Leita í fréttum mbl.is

When in doubt

leave it out. Svo kenndi hún amma mín mér kommusetningu í ensku í gamla daga.

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa líklega aldrei lært slíka reglu. 

„Ég geri mér fulla grein fyr­ir gagn­rýni á þessa inn­leiðingu, ég hef tekið hana al­var­lega og við höf­um lagst í mikla vinnu við grein­ing­ar, upp­lýs­inga­gjöf og annað og erum enn þá að skoða þetta út frá því, en ég hræðist ekki þetta sam­tal og ég væri aldrei að leggja til að við vær­um að inn­leiða eitt­hvað sem ég teldi skaða hags­muni Íslands eða Íslend­inga,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún.

Hún nefndi sér­stak­lega í ávarpi sínu á árs­fundi Lands­virkj­un­ar í dag að hóp­ur fólks hygðist mót­mæla inn­leiðingu orkupakk­ans og nota til þess slag­orðið „Ork­an okk­ar“, en fé­laga­sam­tök með því nafni voru einnig stofnuð í haust, um það leyti er umræður um orkupakk­ann voru í há­mæli, sam­kvæmt því sem fram kem­ur í fyr­ir­tækja­skrá. Ráðherra seg­ist hafa heyrt frá þess­um sam­tök­um.

„Ég hef bara heyrt af þess­um hópi og hitt full­trúa frá hon­um og á nú lyklakippu með þessu slag­orði, en þetta er bara gagn­rýni þeirra. Það er bara eðli­legt að fólk haldi fram gagn­rýni á ein­hver mál og vilji upp­lýsta umræðu um viðamik­il og flók­in mál eins og þetta er í heild sinni, þrátt fyr­ir að akkúrat þriðji orkupakk­inn sé tækni­legt fram­hald á fyrsta og öðrum og áfram­hald á þess­ari veg­ferð,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún."

Það skal í ykkur samt. Þetta er nokkurn veginn samhljómur hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins séu eir spurðir um þennan 3. orkupakka. Þeir svara því til að hann skipti ekki máli því enginn sé sæstrengurinn. 

Þeir svara því hinsvegar aldrei hvort Íslendingar muni ávallt ráða því hvort hingað verði lagður sæstrengur í anda orkupakkans.Sem ýmsir telja að sé ekki í anda samkomulagsins og ACER.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takist henni þetta, forystunni, þá verður hún án flokks.  Fylgið mun hrynja.  22% fylgið mun endanlega hrynja, þetta verður geymt um aldur og ævi og aldrei gleymt.  Verri svik verða aldrei en þegar vargar eru í véum.  Enginn sjálfstæður maður mun eiga samleið lengur með forystunni.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.3.2019 kl. 10:14

2 identicon

Einungis ESB sinnarnir munu fylgja forystunni.  Sjálfstæðisflokkurinn mun þá mest fá 10% fylgi og verða á pari með Viðreisn.  Þeir munu sameinast í kosningabandalagi og fá samtals um 18% fylgi.

Þetta er hin raunsanna spá.  Traust almennings til þingsins er hrunið.  Og það er nú öllum ljóst það sem Palli Vill skrifar: 

Djúpríkið hefur sölsað undir sig XD.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.3.2019 kl. 10:39

3 identicon

Takk fyrir góða grein. Nú þarf allt gott fólk að snúa bökum saman til öflugrar varnar gegn fyrirhuguðum landráðum sumra þingmanna og ráðherra vegna 3. orkupakkans. Fari fram afsal á orku til erlendra afla mun þá mun slíkt eyðileggja lífskjör afkomenda okkar og framtíð Íslands. Gegn þessum óksöpum verður að berjast. Ég bendi á framúrskarandi pistil Gunnars Rögnvaldssonar hér á Moggablogginu. Sjá https://tilveran-i-esb.blog.is

Hermann Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2019 kl. 10:40

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ráðherrann setur sig í stellingar búrókrata í Brüssel, þegar hún segir, að Orkupakki #3 sé aðeins "tæknilegt framhald á fyrsta og öðrum og áframhald á þessari vegferð".  Ráðherrann er hins vegar úti að aka, ef hún ætlar að halda því fram, að innihald pakkanna sé sambærilegt frá sjónarhóli hagsmunaaðila hérlendis, sem er öll þjóðin.  Sá fyrsti skilgreindi hlutverk í orkugeiranum, sá annar skilgreindi orkumarkaðinn innanlands, og sá þriðji skilgreinir millilandaviðskipti.  Með honum og þegar útgefnum viðbótar skjölum tryggir ESB sér einfaldlega stjórn millilandatenginga.  Þetta felur ekki aðeins í sér hættu á mikilli raforkusölu úr landi og þar með stórhækkun raforkuverðs, heldur algerlega óviðunandi fullveldisframsal á ráðstöfunarrétti afurðar orkulindanna, rafmagninu.

Bjarni Jónsson, 1.3.2019 kl. 11:18

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér sýnist þinn  skilningur Kollege Bjarni ekki vera langt frá mínum skilningi á inntaki málsins.Við verðum ekki ákvörðunaraðalil hvort hingað verður lagður sæstrengur eða ekki. það ræðst af ehildarhagsmunum aðillanna að ACER  en ekki til dæmis Seyðfirðinga einna og sér.

Halldór Jónsson, 1.3.2019 kl. 11:38

6 identicon

Komi til heimsstyrjaldar, ætlum við þá að vera Þýskalandsmegin?  Raforkustöð þeirra í norðri?

Er það virkilega stefna Sjálfstæðisflokksins?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.3.2019 kl. 11:45

7 identicon

Virkisturn og raforkustöð Þýskalands í norðri.

Er það virkilega helsta framtíðarsýn og stefna

forystu Sjálfstæðisflokksins?

Svo virðist nú augljóst.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.3.2019 kl. 12:32

8 identicon

Í þessu samhengi finnst mér vert að geta þess að einungis 18% þjóðarinnar ber traust til þingsins.

Það segir heilmikla sögu, rúmum 10 árum frá hruni.  Skyldu þingmenn kunna að draga einhvern lærdóm af því?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.3.2019 kl. 14:54

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær sæstrengurinn kemur" sagði forstjóri Landsvirkjunar á fundi fyrirtækisins. 

Enginn fjölmiðill tók eftir þessu. Það fyrirbrigði er hægt að kalla "áunna fáfræði." 

Ómar Ragnarsson, 1.3.2019 kl. 15:11

10 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ef núverandi ríkisstjórn hrökklast frá völdum á næstu dögum eða vikum, þá virðist nú orðið frekar fátt um fína drætti í pólitíska litrófinu hér á skerinu.

Einu framboðin sem ætla má að beri hag íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti eru að því virðist Íslenska Þjóðfylkingin og mögulega Miðflokkurinn að frádregnum Gunnari Braga Kænugarðs kappa, eins og margir muna vonandi enn.

Áfram Ísland.

Jónatan Karlsson, 1.3.2019 kl. 18:49

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Þegar menn eins og þú, sem eru nákvæmlega kjarni flokks þíns, skrifa svona pistla, þá ætti forystufólk ykkar að staldra við, og allavega eiga samræður við flokk og þjóð.

Í stað þess að tala niður til ykkar á þann hátt sem Þórdís gerir þegar hún afgreiðir málið á þann hátt að hún, sú alvitra, myndi aldrei leggja eitthvað til sem myndi skaða þjóð og land.

Samræða er til dæmis að svara málefnalegum rökum manna eins og Bjarna Jónssonar, sem ég fæ best séð að hafi ekki verið gert.  Ég hef lesið andsvör, en fullyrðingar eru aldrei svör við rökum. 

Og varðandi þennan sameiginlega markað orkunnar, sem við eigum víst ekki að hafa áhyggjur af því við tengjumst honum ekki, að til hvers er þá ráðherra að benda á meinta sóun í kerfinu, með þessum orðum; " .. og lýsti um leið áhyggjum af sóun sem fælist í einangrun orkukerfisins. Það leiddi af sér að tvær teravattstundir færu til spillis á ári hverju og mætti hreinlega líkja við brottkast í sjávarútvegi. Miðað við að þrjú þúsund krónur fengjust fyrir hverja megavattstund á markaði næmi þessi sóun um sex milljörðum króna í meðalári.".

Þessi umframgeta kerfisins verður náttúrulega ekki að verðmæti, nema að einangrun landsins sé rofin með sæstreng, og þar með lútum við yfirráðum ESB eins og Bjarni er alltaf að benda á.

Í gamla daga hét þetta að ljúga að fólki, það er ef þú færir rök fyrir því að það þurfi að rjúfa einangrun landsins og tengja hann inná hinn sameiginlega orkumarkað með sæstreng, annars væri það tóm tjara að tala um 6 milljarða tapið, og síðan í öðru orði þá segir þú að það sé ekkert að óttast því landið sé ekki tengt inná hinn sameiginlega orkumarkað.

Kannski er þetta reynsluleysi hjá ráðherranum, en hún sýnir vitsmunum ykkar flokksmanna ekki mikla virðingu með þessum orðum sínum.

Spurningin er hvort þið látið bjóða ykkur svona málflutning.

Og síðan önnur spurning hvort þið almennir flokksmenn geti eitthvað gert til að breyta þegar tekinni ákvörðun.

Þetta er allavega ekki félegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2019 kl. 21:05

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Er eitthvað eftir sem heitir almennir flokksmenn? Eru gömlu grunngildin ekki  bara löngu úrelt? Enginn hugsar um þau meira? Þetta er allt eitthvað evróputengt orðið, innflytjendur, samkynhneigðir, félagsmál.Eign fyrir alla, á það við lengur? Stétt með stétt? Öfugmæli? Menntun til launa eða verkföll?

Ég helda að ég sé bara kominn út á grænar engjar og hættur að spá í pólitík

Halldór Jónsson, 1.3.2019 kl. 21:56

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, það væri nú gott að byrja á að leggja sig og vakna svo endurnærður að morgni og taka slaginn.

Ólík sjónarmið takast sjaldan á ef annar aðilinn byrjar á að gefast upp.

Síðan má margt finna á grænum engjum, til dæmis gróskuna, og ræturnar.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 1.3.2019 kl. 23:34

14 identicon

Kæri Halldór, ef forystan svíkur öll heltu gildi Sjálfstæðisflokksins, ert það alls ekki þú sem hefur svikið þau.

Og nei, gömlu grunngildin eru ekki úrelt, þau er sígild fyrir sjálfstæða og þjóðlega, fyrir stefnumál og farsæld þjóðar, enda þótt Junior Bjarni og bimbíógellurnar í forystunni hafi kastað þeim fyrir róða. 

Og það boðar engum stjórnvöldum gott að brjóta stjórnarskrá landsins, líkt og forysta flokksins vílar ekki fyrir sér að gera.

Hber verða þá lög laganna ef þeir sundurslíta friðinn og siðinn og troða stjórnarskrána í svaðinn?  NEI, það er það sem við berjumst gegn og munum hafa 98-2 ... þ.e.a.s. ef Guðni Icesave Thorlacius Jóhannesson er ekki uppkeypt loftdúkka.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.3.2019 kl. 01:16

15 identicon

Hér skal blásið til baráttu gegn þriðja orkupakkanum og vinna 98-2 sigur, enn á ný: Þða er vor í lofti!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.3.2019 kl. 01:20

16 identicon

ORKUPAKKINN er eign ÍSLENDINGA en EKKI ALÞINGIS. Þessa lausn þarf hugsanlega að leysa með alþingiskosningum eða þjóðarkosningu því þetta er sameign Þjóðarinnar.

SÆSTRENGURINN verður lagður á kostnað ÍSLENDINGA, en EKKI Georgs Sorros sem flestir óttast?. Hann virðist eiga"lítinn vinahóp" á ÍSLANDI?.

ÞÖKKUM HUGSANDI FORSTJÓRA ORKUMÁLA,VERKFRÆÐINGUM og bestu FAGMÖNNUM ORKUMÁLA VARÐANDI SAMEIGN OKKAR ÍSLENDINGA.

ÞETTA er ORKUPAKKINN OKKAR ÍSLENDINGA. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 2.3.2019 kl. 17:38

17 identicon

Halldór Jónsson skrifar jafnan af greind um Lands og Heimsmál. Halldór skrifaði 30.jan."Getum við neitað sæstreng", ef Georg Soros vill leggja á sinn kostnað?.

Ég hlustaði fyrir mörgum árum á Glen Beck hjá FOX News og síðan á STEFANÍU "skrifarann" frá Sauðárkróki. Þau hafa sömu sýn á "ógn" þessa fjármálamanns.

Ef íslenskt óðagot fer hamförum varðandi SÆSTRENG,legg ég til,að við EIGENDUR á ORKUNNI verði að fullu greidd af ÍSLENDINGUM einum að VIÐBÆTTU VATNSRÖRI með ómenguðu BLÁVATNI eða (hitaveituröri) til að greiða niður kostnaðinn á SÆSTRENG.   

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 4.3.2019 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband