Leita í fréttum mbl.is

Sannleikurinn um íslenska efnahagsundriđ

er á fésbókarfćrslu Ragnars Önundarsonar ţess ţrautreynda fjármálamanns sem ekki misnotađi ađstöđu sína ólíkt mörgum öđrum svo ég viti til.

Hann segir svo:

Áđur efnuđust menn á atvinnurekstri. Ţeir vörđu sínu eigin fé í framleiđslutćki og sköpuđu öđrum atvinnu. Ţeir höfđu flestir, kannski nćstum allir, í ćsku sinni ţekkt hvađ ţađ var ađ ţurfa ađ velta hverri krónu fyrir sčr og ţrátt fyrir velgengni bjó reynslan af fátćktinni alltaf í huga ţeirra. Ţeir vissu ađ fyrirtćkin ţeirra gátu ekki dafnađ án góđra starfsmanna og mátu ţá ţess vegna mikils. Ţađ mćtti telja upp ótal frumkvöđla sem ţetta gildir um.

Í seinni tíđ hafa menn auđgast međ allt öđrum hćtti. Samheitiđ ,,eignatilfćrslur” hefur veriđ notađ um ađferđir sem sérfróđir fjármálamenn nota til ađ raka til sín auđi sem ađrir hafa skapađ. Rifjum upp nokkrar:

1). Verđbólgugróđinn árin ca. 1975-1985 varđ vegna neikvćđra raunvaxta. Aldrađir misstu ćvisparnađ sinn (almannafé) og lífeyrissjóđir ţeirra (almannafé) voru rýrđir. Ţađ voru stjórnvöld sem ákváđu vextina, ungt fólk sem fékk lán ţrýsti á um lága vexti og sá skuldir sínar gufa upp á fáum árum. Eignamyndun ţess var skattfrjáls.

2). Úthlutun fiskveiđikvótans 1984, án afgjalds fyrir notkun hans, fól í sér ráđstöfun sem tók ,,margt smátt” frá almenningi (almannafé) sem gerđi ,,fátt stórt” hjá nokkur hundruđ útgerđum. Tilfćrslan fólst í afgjaldsleysinu.

3). Framseljanleiki kvótans 1991 fól líka í sér eignatilfćrslu af sömu ástćđu. Kvótinn tók afgjaldslaus ađ ţjappast saman. Á móti kom ađ vegna ţeirrar hagrćđingar í sjávarútvegi sem af ţessu leiddi styrktist raungengiđ og almenningur naut vaxandi kaupmáttar á móti. Um leiđ ţrengdi gengiđ ađ greininni í heild, svo smćrri útgerđir gáfust upp ein af annarri, sem keyrđi samţjöppunina áfram. Ţessi ţróun varđ mörgum byggđarlögum erfiđ en ţjóđinni sem heild hagfelld.

4). Einkavćđing felur jafnan í sér ađ svonefndum ,,kjölfestufjárfestum” eru afhentar ríkiseignir (almannafé) á vćgu verđi, sem ţeir vinna svo međ í fáein misseri og skrá á markađi. Oftast selja menn svo á háu verđi, ţađ eru einkum lífeyrissjôđirnir okkar (almannafé) sem kaupa. Fjárfestarnir stinga milljörđum af almannafé á sig, allt löglegt.

5). Eignarhald á bönkum felur mikil völd í sčr. Ráđandi hluthafar úthluta lánum sem ađ miklu leyti eru fjármögnuđ međ sparifé almennings (almannafé). Vinir og vandamenn ráđandi hluthafa njóta forréttinda-ađstöđu, ţeir stofna innantómar skeljar, svonefnd ,,eignarhaldsfélög”, skuldsetja ţau án ţess ađ setja veđ sem ađrir ţurfa ađ setja, kaupa bóluverđmćti (hlutabréf, fasteignir) sem ţeir selja svo ţegar hápunktur hagsveiflunnar nálgast. Hver kaupir ? Viđ, ţ.e. lífeyrissjóđirnir (hlutabréfin) og almenningur (fasteignirnar).

6). Óhóflegur gróđi af nýbyggingum (nú um 50-100% álagning) er ekkert annađ en eignatilfćrsla frá almenningi, sem ţarf ađ kaupa ţak yfir höfuđiđ á uppsprengdu verđi, til örfárra verktaka, í ljósi skortsins. Hiđ opinbera, sveitarfélög og félagsmálaráđuneyti, hafa međ tómlćti sínu séđ skortinn verđa til fyrir framan nefiđ á sér.

Ţetta eru helstu flokkar eignatilfćrslna undangenginna ára, bćtiđ endilega viđ upptalninguna í athugasemdum. Nú hafa svonefnd ,,fasteignafélög” skráđ sig á markađ. Ţau hafa keppt viđ almenning í skortinum og haft betur. Afleiđingin er uppsprengt verđ á örlitlum ófullkomnum markađi. Hverjum er ćtlađ ađ kaupa ? Okkur ! Lífeyrissjóđunum okkar.

Menn geta orđiđ milljónamćringar á atvinnurekstri á löngum tíma međ mikilli áhćttu og fyrirhöfn, en menn verđa milljarđamćringar međ eignatilfćrslum á örstuttum tíma án nokkurrar fyrirhafnar. Ţađ er alveg sjálfsagt mál ađ ţessir ,,féflettar” almennings borgi auđlegđarskatt. Ţessi afstađa mín á ekkert skylt viđ öfund.

Ykkur er velkomiđ ađ deila ţessu."

Sveitarfélög hafa stađiđ ađ  hćkkun byggingakostnađar međlóđaskortsstefnu sinni. Hér í Florida er byggingakostnađur lúxushúsa minni en $150 dollarar á ferfet eđa ca  200.000 kall.Og verktakar skila hagnađi međ ţví en ekki ćvintýralegum hagnađi eins og á Íslandi.

Nćst verđur Landsvirkjun einkavćdd og  bankarnir aftur.

Ţađ er eiginlega ekki skrítiđ ađ Sólveig Anna hafi orđiđ kommúnisti viđ ţađ ađ horfa upp á hvernig íslenska efnahagsundriđ skilađ í sér lítiđ til leikskólakennara.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mćliđ ţiđ báđir, Halldór og Ragnar.

Og eiginlega fyllist mađur depurđ yfir ţví hvernig komiđ er fyrir landi og ţjóđ og enn meiri yfir ţví hvert stefnir.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráđ) 9.4.2019 kl. 17:19

2 identicon

Skrif RAGNARS ÖNUNDARSONAR fjármálamanns ćttu ađ vera skyldu-lesning ÍSLENDINGA um ţađ hvernig á EKKI ađ vinna af grćđgini einni. Fyrst stofnuđu menn til fyrirtćkjareksturs á eigin vegum og áhćttu og réđu menn til starfa.

Síđar komu "eignatilfćrslur,kjölfestufjárfestar,bankar,eignar-halds og fjárfestingarfélög"svo eitthvađ sé nefnt.

LESIĐ ŢESSA GREIN UM FJÁRMÁLIN Á ÍSLANDI EFTIR RAGNAR.  

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráđ) 10.4.2019 kl. 12:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 1112
  • Sl. sólarhring: 1146
  • Sl. viku: 5032
  • Frá upphafi: 2721147

Annađ

  • Innlit í dag: 897
  • Innlit sl. viku: 4020
  • Gestir í dag: 756
  • IP-tölur í dag: 703

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband