Leita í fréttum mbl.is

Grafarþögn

er nafn á enn einni bullusögu eftir Arnald Indriðason frá 2001, sem ég klára hér í sólinni á Flóridu.Annars les ég yfirleitt ekki reyfara.

Það er ekki á þennan höfund logið. Hann er einstaklega hugmyndaríkur og klár í að flytja mann til í tímanum og lýsa veröldum sem voru.

Þetta er æsispennandi saga og maður varð margsaltvondur að lesa um fúlmennskuna sem hann lýsir. 

En þá er ég búinn með þrjár bækur eftir Arnald á stuttum tíma og ég skil velgengni slíks höfundar og er stoltur af því að okkar þjóð skuli eiga slíkan höfund. 

Nú er ég búinn að koma auga á bækur eftir kollega Yrsu hér í bókahillunni og ætli maður verði ekki að athuga þær næst þar sem ég sé ekki fleiri eftir Arnald þegar Grafarþögn lauk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband