Leita í fréttum mbl.is

"Í skugga Smárans"

skrifar Björn Bjarnason á vefsíðu sína:

" Það eru vissulega nokkur tímamót að í tillögunum um skattabreytingar leggur Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, fram hugmynd um þriðja skattþrepið. Hann hefur lengi og oft talað gegn þriggja skattþrepa kerfi. Tillaga hans nú sýnir mikla viðleitni til að koma til móts við sjónarmið viðmælendanna. Erfitt er að sjá að þeir meti það nokkurs. Meira ber á því í málflutningi þeirra að nú verði að þétta raðirnar til verkfallsátaka þótt þeir viti manna best að bölvun þeirra bitnar að lokum mest á umbjóðendum þeirra sjálfra.

Sósíalistarnir í Eflingu stéttarfélagi fengu Stefán Ólafsson og Indriða H. Þorláksson til að dusta rykið af gömlum skattatillögum. Þær eru í ætt við úrræði François Hollandes, forseta franskra sósíalista, fyrir nokkrum árum. Frá framkvæmd þeirra var fallið þegar öllum varð ljóst að dauð hönd hvíldi á frönsku fjármála- og efnahagslífi.

Katrín Jakobsdóttir minnir nú á að við myndun ríkisstjórnar hennar var ákveðið að taka ekki upp hátekjuskatt.

Stjórn sín sé hins vegar reiðubúin til að beita sér fyrir risavaxinni innspýtingu í húsnæðismál, réttlátara skattkerfi, lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði og margvíslegum breytingum hvað varðar félagsleg undirboð og leiguverð auk aðgerða sem stuðla að lægra vaxtastigi, draga úr áhrifum verðtryggingar og styðja við fyrstu íbúðarkaup.

„Þetta er allt að umfangi um það bil þrjátíu milljarðar á um þremur árum,“ sagði forsætisráðherra í ríkisútvarpinu í morgun (20. febrúar) og bætti við:

„En það er kannski ekki stóra spurningin heldur það að þetta eru allt kerfisbreytingar sem stuðla hér að miklum samfélagslegum umbótum.“

Óvissan ein og hótanir um verkföll valda nú þegar efnahagslegum skaða. Menn hika við töku ákvarðana um framkvæmdir og viðskipti. Tillögur ríkisstjórnarinnar leggja góðan grunn að lausn þessarar deilu.",segir Björn.

Það er lítt trúverðugt þegar fjárglæframaðurinn og "ritsnillingurinn"  Gunnar Smári Egilsson er orðinn helsti áróðursmeistari verkalýðsins.

Hann verður ekki boðberi heilinda í samningum heldur hurðarskella. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki batmar þeð þegar Sigurjón Erkibróðir bætist í hópinn:

"Sigurjón M. Egilsson skrifar:

" Ríkisstjórn Bjarna og Katrínar fær varla meira svigrúm hjá þjóðinni. Þau hafa leikið of marga afleiki. Áfram verður ekki haldið. Skömm þeirra er mikil. Meiri en nóg.

Blekkingarleikur þeirra í skattamálunum var hvoru tveggja, óheiðarlegur og barnalegur. Héldu þau virkilega að talnaglöggt fólk myndi kíkja sjónarspili Bjarna hráu og ómeltu? Ó, nei.

 

Vilhjálmur Birgisson rauk ekki bara einn af skrípafundinum í stjórnarráðinu. Megin þorri launafólks fylgdi honum, í huga sér. Vilhjálmur sýndi hárrétt viðbrögð. Fólk á ekki að sitja þegjandi undir hverju sem er.

Þetta gengur ekki lengur. Nú þarf mikið að koma til. Auðvaldið nær sífellt meiri og betri tökum á sameiginlegum auði þjóðarinnar og auðlindum hennar. Nú hafa Bjarni og Katrín opinberað sig svo ekki verður um villst hvað býr í huga þeirra.

Þau eru sammála um að fullkomin stöðnun verði í lífskjörum þeirra verst settu. Það má aldrei verða. Það verður að stöðva áform þeirra.

Þjóðin kann aðferðina, hefur beitt henni áður og þarf sýnileg að grípa til neyðaraðgerða nú. "

Þessit bræður eru að verða viðfangsefni Persónuverndar hvort skrif þeirra eigi að flokkast undir hatursorðræðu?

Þeir eru að æsa til uppþota og vilja skaða þjóðfélagiðsem mest þeir mega.

Halldór Jónsson, 20.2.2019 kl. 17:53

2 identicon

Blekkingarleikur verklýðs"forystunar" ætti nú að vera ljós

þau eru staðráðin í að semja ekki neitt heldur muni þau beita verkfallsvopninu til setja hér allt í bál og brand í von um Smárabyltingu og munum við þá loks sjá hvað hagfræðingurinn meinti með Kúba norðursins

Noregur here I come

Grímur (IP-tala skráð) 20.2.2019 kl. 22:15

3 Smámynd: Halldór Jónsson

ATH:

"Í HUGA SÉR" 

"Hver drýgir hugskotsins níðingsverk?"spurði Einar

Halldór Jónsson, 21.2.2019 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband