Leita í fréttum mbl.is

Getum við neitað sæstreng?

ef til dæmis Georg Soros vill leggja hann á sinn kostnað til Íslands eftir að við erum komnir á orkumarkað ESB eftir samþykkt 3. Orkupakkans?

Getum við yfirleitt neitað sæstreng ef einhver vill leggja hann til Íslands?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Efast um að þú getir eitthvað neitað sæstreng núna heldur sko.

En hvaðan kom hugmyndin um að George Soros myndi vilja leggja slíkan streng? Hefur hann verið í þannig fjárfestingum? Eða er það bara til að fá viðbrögð, af því að hann er svo vondur kall og svona?

Þorsteinn Siglaugsson, 30.1.2019 kl. 12:50

2 identicon

Kjarni málsins Halldór,

pistillinn fjallar algjörlega um kjarna málsins og svarið er:

Nei, það getum við ekki.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.1.2019 kl. 12:52

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

NEI! Svo mikið hef ég lesið blog Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings og greinar Tómasar Inga Olrich í Morgunblaðinu um orkupakka 3.--Það þarf að hefjast handa strax í kröftugum mótmælum áður en við erum orðin ráðlaus þjóð um okkar framtíð. Vonandi upplýsa þeir okkur um allt í þessu máli,það þarf  að vera stöðugt í umræðu,að öðrum kosti lognast það niður 

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2019 kl. 12:57

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Þorsteinn, Georg Soros er bara aðili sem gæti fjármagnað svona dæmi, þeir eru ekki svo margir sem geta svoleiðis.

Halldór Jónsson, 30.1.2019 kl. 13:24

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sammála Símoni og Helgu algerlega. ESB er búið að sýna og sanna með yfirgangi sínum að þeim er ekki treystandi, hvort heldur Soros eða bara ESB vilji leggja sæstreng til okkar þá erum við í vondum málum ef við erum búin að samþykkja orkupakkann. Vera okkar í EES er orðin varasöm fyrir okkur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.1.2019 kl. 13:28

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þeir eru á fullu í að selja okkur kjarnorku, olíu rafmagn, og erlendum aðilum íslensku vatns orkuna.

Það skiptir þá engu hvort við erum tengdir, þeir láta sem við séum tengdir.

Munum að hirðmenn konungs gera það sem konungur segir. Þá fá þeir hlunnindin áfram þótt þeir falli af þingi.

Þá tryggja menn áfrmhaldandi greiðslur, þó að fólkið hendi þeim út af þingi. 

Egilsstaðir, 30.01.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 30.1.2019 kl. 14:52

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hún er að verða svolítið þreytandi þessi bullumræða um þennan orkupakka. Það er ekkert í dag sem hindrar að héðan verði lagður sæstrengur. Það er ekkert í þessum orkupakka sem skyldar Íslendinga til að leggja sæstreng. George Soros fjárfestir ekki í lagningu sæstrengja. ESB fjárfestir ekki í lagningu sætrengja.

Ég verð að viðurkenna að ég skil einfaldlega alls ekki hvað mönnum gengur til með þessum sífelldu rangfærslum og lygum. Hvað í ósköpunum er það eiginlega?

Annars vil ég bara gera orð Björns Bjarnasonar að mínum:

"Hér á landi bera deilur um þriðja orkupakka ESB merki þess að þeir sem leggjast gegn lögfestingu hans hirði ekkert um það sem áður hefur verið gert eða staðreyndir almennt. Einn þessara manna kallaði mig „kvikindi“ á vefsíðu í gær (29. janúar) í tilefni af pistlinum sem hér birtist þá. Orðbragðið hæfir ómerkilegum málstaðnum.

Í dag (30. janúar) birtist grein í Morgunblaðinu eftir Jónas Elíasson, fyrrv. prófessor, sem reist er á þeirri skoðun að þriðji orkupakkinn sé í raun forsenda þess að lagður sé raf-sæstrengur milli Íslands og ESB-landa. Skyldi Jónas ekki hafa lesið neitt sem sagt hefur í íslenskum skýrslum um slíkan sæstreng til þessa? Hvar er þess getið að þriðja orkupakkann þurfi til að slík áform nái fram að ganga? Pakkinn skyldar heldur engan til að leggja slíkan streng eða til að taka á móti honum.

Í um það bil ár hefur rangfærslunum verið haldið að Íslendingum um þriðja orkupakkann, ekki er unnt að jafna þeim við annað en skipulegar upplýsingafalsanir. Allt er þetta gert til að hræða alþingismenn frá því að innleiða í íslenska löggjöf texta sem þeir hafa áður samþykkt að rúmist innan íslensku stjórnarskrárinnar."

Þorsteinn Siglaugsson, 30.1.2019 kl. 15:12

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Menn deilir á um hvort við höldum sjálfræði yfir orkunýtingu okkar. Það ætti að nægja þingmönnum til að fella tilskipunina.

Meðan minnsti vafi er um málið, á einfaldlega að sleppa því. Ef öllum sérfræðingum tekst, einhvern tímann á framtíðinni, að vera sammála um að orkustefna ESB verði okkur til hagsbóta, má skoða dæmið og leggja það í hendur kjósenda.

Í dag eru rökin á móti tilskipuninni mun sterkari en með henni. Í raun stendur einungis eitt eftir og það eru einhverjar refsingar fá ESB. Samkvæmt EES samningnum geta slíkar refsingar einungis orðið á því sviði sem við höfnum, þ.e. að fyrsta og önnur orkutilskipun ESB verði felld úr gildi. Afleiðingin hér yrði í raun einungis sú að orkufyrirtæki okkar gætu ekki lengur selt kolefniskvóta úr landi. Við fengjum þá aftur hreina orku til eigin nota.

Allt annað sem hér hefur verið breytt vegna fyrstu og annarra tilskipunar um orkumál, verður í okkar höndum, hvort viðhöldum áfram því skipulagi eða hvort við förum til baka.

Þar má helst nefna skiptingu orkufyrirtækja í framleiðslu, dreifingu og sölu, með tilheyrandi aukakostnaði. Einnig má nefna að við getum tekið upp aftur þá orkustefnu sem samin var viðstofnun Landsvirkjunar, árið 1965, þar sem skýrt var kveðið á um varnir fyrir heimili landsins, orkustefnu sem ekki samrýmdist fyrsta orkupakka ESB og var því aflögð á Alþingi.

Gunnar Heiðarsson, 30.1.2019 kl. 15:28

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef ekkert hindrar lengur lagningu sæstrengs, Þorsteinn, er enn frekari ástæða til að  fella tilskipunina, í trausti þess að hinar tvær tilskipanirnar falli. Dugi það ekki til að hafa vald yfir sæstrengslagningu,er einungis eitt eftir, uppsögn EES samningsins!

Gunnar Heiðarsson, 30.1.2019 kl. 15:32

10 identicon

Hvað knýr svo á að samþykkja enn einn lagapakkann frá ESB?  Við erum ekki tengd orkuneti ESB landa.  Því er það augljóst að þeir sem vilja samþykkja lagapakkann vilja að íslenskar orkuauðlindir verði blóðmjólkaðar inn á orkunet ESB.  Ekkert annað knýr þá áfram til þess illa gjörnings en gripdeildin og græðgin.  Að falbjóða Brusselvaldinu íslenskar orkuauðlindir.  Þar hefur Jón Valur réttilega bent á tengdason Björns Bjarnasonar sem skýringu á hvað knýr Björn Bjarnason áfram.  Og það eitt knýr forystu og þingdruslurnar áfram.  Já áfram var slagorð ESB sinna Samfylkingarinnar, nú er það orðið hinir blautu draumar nær allra þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins.  Þvílík skömm!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.1.2019 kl. 15:51

11 identicon

Hér eiga vel við orð Lao Tse í Bókinni um veginn:

Eftir því sem lög og reglugerðir verða fleir

þeim mun meira verður um þjófa og ræningja.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2019 kl. 16:00

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góð tilvitnun Pétur,en hún er ekki síðri hjá Jónasi Gunnlaugssyni;
    "Munum að hirðmenn konungs gera það sem konungur segir,Þá fá þeir hlunnindin áfram þótt þeir falli af þingi"...

Þorsteinn þetta eru engar rangfærslur og lygar.Ice-Link er á lista hjá Acer. Mikið af upplýsingum fáum við frá NOregi.ef Orku p-3 yrði að veruleika,myndi ESB stofna embætti Landsreglara sem væri yfir maður allra orku og á fjárlögum Íslands, en lyti skipunum Acer. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2019 kl. 23:46

13 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Við getum það í dag Halldór.

Sindri Karl Sigurðsson, 31.1.2019 kl. 00:02

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Þorsteinn, segðu verkfræðingunum Bjarna Jónssyni og Elíasi B. Elíassyni, að þeir séu að bulla og með lygar og rangfærslur, og ég sný því upp á þig sjálfan og segi þig ekki geta sannað þitt mál -- og það gerirðu sízt með því að vísa í illa og ó-rökstuddar fullyrðingar Björns Bjarnasonar, sem hefur vondan málstað að verja í þessu máli.

Jón Valur Jensson, 31.1.2019 kl. 00:06

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ójá Jón Valur,fullyrðingar B.B.er ekki meira virði en pappírslöggurnar hans, sem áttu að virka líkt og fuglahræður.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2019 kl. 04:43

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það skiptir ekki máli hvaða titlum menn skreyta sig. Það hefur engin sýnt fram á að með þessum þriðja orkupakka breytist eitthvað varðandi möguleika á sæstreng. Enda er snýst allur málflutningurinn ekki um hvað stendur í samningnum, heldur einhverjar samsærislegar ályktanir sem menn draga af því sem ekki stendur í honum, og hugsunin einkar órökvís og moðkennd að baki þessum skrifum öllum. Svo hleypur alls kyns lið fram og tekur undir, en veit ekki betur hvað það er að taka undir en svo, að það kemst aldrei lengra en telja upp nöfnin á greinahöfundunum og titlana sem þeir skreyta sig með.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2019 kl. 09:36

17 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það eitt, að Þorsteinn Siglaugsson sé meðmæltur þriðja orkupakkanum, staðfestir mína trú á að hér sé eitrað peð á borðinu.

Annars er Gunnar Heiðarsson alveg með þetta.  Ef minnsti vafi er á að þetta sé eitthvað sem getur skaðað íslenska hagsmuni, þá látum við það eiga sig. Látum Ísland njóta vafans.

Bara eitt enn.  Það átti ekki að vera neitt vandamál að yfirgefa ESB, samkvæmt samkvæmt áliti ESB-stóðsins, það sjá allir hve langt frá raunveruleikanum sú klisja fellur.  BREXIT er hinn dapri vitnisburður um það.

Benedikt V. Warén, 31.1.2019 kl. 09:59

18 identicon

Af hverju vilt þú Þorsteinn samþykkja lagabálk sem engin þörf er fyrir okkur að samþykkja?

Mér er það ómögulegt að skilja að frjálshyggjumaður, sem þú segist vera, viljir enn einn lagabálkinn.  Eða er það v.þ.a. þú segist vera frjálslyndur frjálshyggjumaður?  Er það ekki það sama og að vera opinn í báða enda, svo sem Kári Stefánsson lýsti borgarstjóra nýlega, að út um annað kæmi ropið en út um hitt prumpið?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.1.2019 kl. 09:59

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég veit ekki betur en að við þurfum að samþykkja þetta vegna þess að það er hluti EES samningsins. Málið snýst um það hverju þetta breytir. Ekkert í málflutningi þeirra sem lýsa þeim hörmungum sem yfir okkur eigi að dynja vegna þessa orkupakka snýst um efnisleg og gild rök. Líttu t.d. bara á nýjustu athugasemd Benedikts V. Warén varðandi þetta mál. Svona eru röksemdirnar allar meira og minna. Rugl og bull.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2019 kl. 10:05

20 identicon

Þorsteinn, mér virðist Gunnar Heiðarsson vera með algjörlega skotheldar röksemdafærslur.  Enga meinbugi finn ég á þeim.  Það er hins vegar ákveðin nauðhyggja hjá þér að segja alltaf það sama í málsvörn þinni, af því bara, rugl og bull.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.1.2019 kl. 10:20

21 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þorsteinn veit ekki betur en að við þurfum að samþykkja þetta vegna þess að að það er hluti EES samnings. 

Ef við þurfumsamþykkja eitthvað, er það ekki samningu heldur tilskipun.  Hvaða rugl er þá að halda fram að kjósa eigi um það?

Það er heldur aldrei sterkt í rökræðum að vita ekki betur og/eða halda eitthvað.

Það kom berlega í ljós í skýrslu Þorsteins um Kárahnjúkavirkjun, álit sem hann hélt fram og stóðst ekki.

Benedikt V. Warén, 31.1.2019 kl. 10:20

22 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hafi maður gert samning, og sé það hluti þeirra skuldbindinga sem í samningnum felast, að samþykkja viðbætur við hann, þá er þarf maður vitanlega að gera það ætli maður að standa við samninginn. Þetta vita allir sem vilja vita það varðandi EES samninginn, að það er svona sem hann virkar.

En segðu mér nú, ef þú getur það (sem ég held reyndar að þú getir alls ekki), hvað er það í þessum samningi sem breytir einhverju gagnvart mögulegri lagningu sæstrengs? Tiltaktu þá blaðsíðutöl og efnisgreinar. Ef þú getur þetta ekki verð ég að draga þá ályktun að þú vitir ekkert hvað þú ert að tala um, neitt frekar en hinir bullukollarnir allir saman.

Hvað Kárahnjúkavirkjun kemur þessu máli við veit ég ekki. En hitt er ljóst, fyrst á það er minnst, og hefur komið fram í síðari úttektum, að sú niðurstaða mín að sú framkvæmd stæði ekki undir tækifæriskostnaði fjármagns stenst fullkomlega.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2019 kl. 10:41

23 Smámynd: Halldór Jónsson

Í kynningu Þorsteins Siglaugssonar á sjálfum sér stendur:

"Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og frjálslyndur frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað"

Finnst mönnum hann fra eftir þessu sjálfur hér í athugasemdunum?

(agningu sæstrengs? Tiltaktu þá blaðsíðutöl og efnisgreinar. Ef þú getur þetta ekki verð ég að draga þá ályktun að þú vitir ekkert hvað þú ert að tala um, neitt frekar en hinir bullukollarnir allir saman.

Halldór Jónsson, 31.1.2019 kl. 11:13

24 Smámynd: Halldór Jónsson

Enginn hefur enn komið með hvaða kostir fylgja því  að samþykkja ACER sem yfirvald eftir 3. orkupakkasamþykkt? 

Hinsvegar er nokkuð ljóst að við verðum á samkeppnismarkaði orku eftir amþykktina. Hvaða líkur eru á að þá lækki orkuverð á Íslandi ef einhver leggur hingað sæstreng sem við getum ekki neitað?

Halldór Jónsson, 31.1.2019 kl. 11:16

25 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Við erum þegar á samkeppnismarkaði og við getum ekki neitað lagningu sæstrengs. Spurningin er í rauninni ekki um hvaða kostir fylgja þessum orkupakka heldur er hún sú hvaða gallar fylgja honum. Og það virðist einfaldlega ganga ákaflega erfiðlega að gera grein fyrir því þannig að það sé skýrt og vel rökstutt og sýni fram á hvað breytist.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2019 kl. 11:22

26 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já,  Halldór Jónsson, auðvita getum við neitað að taka við endanum á þessum sníkju kapli ef við erum sammála. Útsala á hráefni er ekki mikil snilld. 

Vandinn er bara sá að við sem þjóð höfum aldrei lært að standa samann og skilja gildi tímans og breytinga sem honum fylgja. Þörfin fyrir orku eygst hraðar er mannfjölgunin og afkomendur okkar þurfa á orku að halda. 

 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 31.1.2019 kl. 12:13

27 identicon

Jú, Þorsteinn, auðvitað er meginspurningin sú hvaða kostir fylgja þessum þriðja orkupakka fyrir land og þjóð.  Þú hefur enn enga kosti nefnt, og ég lái þér það ekki, því þú sérð þá enga fremur en við.  Rök þín eru þrástags af því bara. Hvers vegna í ósköpunum ættum við að samþykkja þennan orkupakka sem enginn, ekki einu sinni af því bara mennirnir Björn Bjarnason og Þorsteinn Siglaugsson, hafa fundið neinn kost við? 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.1.2019 kl. 12:59

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þrasið í þér, Þorsteinn! Ertu á launum við þetta eins og fleiri? Og við þurfum EKKI að samþykkja þetta vegna þess að það sé hluti EES samningsins, enda er ekkert minnzt á orkupakka þar. 

Jón Valur Jensson, 31.1.2019 kl. 13:21

29 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er reglugerð sem fylgir EES eins og þú veist vel Jón Valur. Auðvitað eru ekki allar reglugerðir framtíðarinnar tilteknar í upphaflega samningnum. Það segir sig nú alveg sjálft. En hluti samningsins er að reglugerðirnar verði teknar upp.

Ég myndi í þínum sporum setjast niður og lesa EES samninginn. Svo myndi ég lesa þessa orkupakkareglugerð. Reyna að kynna þér þetta sjálfur í stað þess að endurtaka bara einhverjar óljósar staðhæfingar um hvað einhverjir aðrir menn hafa sagt, sem byggja síðan allan sinn málflutning á einhverjum ímyndunum og samsæriskenningum.

Svo nenni ég ekki að standa í þessari umræðu meir því mér sýnist þetta vera eins og að hlaupa yfir mýri með því að stíga á bullukolla. Þegar einn bullukollurinn er kominn á kaf skýst bara sá næsti upp með nákvæmlega sama bullið.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2019 kl. 14:24

30 identicon

Hverjir eru kostirnir

við þriðja orkupakkann Þorsteinn? 

Enn hafið þið Björn Bjarnason

ekki getað nefnt þá? 

Hvað veldur því?

Enn ekkert svar frá ykkur, nema

af því bara, og verðið svo æstir

og óp ykkar út í tóm bergmálsherbergis ykkar,

bullukollar, bullukollar, bylur í eyrum ykkar.

Hvar eru þið Björn eiginlega staddir Þorsteinn?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.1.2019 kl. 14:53

31 identicon

Sælir

Hvað sem öðru líður, Þorsteinn, þá get ég nú ekki séð annað en að Ísland þurfi að gefa öll tilskilin leyfi til lagningar sæstrengs, burtséð frá samningi um EES. Að öðru leyti er nú umræðan á stað þar sem ég vil ekki blanda mér í "umræðurnar".

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 31.1.2019 kl. 15:08

32 identicon

Umræðan er nákvæmlega á þeim stað Einar, sem hún á að vera, og er.

Enn hafa þeir félagar Björn Bjarnason og Þorsteinn Siglaugsson engu svarað um kostina fyrir land og þjóð að innleiða þriðja orkupakka ESB.

Gunnar Heiðarsson hefur hér í tveimur athugasemdum að ofan reifað afar málefnalega um hvað málið snýst og m.a. hvað varðar sjálfræði okkar yfir eigin orkuauðlindum. 

Erum við ekki sammála Einar um að það sé happadrýgst fyrir sjálfstæði og fullveldi lands og þjóðar að við höldum fullu sjálfræði yfir eigin orkuauðlindum lands okkar?  Að það sé engum vafa undirorpið, enda þótt Björn Bjarnason og Þorsteinn Siglaugsson vilji tefla þar á tvísýnasta vaðið?

Vitaskuld er þetta prinsippmál, viljum við ganga Brusselvaldinu enn frekar á hönd, eða ekki?

Í mínum huga er mál að linni þjónkun örfárra hirðmanna Brusselvaldsins hér á landi, og sér í lagi þar sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill ekki að við innlimumst í ESB alríkið.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.1.2019 kl. 17:39

33 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þorsteinn byggir sína röksemdarfærslu á því að okkur beri að samþykkja tilskipanir ESB, að vegna þess að við samþykktum EES samninginn, þá sé okkur skylt að samþykkja viðbætur við hann.

Kannski Þorsteinn geti upplýst okkur fávitana hvers vegna allar tilskipanir þurfa að fá afgreiðslu Alþingis, af hverju þær taki bara ekki gildi strax og ESB hefur sent þær út. Hann gæti einnig upplýst okkur um hvers vegna Noregur er enn aðili að þessum samning, eftir að hafa hafnað tilskipun ESB um póstsamgöngur.

Þetta eru ódýr rök hjá Þorsteini, sem vart eru svara verð. Ekki ætla ég þó að nota hin rökin hans, þó þau geti allt eins hitt hann sjálfan, rétt eins og bjúgverpill, rökin "bull og vitleysa".

Gunnar Heiðarsson, 31.1.2019 kl. 20:45

34 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ef að Þorstein Sigurlaugsson kann ekki að segja nei í þessu máli, þá get ég alveg sagt það fyrir hann, þetta er ekki flóknara en það 

Hrólfur Þ Hraundal, 31.1.2019 kl. 22:59

35 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvað er það sem gerir Þorsteini Sigurlaugssyni það svona heilagt að við samþykkjum þennan svonefnda þriðja orku pakka? 

Ég veit ekki betur en að við eigum næga orku handa okkur og jafnvel fyrir komandi kynslóðir ef við seljum hana ekki úr landi ónotaða.  

Hrólfur Þ Hraundal, 31.1.2019 kl. 23:20

36 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Greinilega góð spretta á bullukollaakrinum í kvöld.

Af hverju standið þið ekki upp úr sandkassanum og farið heim og lesið EES samninginn áður en þið haldið áfram að bulla?

Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2019 kl. 23:28

37 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er nú orðið alllangt síðan ég var að róta í sandkössunum á Njálsgötu róluvellinum og ekki held ég að það hafi gert skaða, en þú Þorsteinn virðist hafa orðið fyrir tjóni, en hvar? það bara veit ég ekki, enda skiptir það ekki máli heldur hitt hvernig bæta má tjónið.

Hrólfur Þ Hraundal, 1.2.2019 kl. 00:07

38 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jæja Þorsteinn,athugasemdirnar komnar upp í 37 og þú hvetur liðsmenn Íslands til að lesa EES samninginn einu sinni enn,án þess að svara spurningum tveggja herramanna nr,33-34-35.   

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2019 kl. 00:26

39 identicon

Eins og allir vita sem góða bloggpistla Halldórs vita, þá hélt Björn Bjarnason úti vefritinu Evrópuvaktin ásamt Styrmi Gunnarssyni.  Það var árin sem Jóhanna, Össur og Steingrímur J. nauðguðu í gegn umsókn um aðild Íslands að ESB.  Við vorum mörg sem vissum að beinlínis var hafin aðlögun okkar að ESB.  Þau hjúin héldu því reyndar fram að ekki væri um aðlögunarferli að ræða heldur væru þau bara að kíkja í pakkann.  Þetta munum við öll. 

Evrópuvaktin var andófsrit gegn því að við kíktum í pakkann, en nú bregður svo við að Björn Bjarnason er orðinn helsti talsmaður ESB aðlögunar og þess að kíkja í pakkann.  Ekkert getur útskýrt þessi sinnaskipti Björns, nema hann hafi beinan, eða óbeinan, hagnað af þeim.  Annað gæti þó útskýrt þetta, og það er að Björn sé maður sem kemur ekki hreint fram, vegna þess að hann hafi ætíð óhreint mjöl í pokahorninu.  Það að Gulli litli hafi skipað hann stjórnarformann nefndar um EES samninginn og nefnd Björns fengið áætlaðar 25 milljónir til starfans, sýnir best að þegar menn taka þeim sinnaskiptum sem Björn hefur gert, þá hyglar forysta flokksins, Bjarni, Þórdís, Áslaug og Gulli, þannig manni, manni sem nú er orðinn helsti talsmaður allra pakkanna frá ESB.

Það er augljóst að forysta flokksins er nú sem Jóhanna, Össur og Steingrímur J. voru, og eru.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.2.2019 kl. 11:06

40 identicon

Hér á pistill Styrmis Gunnarssonar vel við:

Gælur þingmanna og ráðherra við orkupakka 3 eru hættulegar sjálfstæði Íslands

Föstudagur, 1. febrúar 2019

Það verður augljósara með hverjum deginum, sem líður, að það er ákveðin lífshætta fólgin í því fyrir sjálfstæðar þjóðir að tengjast ESB, hvort sem er með aðild eða öðrum hætti.

Bretland er skýrasta dæmið um þetta. Það fer ekki á milli mála, að Evrópusambandið hefur unnið að því að gera útgöngu eins erfiða fyrir Breta og kostur er. Í því sambandi hefur embættismannakerfið í Brusselspilað á klofning innan Bretlands og svo í einstökum stjórnmálaflokkum, eins og Íhaldsflokknum. Það hlýtur að vera orðið álitamál, hvort hann lifir þetta af.

Það er lítið talað um reynslu Eystrasaltsríkjanna af aðild en augljóst að þau sóttu um aðild öryggis síns vegna. Nágranninn stóri lætur þau ekki í friði. En þegar talað er við almenna borgara frá þessum ríkjum kemur í ljós að þeir upplifa aðild ríkjanna að ESB á þann hátt, að hún sé að fara mjög illa með þessi ríki.

Íslendingar, sem koma til Grikklands eru á einu máli um að þar sé ástandið hrikalegt og að meðferð stóru ríkjanna í Evrópu á Grikkjummegi einna helzt líkja við meðferð evrópsku nýlenduveldanna á sínum tíma á nýlendum þeirra í öðrum heimshlutum.

Fyrrum leppríki Sovétríkjanna í Austur-Evrópu, sem nú eru aðilar að ESB eru í víðtækri uppreisn gegn Brussel.

Þeir þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna, sem nú gæla viðað samþykkja orkupakka 3 ættu að hugsa sitt mál vandlega. Þeireru með þeim gælum að stofna sjálfstæði Íslands í hættu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.2.2019 kl. 12:28

41 Smámynd: Halldór Jónsson

Þorsteinn Siglaugsson

Vildirðu vera svo vænn að prenta út fyrir okkur þau ákvæði EES samningsins sem segja fyrir um hvort Alþingi Íslendinga eigi að samþykkja reglugerðir sem að samningnum lúta eða hvort við eigum að taka þær upp hvað sem Alþingi líður sem megi í raun ekki mótmæla neinu? 

Svo við öll getum séð hvað til okkar friðar heyrir með samþykktinni á 3. orkupakkanum og hvort við verðum að samþykkja hann á Alþingi vegna EES? Við eigum ekkert annað val?

Í öðru lagi viltu ræða uum hvort samþykkt 1. og 2. orkupakkans hafi ekki haft þau áhrif að framleiðslu og sölu var skipt upp í framleiðslufyrirtæki og sölufyrirtæki og svo hvort þú álítir að sú uppskipting hafi haft áhrif til hækkunar eða lækkunar á orkureikningi almennings?  Þær raddir heyrast að þetta hafi nær tvöfaldað orkureikningana.

Álítur þú að samþykkt 3. orkupakkans muni ekki hafa nein áhrif á núverandi orkuverð vegna þess að við séum ekki á samkeppnismakaðnum og komumst aldrei þangað þar sem við áætlum engan sæstreng?. Vegna þess  að við leggjum engan sæstreng breyti samþykktin engu?

Hvað þá ef við færum að rafgreina vetni hér á landi  og selja það sem orkugjafa?

Héröð í Bretlandi ætla núna að skipta út jarðgasi fyhrir vetni. Þar mun opnast markaður fyrir vetni og þar með er orðin möguleg samkeppni um raforku á Íslandi.

Sérðu fyrir þér að þetta geti lækkað orkuverð til almennings eða finnst þér líklegra að þrýstingur á verðhækkun verði raunin? 

Halldór Jónsson, 1.2.2019 kl. 13:43

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorsteinn vill sennilega að raforkuverð hækki hér tvöfalt til þrefalt til almennings og til íslenzkra fyrirtækja, sem þar með myndu strax gjalda þess í samkeppnisaðstöðu gagnvart erlendum fyrirtækjum hér heima og erlendis -- jafnvel gagnvart fyrirtækjum (eins og í landbúnaði*) sem eru nú þegar styrkt með fjáraustri frá Brussel, hvort sem þau njóta þar niðurgreiðslna eða t.d. framlags til jarðeigenda, sem þar með fá bætta aðstöðu til að niðurbjóða verð framleiðsluvara sinna á markaði, þ.m.t. útflutningsmarkaði.

Símon Pétur og Halldór síðuhöfundur gera rétt að minna á, að hvorki Björn né Þorsteinn geta bent á neina meinta kosti orkupakkans fyrir okkur.

Gunnar Heiðarsson gerir rétt að minna á, að það þurfa ekki allar ESB-tilskipanir að fá, vegna EES, afgreiðslu Alþingis eða viðstöðulaust og að það er ástæða til þess, að þær taka ekki bara gildi strax og ESB hefur sent þær út. EKKI AÐEINS UM 3. ORKUPAKKANN (sem er utan sameiginlegs sviðs okkar og ESB) gildir það, að við þurfum EKKI að meðtaka allar tilskipanir ESB (og þetta vissi m.a. Björn Bjarnason fyrir mörgum árum). Alþingi og forsetinn fara með fullveldisvald til að hafna vissum lagagerðum og a.m.k. að ætlast til þess að þær séu aðhæfðar íslenzkum aðstæðum (átti t.d. við um vökulög þungaflutninga-bílstjóra), og eins getum við hreint út sagt hafnað ESB-löggjöf, og Brusselliðið getur þá gert það upp við sig, hvort það vilji segja upp EES-samningnum. En reyndar er það einmitt okkar að segja EES-samningnum upp, nú þegar í ljós er komið (sbr. Moggablogg Heimssýnar og Frjáls lands), að við berum FJÁRHAGSLEGAN SKAÐA í heildina talið af EES-samningnum! -- hversu mjög sem desperat Björn Bjarnason agiterar fyrir þeim samningi, sitjandi sjálfur í forsæti nefndar sem, hlutlaust, á að kanna tjón og/eða hag okkar af EES-samningnum! (og um það vorum við t.d. strax í tapinu, þegar dr. Hannes Jónsson sendiherra og Ragnar Arnalds, fv. fjármálaráðherra, gerðu athuganir í því efni í bókum sínum útgefnum allnokkrum árum eftir undirskrift EES-samningsins um 1993-4.

Margir eiga góð innlegg hér, m.a. félagar mínir Helga Kristjánsdóttir og Hrólfur Hraundal (félagar mínir í tveimur ólíkum samtökum, en líka bæði í þriðju samtökunum eins og ég: Þjóðarheiðri, samtökum gegn Icesave). Þetta er sannarlega þjóðhollt fólk, og það skynja ég vel hjá Símoni Pétri, Gunnari Heiðarssyni og Halldóri okkar, ólíkt þeim, sem hlaupa eftir tilætlunum Brussusels-manna.

* Sbr. [frétt í Frbl. í vikunni?]

Jón Valur Jensson, 2.2.2019 kl. 02:08

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti vitaskuld að standa: félagar mínir í tvennum ólíkum samtökum

Þetta innlegg hér á undan var ég raunar búinn að skrifa nánast allt í morgun eða fyrrinótt, en hafði beðið með að vista þangað til ég fyndi heimildina sem ég ætlaði að vísa í í neðanmáls-greininni, en var bara of upptekinn þennan föstudag til að gefa mér tíma til þess. En þetta kemur kannski í leitirnar (heimildin)!

Jón Valur Jensson, 2.2.2019 kl. 02:24

44 identicon

Það verður að kalla til BYLTINGAR á fámennu Landinu OKKAR, ef fámennur hópur "fjármálamanna" telur það einu leiðina að fá Georg Soros til hjálpar með nýjan sæstreng til ÍSLANDS. Sá ágæti maður hefur þjarmað og bylt þjóðum með peningunum sínum.

Ef ÍSLAND er möldríkt, skulum við SJÁLFIR leggja sæstreng og bæta við VATNSRÖRI með ómenguðu BLÁVATNI frá ÍSLANDI. Sláum tvær flugur í einu höggi og notum vatnsrörið til að greiða skuldina af rafstrengnum. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband