Leita í fréttum mbl.is

Hversvegna einkabíll?

er spurning sem almenningur hefur svarađ fyrir sig. En meirihlutinn í Borgarstjórn Reykjavíkur heldur ţví fram ađ fólk vanti Borgarlínu umfram ađra samgöngumáta. Verđi hún fyrir hendi ţá leggi menn bílnum og flykkist međ línunni.

Ef menn reyna ađ setja sig í spor einstćđrar móđur međ 2 börn á skólaaldri sem býr í leiguíbúđ í úthverfi, ţá er hćgt ađ setja sig inn í daghennar einhvern veginn svona:

Kl. 7:00:  Vakna og gefa morgunmat. Koma börnunum af stađ í skólann. Ţađ er tíu mínútna gangur í strćtó.Ţađ er kortérs ferđ međ strćtó ađ nćstu stoppistöđ viđ skólann.Ţađan er tíu mínútna gangur ađ skólanum. 2x 35 mínútur af tíma fjölskyldunnar  í ferđir. Ef vont er veđur ţá vildi móđirin heldur reyna ađ aka börnunum í skólann.

Konan er í vinnu fyrir tímagjald. Hún verđur ađ  eyđa 1.5 klukkustund í ferđir međ almenningssamgöngum sem ekki fćst borgađ. 

Svo eru eftir 1-2 ferđir síđar á deginum fyrir börnin í félagsstörf og íţróttir. Fleiri klukkutímar í ferđir. Svo kemur líf móđurinnar, foreldraheimsóknir og annađ. Börnin kannski í bíó eđa annađ. Svo koma helgarnar á sumrin. Langar einhvern út úr bćnum í berjamó til dćmis?

Getur einhver séđ fyrir sér ađ ţessi móđir geti ţráđ nokkuđ heitar en lítinn bíl sem hún getur nýtt til ţess ađ geta hćtt ađ sóa lífi sínu í endalaus ferđalög og tímaeyđslu?

Til ţess ađ koma til móts viđ hana skattleggjum viđ bíla og bensín eins og ţađ sé lúxus.Gerum bensíniđ verra međ íblöndun lífdísils. Ţessa einstćđu móđur sem öllum stjórnmálamönnum finnst svo undurvćnt um rétt fyrir kosningar.Sem getur líka veriđ gamlingi eđa öryrki međ staf sem staulast um og ţarf ađ fara út á stoppistöđ Borgarlínu.

Á sjö árum er búiđ ađ verja sjöţúsundum milljóna króna til ţess ađ auka hlutdeild almenningssamgangna úr 4 % sem ţađ var í 12 % nú samkvćmt áćtlun Dags B. Eggertssonar og hans fólks. Árangur ţessa átaks er sá ađ um síđustu áramót er hlutdeild almenningssamgangna nákvćmlega 4 %. Sem sagt NÚLL árangur.

Og ţess vegna á líklega ađ setja 800 milljónir frá Ríkinu núna í undirbúning Borgarlínu sem fólkiđ hefur hafnađ svo eftirminnilega.Er ţetta heilbrigt?

Einkabíllinn er svo sjálfsagđur hérlendis eins og annarsstađar í vestrćnum samfélögum ađ öllum nema sanntrúuđu samfylkingarfólki og jafnvel pírötum hlýtur Borgarlínulausnin ađ blasa viđ sem hin óhagkvćmasta sem völ er á.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef alla tíđ veriđ eindreginn fylgjandi einkabílsins en ekki fylgjandi ţví ađ hver einasti mađur ţurfi endilega ađ vera á nćstum fimm metra löngum bíl sem vegur 1500 kíló vegna ţess ađ ef sú spá rćtist ađ bílum muni fjölga um 30-40 ţúsund nćsta áratug, er einfaldlega hvorki pláss fyrir alla ţessa viđbótarbíla né fyrir allar breiđgöturnar og mislćgu gatnamótin.

Enn síđur eru til fjármunir fyrir ţetta allt. Međalfjöldi um borđ í hverjum bíl er 1,1 mađur en ekki ţrír eđa fimm. 

Hver persóna sem fer í snattferđ á hjóli eđa smábíl losar heilmikiđ rými fyrir einkabíl fyrir annan mann. 

Í tilfelli hjólsins losar hann rými fyrir einn einkabíl fyrir annan mann og í tilfelli almenningssamgangna rými fyrir marga einkabíla. 

Ómar Ragnarsson, 9.2.2019 kl. 21:39

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ađeins skýrari lokasetning: Í tilfelli almenningssamgangna losa ţeir sem eru um borđ í vagni rými fyrir marga einkabíla. 

Ómar Ragnarsson, 9.2.2019 kl. 21:41

3 identicon

Ef ţetta vćri "Ţeir sem nota, borga" međ ţessa borgarlínuvitleysu ţá vćri mér nokk sama um ţetta, en ţar sem ţađ á ađ láta mig fara borgar fyrir eitthvađ fokdýrt sem ég mun aldrei nota ţá er ég alfariđ á móti ţessari hugmynd, sérstaklega ţar sem hún mun gera alla umferđ ennţá verri en hún er í dag.

Halldór (IP-tala skráđ) 9.2.2019 kl. 23:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.6.): 416
  • Sl. sólarhring: 432
  • Sl. viku: 4101
  • Frá upphafi: 2597444

Annađ

  • Innlit í dag: 337
  • Innlit sl. viku: 3107
  • Gestir í dag: 305
  • IP-tölur í dag: 302

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband