Leita í fréttum mbl.is

Af hverju Björn Bjarnason?

er þetta ekki rétt hjá þeim Páli Vilhjálms og  Jóni Baldvin?

Páll bloggkóngur segir svo:

"Einfalt er að fá undanþágu frá 3. orkupakkanum enda Ísland ekki tengt raforkukerfi ESB.

Við erum með undanþágur frá reglum um járnbrautir og skipaskurði.

Guðfaðir EES-samningsins, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að innleiðing orkupakkans muni eyðileggja samninginn. Rökin eru þessi:

Stuðning­ur við EES-samn­ing­inn bygg­ir að lok­um á póli­tískri af­stöðu kjós­enda í aðild­ar­ríkj­un­um.

Ef hinn vold­ugi samn­ingsaðili, Evr­ópu­sam­bandið, hætt­ir að virða í reynd þetta grund­vall­ar­atriði EES-samn­ings­ins og krefst þess að EFTA-rík­in samþykki skil­yrðis­laust það sem að þeim er rétt, án til­lits til eig­in þjóðar­hags­muna, er hætt við að stuðning­ur við EES-samn­ing­inn fari þverr­andi.

Þar með get­ur EES-samn­ing­ur­inn, með öll­um þeim ávinn­ingi sem hann hef­ur tryggt Íslandi á und­an­förn­um ald­ar­fjórðungi, verið í upp­námi.

Rök Jóns Baldvins eru trúverðugri en þeirra sem segja EES-samninginn í uppnámi ef við samþykkjum ekki orkupakkann. Þegar þjóðarhagsmunir eru í húfi er skynsamlegast að gæta varúðar.

Og varúðarreglan býður að við breytum ekki ástandi sem almenn sátt er um og köllum yfir þjóðina óvissu um eignarhald og forræði auðlindanna.

Það er beinlínis vond pólitík að samþykkja 3. orkupakkann. "

Af hverju segir Björn Bjarnason, sá annars vísi maður, á okkar virðulega Alþingi að samþykkja þingályktunartillögu um að styðja verslun með orku yfir landamæri?

Forseta Íslands kemur slík ályktun stjórnskipulega ekkert við og getur engin afskipti haft af henni þó einhverjir haldi það.

Hverjir eru hinsvegar kostirnir fyrir Ísland að mati Björns míns  Bjarnasonar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í tvílyftu timburhúsi

Terabætum 27

Trúi að tvíbjörn þar dúsi

við TNT-pakka 22

Yfirlæknirinn (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband