nema unglingarnir.

Hefur þjóðin ráð á að 33.000 manna félögum með efnahagsleg úrslitavöld fyrir alla sé ráðið af tíund þeirra? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3418193

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband