Leita í fréttum mbl.is

Skiptir tylliástæðan máli?

Í færslunni sagðist vitnið hafa orðið var við hóp af ungum mönnum ráðast að einum með ofbeldi og að fórnarlambið, drengur á unglingsaldri af erlendum uppruna, hafi verið skelkað og niðurbrotið.

Í færslunni hafði maðurinn það eftir drengnum að hann hafi verið plataður að verslunarkjarnanum í gegnum samfélagsmiðla þar sem 8-10 drengir biðu hans. Einn hafi kallað hann „skítugan útlending“ og skipað honum að sleikja skó sína. Eftir að drengurinn neitaði hafi hópurinn veist að honum með höggum.

Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir málið enn í rannsókn. Hann svarar því neitandi að árásin sé rannsökuð sem hatursglæpur og segir ekkert benda til þess að svo stöddu að hún tengist útlendingahatri. Málið sé rannsakað sem líkamsáras."

Skiptir eitthvað annað máli en illviljinn af hálfu þessara drengja.Viljinn til að vinna illvirki en ekki kærleiksverk?

Vildi einhver eiga son í þessum hópi ungmenna? Skiptir tylliástæðan fyrir skepnuskap  máli í illmennskunni sjálfri?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hver er ástæða illviljans í þessu tilfelli? Hún er fordómar í garð útlendinga eins og fram kemur í fréttinni.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2019 kl. 12:05

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Skiptir hún einhverju máli eða finnst þér hún kannski réttlæta árásina?

Furðulegur maður.

Halldór Jónsson, 27.4.2019 kl. 12:13

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hefði nú ekki haft hugmyndaflug til að láta mér hugkvæmast að það réttlætti árásina að fórnarlambið væri útlendingur. En það er greinilega hægt að láta sér detta það í hug. Sumum finnst það kannski? Finnst þér það kannski Halldór?

Ef bent væri á að ástæða ofsókna gegn Gyðingum sé gyðingahatur, mun þá Halldór Jónsson spretta fram og saka þá sem á þetta benda um réttlætingu gyðingahaturs? Væntanlega.

Ég bendi á að ástæða árásarinnar (ekki réttlæting) er hatur í garð útlendinga. Mér finnst það eiga fullt erindi í fréttir og mér finnst það vera áhyggjuefni ef ungt fólk er farið að ráðast á aðra vegna haturs og fordóma. Og hvaðan skyldi nú hatur og fordómar gagnvart útlendingum koma?

Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2019 kl. 12:31

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já furðulegur.

Hrólfur Þ Hraundal, 27.4.2019 kl. 12:40

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er ásásin sjálf sem er aðalatriðið.Það eru hreinir glæpamenn sem ráðast í hóp á saklaust fólk. Óalandi og óferjandi skríll.

Halldór Jónsson, 29.4.2019 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband