Leita í fréttum mbl.is

Þjóðarsjóður

sem ég hef engan heyrt tala fyrir nema Bjarna Benediktsson er hugmynd sem ég ef alls ekki skilið til hver sé.

Peningar þjóðarinnar finnst mér að eigi að fara í innviði en ekki prívatstýrt brask í lífeyrissjóðskum stíl í útlöndum.

Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri segir svo í Mogga:

"Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, gagnrýnir stofnun þjóðarsjóðs svokallaðs í ítarlegu samtali við ViðskiptaMoggann í dag.

Hugmyndir eru uppi um að arður af rekstri Landsvirkjunar renni inn í slíkan sjóð, sem mæta eigi ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið verður fyrir í framtíðinni.

„Ég hef miklar efasemdir um þjóðarsjóðinn. Ég held að þar séu menn á villigötum,“ segir Þórólfur.

„Við erum eyja úti í miðju Atlantshafi, en við erum með stórt land með miklar auðlindir og þurfum ekki að hafa neina minnimáttarkennd. Það eru fiskimið í kringum landið, landið sjálft nýtist til matvælaframleiðslu og hingað koma ferðamenn. Landið er orkuríkt, bæði varðandi háhita og fallvötn. Þetta vegur upp á móti fámenninu, og vegur upp á móti því að við erum með mjög dýran aðgang að mörkuðum vegna legu landsins.“

Þórólfur bætir við að nýta þurfi auðlindirnar skynsamlega, og þar með raforkuna því hún þurfi að vega upp á móti öðrum kostnaði sem Íslendingar hafi af vörum og flutningi og slíku.

„Því finnst mér miklu eðlilegra að fallorkan sé nýtt til að auka samkeppnishæfni samfélagsins og fyrirtækja og auka kaupmátt almennings, frekar en að ríkið sé með orkuna á sínum vegum að gera einhvern sjóð sem ég hef miklar efasemdir um að menn hafi einhverja stjórn á, og ætli að láta verða einhvern öryggissjóð.

Ég held að þetta verði bara einhver framkvæmdasjóður.

Við höldum ekki kaupmætti uppi í samfélaginu nema samkeppnishæfni samfélagsins sé í lagi,“ segir Þórólfur. Þá telur hann að menn eigi ekki að vera fikta við lagningu sæstrengs."

Til hvers að búa til sjóð með skattfé?

Þar sem eru peningar eru þjófar á ferð. Áhætta. Alltaf.

Af hverju á ríkið að skattleggja þegna sína og búa til sjóð?

Er Landsvirkjun þá að selja okkur of dýrt ef það er svona mikill afgangur?

Mér finnst það lítið viturlegt. Allsendis ótengt olíusjóði Norðmanna þar sem gróðinn var svo mikill að efahagskerfið þoldi ekki að honum yrði sleppt lausum. Alaska sjóðurinn rann til fólksins.

Ekkert slíkt á við um Landsvirkjun. Þjóðarsjóður er hugmynd sem mér ekki  hugnast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þórólfur Gíslason Kaupfélagsstjóri KS á Sauðárkróki hefur skoðanir og "áhyggjur" af hugsuðum ÞJÓÐARSJÓÐI,sem rætt er um í ViðskiptaMogganum 17/4 2019. "Ég held að þar séu menn á villigötum. Til hvers að búa til sjóð með skattfé. Þar sem eru peningar eru þjófar á ferð. Áhætta. Alltaf",svo eitthvað sé nefnt.  Þetta er stutt hressilegt viðtal. 

Persónulega sá ég "AURA" í þjóðarsjóðnum til að"kaupa"að nýju,landið,firðina,stórárnar,fossa og Orkuna, sem búið er að selja erlendum auðkýfingum. Af hverju LEIGJA menn EKKI?.   

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 22.4.2019 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband