Leita í fréttum mbl.is

Er vinnan aðeins áþján?

skilst manni helst á ummælum innlendra og erlendra sérfræðinga í sjónvarpinu. Sér í lagi talsmönnum verkalýðsfélaganna. Þar virðist ekki þekkjast vinnugleði eða tilgangur með vinnunni  annar en að draga fram misömurlegt lífið.

Sjálfsagt er það áþján að standa við færiband hlekkjaður eins og galeiðuþræll. Það er annað að vinna við skapandi starf þar sem það er tilhlökkun að mæta að morgni. Það er munur að vera smiður og negla klæðningu fyrir meistara eða vera sjálfur meistari að byggja eitthvað fyrir eigin reikning. Hjá þeim endist ekki dagurinn.

Það er mikið öðruvísi að vera Bill Gates eða Warren Buffet og fara á fætur að morgni en að vera illa borgaður skólakennari sem mætir jafnvel bara fjandskap og vanþakklæti á vinnustaðnum. Að vera grásleppukall er áreiðanlega meira í ætt við þá fyrrnefndu og jafn spennandi en margt annað,  Lengd vinnuvikunnar skiptir suma meira máli en aðra þannig að það er erfitt að alhæfa.

Ég man að ég ræddi við föður minn heitinn eitt sinn þegar ég var ungur seppi. Ég sagðist ekki hlakka mikið til að verða galeiðuþræll á einhverjum verkfræðikontór til að vinna fyrir lifibrauði.  Hann sagði með áherslu: Vinnan er aðalgleði lífsins! Sjálfur var hann sjálfstæður atvinnurekandi sem verslunarmaður og verkfræðingur þegar þetta var.

Síðar fékk hann leið á verslunarstörfum og vanskilafólki. Þá  var hann sælastur með hestunum sínum eða jafnvel við teikniborðið sitt. Hann var afskaplega samviskusamur maður sem þoldi illa ómerkilegheit. Hann var mjög vinnusamur sem kunni þó að gleðjast.

Það er grundvallarmunur á því að vera galeiðuþræll og strita sinn tíma nauðugur við árina eða ganga "i Trædemöllen" eins og hann Halldór afi minn kallaði það sem opinber starfsmaður.

Jónas Haralz sagði eitt sinn í ræðu að opinberir starfsmenn yrðu ávalt óánægðir með sin kjör svo lengi sem þeir væru opinberir starfsmenn. Ég hef oft minnst þessara orða hans Jónasar. Sjálfur var ég lengi þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna þannig að dagarnir voru ekki nógu langir en kynntist hinu líka þar sem maður beið eftir að klukkan silaðist á hættutímann.

Svo það er grundvallar munur á örlögum manna og margir verða aldrei sælir. Aðrir stróka sig upp og valda okkur hinum  öfund yfir því að vera ekki þeirra jafnokar.  

Þess vegna öfunda ég ekki það fólk sem nú situr yfir gerð kjarasamninga. Ég held að ég gæti ekki unnið þau störf, svo vandasöm hljóta þau að vera. Ég sendi þessu fólki mínar bestu óskir í þeirra erfiða starfi.

Megi vinnan verða sem flestum gleði en ekki skilgreind áþján verkalýðsfokólfanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418162

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband