Leita í fréttum mbl.is

Umhverfisofstækið

í hástigi birtist í áróðursmynd RÚV sem dembt var yfir landsmenn í kvöld. Þessi mynd var að allri gerð eitt það svívirðilegasta í áróðri umhverfisofstækisfólksins sem hellt hefur verið yfir auðtrúa almenninga lengi.

Þessi áróðursmynd ofstækisfólksins til að afvegaleiða almenning sem hefur ekki farið ofan í saumana á þessum falsvísindum sem neinu nemur þar sem öll umræða er skipulega kæfð á þennan hátt af sama þessu fólki fyrir opinbert skattfé. 

Þar var leiddur fram hver opinber starfsmaðurinn á fætur öðrum til að fara með helvítisspár um hlýnun loftslags og hremmingar mannkyns vegna aukningar á útblæstri CO2 sem leiða til allskyns hörmunga svo sem eyðingar skóga meðal annars en: En skógar deyja án nægs framboðs af CO2.

Allt saman er þetta gersamlega byggt á getgátum og ósönnuðum fullyrðingum um hlutleysi sólar í hitakerfi jarðar.

Svo þeytist þetta skinheilaga lið um háloftin á ráðstefnur um loftslagsmál á kostnað skattgreiðenda ,meðan kolefnisútblásturinn á hvert einast farþegasæti þeirra er meiri en bíllinn minn blæs út á heilu ári. 

Stelpukrakkinn hún Greta Tunberg er látin skæla í sjónvarpið yfir því sem hún hefur ekkert vit á sem eru umhverfismál. Hún er svo hjartnæm að okkar stjórnmálamenn fara að skæla með henni af heilagri vandlætingu, opna ríkisfjárhirslurnar  og samþykkja hvaða bull um loftslagsbreytingar af mannavöldum sem er. 

Trump Bandaríkjaforseti er líklega meðal örfárra stjórnmálamanna í heiminum sem gera sér ljóst samhengi hlutanna og tekur ekki þátt í órökstuddu trúboði þeirra sjálfskipuðu umhverfissérfræðinga sem hæst fara eins og fram kom í þessari mynd RÚV.

Svo er sýnt frá um hverfisráðstefnum þar sem Kínverjar marséra með öðrum. En þeir umgangast útblástur af algeru ábyrgðarleysu og taka ekki minnsta tillit til annarra landa í heiminum. Það eina sem þeir hafa þó gert einir þjóða er að þeir hafa reynt að hægja á fólksfjölguninni, sem engir aðrir hafa gert.

Ekki ein einasta efasemd um að  þessir hlýnunarspádómar geti allt verið órökstudd falsvísindi er leidd fram til mótvægis kenningunni um hnattræna hlýnun.

Andri Snær Magnason er látinn brosa framan í áhorfendur til að sanna hversu allt sé á hverfanda hveli í loftslaginu án þess að nokkur hafi kannað hvað hann veit raunverulega um umhverfisnál eða eðlisfræði himingeimsins.

Maður er agndofa á því hversu lélegt úrval af gagnrýnum vísindamönnum er starfandi á helstu stofnunum landsmanna. Þar virðist enginn gagnrýnin hugsun þrífast.  Þetta lið kyrjar í einum kór hallelúja yfir þessum loftslagsvísindum og hlýnunarspám. Vísindum sem standa ekki á neinum vísindalegum grunni heldur pólitík og trúarofstæki. 

Einn þeirra heimtar í alvöru að við hættum að borða kjöt vegna útblástursins frá beljunum en segir okkur svo að drekka mjólk og aðra hollustu frá þeim.

Jólafræðingur  er látinn lýsa hopi jökla á Suðurlandi sem einhverju sérstaklega slæmu. Í fornöld var Vatnajökull tveir jöklar og kallaðist Klofajökull. Af hverju rýrnaði hann þá? Hver blés þá svona miklu út af CO2? Kannski Flosi þegar hann brenndi Njál inni? 

Á Tröllaskaga vaxa jöklar á sama tíma og þeir minnka á Suðurlandi.Getur Ísland nokkuð annað en batnað við hækkandi hita, minnkandi jökla og  og meira CO2 í lofthjúpnum sem gerir jörðina grænni? Repjuakrarnir ættu að spretta betur að minnsta kosti.

Enginn af þessum gervivísindamönnum kemur þó nálægt frumvandamálinu sem er offjölgun mannkyns. Ef ekki tekst að ná tökum á henni þá er allt annað hjómið eitt.

Mannkynið hefur þrefaldast á 70 árum og er nú 7.7 milljarðar. Hvernig halda menn að vandamálið með mengunin líti út ef mannkynið verður 11 milljarðar eftir öldina  eins og þetta sama fólk sér að stefnir í án þess að það hreyfi hönd né fót né ræði afleiðingarnar.

Vísindamenn eiga ekki að hlaupa eftir mýrarljósum pólitískra fjárveitenda og lát kaupa sig til fylgispektar. Þeir eiga að hafa vísindin og rökhugsun í hávegum og hlýða á rök og mótrök. Því var þessi mynd þeim sem fram komu til lítils sóma að mínu viti.

Myndin í kvöld á RÚV fannst mér sorglegt dæmi um hið gagnstæða við vísindalega hugsun  sem er einhliða og órökstutt umhverfisofstæki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert dæmigerður öfgahægrikarl og vegna Hádegismóra eruð þið nú í meirihluta hér á Moggablogginu, enda er Mogginn ekki lengur málgagn Sjálfstæðisflokksins, Halldór Jónsson. cool

Þorsteinn Briem, 19.5.2019 kl. 22:02

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek undir þetta Halldór. 

Ég er búinn að mæla skriðjöklanna og nota kort frá Loftmyndir og Google earth og ljósmyndir frá mér, ef við byrjum á Drangajökli þá hefir hann ekki minnkað né skriðjöklar hans niður í Leirufjörð né Kaldalón. Þykktina get ég sjálfur ekki mælt en eftir því sem Finnur Pálsson segir sem fer fyrir alþjóða jöklateymi en hann segir að jöklar síðustu 12 ár hafa verið að stækka rúmmálslega séð.

Breiðamerkurjökull hefir lengst um metir mælt frá brú að stálinu og Hoffellsjökull hefir ekki minnkað. Hofsjökull hefir minnkað mikið að flatarmáli en hann er á eldfjalli.

Páll Finnsson sagði að aska eðlilega hjálpaði mikið til eins og Mýrdalsjölull og svo aska og drullan skriðjöklunum við Skaftafell og Svínafellsjökum.Hægt að sjá hér.     https://www.facebook.com/valdimar.samuelsson/posts/10219763052977221  

Valdimar Samúelsson, 19.5.2019 kl. 22:37

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel og vasklega tekurðu hér á þessum málum, Halldór enda skrifarðu út frá þeirri þekkingu sem þú hefur aflað þér og kannt að koma til skila. Falsfræði eru þetta á bak við umhverfisofstækið og einhliða predikunin í þessum Rúv-þáttum augljós frá upphafi. En hef ég síðan sloppið við að horfa á megnið af þeim, en ef þessi slær alla út, þá er þetta orðið sorglega svívirðileg misnotkun Rúvara, atvinnubýrókrata og stofnanamennskunnar á fé skattborgara.

Við kippum okkur ekki upp við baulið í Þorsteini Briem, ESB-viðhenginu brjóstumkennanlega.

Aðrir stórvel gefnir verkfræðingar en þú, Halldór, hafa líka rannsakað hvað kunni að vera til í þessum "fræðum", menn eins og Friðrik Daníelsson og Loftur heitinn Altice Þorsteinsson, vegið þetta og metið og léttvægt fundið og birt góðar, rökstuddar greinar um efnið.

En það er alveg ótrúlegt hve langt þetta er gengið hér á landi, m.a. með því að taka vinstrivillinga inn í ríkisstjórn og láta þeim eftir að reyna að útrýma benzín- og díselbílum innan 11 ára. Þetta er eins og smitandi heimska sem hefur dreift sér víða og reynt er að halda að skólakrökkum alveg frá byrjun, að ógleymdi Krakka-Rúvi!!

Hitt er allt annað mál og þarft verkefni að draga úr óhollri mengun. En koltvíoxíð er ekki mengandi efni, heldur þvert á móti nauðsynlegt lífríkinu!

Í einu er ég þér ekki sammála: Um meinta offjölgun jarðarbúa. Það eru íbúandi öfl í fjölskyldu-, atvinnu- og félagslegri þróun sem valda því, með náttúrlegum hætti, að það hefur dregið mjög úr fjölgun jarðarbúa, og hungursneyð kemur óvíða upp í heiminum núorðið. Þessi jörð Guðs ber alveg þann mannfjölda sem á henni er.

Jón Valur Jensson, 19.5.2019 kl. 22:54

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Setjum sem svo að það sé hið besta mál að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu og hafinu vaxi hraðar en dæmi eru um í hundruð þúsundir ára, þá er samt alveg skautað fram hjá því, að útskipti á orkugjöfum eru óhjákvæmileg vegna þess að olían og annað jarðefnaeldsneyti er ekki endurnýjanleg orkulind, og olían verður æ dýrari í vinnslu eftir því sem núverandi olíulindir þverra. 

Ómar Ragnarsson, 19.5.2019 kl. 23:56

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Æi Halldór. Af hverju reynir þú ekki bara að kynna þér þessi mál?

Þorsteinn Siglaugsson, 20.5.2019 kl. 00:15

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Segir hver?!

Jón Valur Jensson, 20.5.2019 kl. 01:21

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

... og þú líka kannski, væni.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.5.2019 kl. 08:16

8 identicon

Þýski veðurfræðingurinn Klaus-Eckart Puls hafði þetta að segja um árið: "Ten years ago I simply parroted what the IPCC told us. One day I started checking the facts and data – first I started with a sense of doubt but then I became outraged when I discovered that much of what the IPCC and the media were telling us was sheer nonsense and was not even supported by any scientific facts and measurements."

 

https://notrickszone.com/2012/05/09/the-belief-that-co2-can-regulate-climate-is-sheer-absurdity-says-prominent-german-meteorologist/

Ingvar Tryggvason (IP-tala skráð) 20.5.2019 kl. 09:09

9 identicon

Það er ekki gáfulegt að láta svona þátt heita: Hvað höfum við gert? Þetta er gildishlaðin fullyrðing og niðurstaðan eftir því. Hver trúir því að Ísland sé eitt mengaðasta land í heiminum? Sá hefur ekki séð skítinn út allt td. á Indlandi og svo um alla Asíu.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 20.5.2019 kl. 10:22

10 Smámynd: Einar Karl

En í myndinni koma fram margir virtustu vísindamenn Íslands, s.s. Helgi Björnsson jöklafræðingur, Jón Ólafsson haffræðingur, Halldór Björnsson, eðlisfræðingur, og margir fleiri.

Af hverju eigum við EKKI að hlusta á þessa vísindamenn??

Hvaða forsendur hefur ÞÚ til að kalla þá "gervivísindamenn"? 

Einar Karl, 20.5.2019 kl. 10:34

11 Smámynd: Einar Karl

„Súrnun sjávar hefur áhrif á efnahag“

„Sjórinn er farinn að súrna hér við land enda gerist það frekar þar sem hann er kaldur og það gerist hraðar.

„Það er einfaldlega svo að þetta heldur áfram og það er það eina sem hægt er að gera það er að minnka losun og það á við um alla heimsbyggðina.““

https://www.ruv.is/frett/surnun-sjavar-hefur-ahrif-a-efnahag

Einar Karl, 20.5.2019 kl. 10:49

12 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór segði Einari að sjórin síndi súrnun 2015 en það er engin súrnun sjávar núna (Hafró)enda sjórinn úr Atlantshafinu mjog kaldur síðan 2016 sem NASA aftur segir megin orsök fyrir að Jökullin við Jakobshavn V Grænland hefir stækkað um 30 eða 40 kílómetra en það var frétt í Mars 2019 eða svo segir NASA. Ég er sammála Jóni Vali að þessi jörð ber margfalt meira af fólki en og aftur en þá verður CO2 að aukast. Ég gæti sýnt dæmi en það er of langt að útskýra hér en þið vitið öll að CO2 í Gróðurhúsum er haldið í 900ppm eða 009% af gróðurhúsategundum. 

Bæði breiðamerkur jökull og Hoffellsjökumm sína merki um stækkun Deangasökull er eins síðan 1966 en á ljósmyndir og Google earth segir sama skrollið þið í gegn um árin frá 1983? 4 

Hoax hoax eins og heð hataranna en þetta var fyrirfram ákveðið.

Valdimar Samúelsson, 20.5.2019 kl. 11:50

13 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Afsaka innsláttur villur stirðir puttar. Skoðið þessar jökla myndir  er þið eruð ekki hatarar ... https://www.facebook.com/valdimar.samuelsson/posts/10219763052977221

Valdimar Samúelsson, 20.5.2019 kl. 11:53

14 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góður pistill Halldór. 

Það hefur ekkert hlýnað frá aldamótum þrátt fyrir gríðarlega aukinn útblástur CO2 á síðustu tuttugu árum samkvæmt bestu hitastigsmælingum þessa heims gerðum af veðurtunglum Veðurstofu BNA á neðstu 8 km lofthjúpsins. Þetta eitt og sér fellir tilgátuna um að það sé að hlýna af mannavöldum. Sjá nánar hér:

https://www.klimarealistene.com/2019/05/02/global-temperatur-april-2019/

Vissulega hefur hlýnað hér frá lokum Litlu ísaldarinnar. Þessi hlýnun hófst hér á landi um 1890 skv hitamælingum frá Stykkishólmi sem ná öld inn í Litlu ísöldina, til 1790. Það hlýnaði hratt fram til 1940. Á þessum árum frá 1890 til 1940 var brennsla jarðefnaeldsneytis lítil sem engin. Það stenst því enga skoðun að halda því fram að útblástur CO2 af mannavöldum hafi valdi því að það hlýnaði á þessum árum og því að Litlu ísöldinni lauk. 

Á árunum 1940-1980 kólnar samfellt og það þrátt fyrir gríðarlega aukningu í útblæstri CO2 á þessum árum en á þessum tíma má segja að Vesturvöld hafi iðnvæðst með brennslu jarðefnaeldsneytis. Samt kólnaði á þessum árum. Það að það kólnaði um allan heim á þessum 40 árum fellir tilgátuna um að aukinn útblástur CO2 af mannavöldum sé að valda hlýnun jarðar.

Á árunum 1980 til aldamóta, á þessum 20 árum, þá hlýnar samhliða auknum útblæstri CO2 af mannavöldum. Þetta 20 ára tímabil er eina tímabilið frá lokum Litlu ísaldar kringum 1890, þ.e. 20 ár af 139 árum þar sem tilgátan um  hlýnun jarðar af mannavöldum stenst skoðun. Hitamælingar hin 109 árin afsanna hins vegar þessa tilgátu. Miklar hitasveiflur frá lokum ísaldarinnar fyrir 12.000 árum, hitasveiflur sem urðu enn meiri en sú sem við nú upplifum, þær urðu heldur ekki til vegna breytinga á CO2 í andrúmslofti. Allar þessar hitasveiflur eru til komnar vegna breytinga í geislun (fjölda sólbretta) frá sólinni og hafa lítið sem ekkert með magn CO2 í andrúmslofti að gera. 

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.5.2019 kl. 12:31

15 Smámynd: Einar Karl

Hvað er með alla þessa vísindamenn? Lesa þeir ekki Moggabloggið!!?? yellcool

Einar Karl, 20.5.2019 kl. 14:02

16 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Hvaða vísindamenn Einar Karl?

Þeir vísindamenn sem hafa látið sig þetta mál varða í BNA og eru með háskólapróf í raunvísindum frá viðurkenndum háskólum, af þeim hafa rúmlega 31.000 skrifað undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að BNA hafni tilgátunni um hlýnun jarðar af mannavöldum og BNA hætti þátttöku í starfi Loftlagsráði SÞ. Sjá pkt. nr. 8 á meðfylgjandi tengli.

http://www.globalclimatescam.com/opinion/top-ten-reasons-why-trump-should-dump-the-paris-agreement/?fbclid=IwAR09YCh7HdSMru9WJW9aGEIBmllqESu2uGw8CCHeVcc7JiiUhBTfnZ3ZnxE

Um 800 einstaklingar með samsvarandi háskólapróf voru og eru tilbúnir til að leggja starfsheiður sinn að veði og skrifa undir áskorun um hið gagnstæða. 

Vísindasamfélagið í BNA, þeir sem láta sig loftlagsmálin varða, standur á bak við ákvörðun stjórnar Trump að draga BNA út úr Parísarsáttmála SÞ um loftlagsmál í hlutfallinu 31.000 á móti 800. 

Þessi undirskriftasöfnun meðal fólks með próf í raungreinum frá viðurkenndum háskólum er það eina sem ég hef fundið um afstöðu fólks í heimi raungreina til tilgátunnar um að útblástur CO2 af mannavöldum sé að valda hlýnun jarðar.

Þetta er undirskriftasöfnun þar sem rithöfundar, bókmenntafræðingar og pípulagningamenn sem telja sig vera "loftlagsvísindamenn" eru ekki taldir með og geta ekki skrifað undir. Ef þú finnur einhvers staðar gögn eða könnun meðal alvöru raunvísindafólks um þessi mál þá segðu frá þeim. Þá er ég ekki að tala um órökstuddar fullyrðingar stjórnmálamanna og "loftlagsvísindamanna" sem í síbylju endurtaka  fullyrðingar Al Gore um að 97% "vísindamanna" telji að hlýnun jarðar stafi af mannavöldum. Ef þú finnur vísindalega athugun á afstöðu fólks með próf í raunvísindum um þessi mál þá endilega segðu frá henni. 

Og auðvitað eru fjöldi góðra vísindamanna sem hafa af því atvinnu að sækja fé til stjórnvalda til rannsókna, þeir tala með öðrum hætti. Þir tilheyra í BNA þessum 800 manna hópi sem vilja halda í Parísarsamkomulagið, oft bara af fjárhagslegum ástæðum því Parísarsamkomulagð tryggir fjármagn til deildanna sem þeir eru í forsvari fyrir. 

Þar fyrir utan þá eigum við ekki að horfa til skoðanakannana. Við eigum að horfa til þeirra mælinga sem við getum treyst og taka okkar afstöðu út frá þeim. Og gervihnatta mælingarnar frá veðurtunglum Veðurstofu BNA sem ég vísa til hér fyrir ofan sýna að það hefur ekkert hlýnað frá aldamótum. Hlýnunin sem sannarlega hefur verið í gagni frá lokum nítjándu aldar hætti um síðustu aldamót og það hefur ekkert hlýnað síðan þá. Hvar stendur þá tilgátan um að það sé að aukinn útblástur CO2 af mannavöldum sé að valda hlýnun jarðar? Og þar er ekki að hlýna?

Samkvæmt flestum þeim greinum sem ég hef lesið þá eru flestir sammála um að tvöföldum á CO2 í andrúmslofti í 700 ppm muni valdi hlýnun frá 0,1°C upp í 1,4°C en það muni taka 600 til 1000 ár fyrir þá hlýnun að koma fram. Við eigum að fara að dæmi BNA og vera ekki að sóa skattfé í að takmarka útblástur á CO2, útblástur sem hefur hverfandi sem engin áhrif í samanburði við hinar náttúrulegu sveiflur á hitastigi sem sólin er stöðugt að valda. 

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.5.2019 kl. 15:15

17 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vísindamennirnir eru þátttakendur í risavöxnu samsæri. Þeir þyrftu að kynna sér "gögnin" og "staðreyndirnar" sem snillingarnir á moggablogginu bera fram á hverjum degi, samsærissíðurnar á youtube og hvaðeina. Fyrr verða þeir ekki trúverðugir greyin.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.5.2019 kl. 15:16

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert nú ekkert venjulegur vitleysingur, Þorsteinn minn, getur reynt að hugga þig við það.

Jón Valur Jensson, 21.5.2019 kl. 02:56

19 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þorsteinn Sigurlaugsson, það er eðli raunvísinda og kjarni þeirra að efast. 1693 kynnti Isaac Newton tilgátur sínar um sambandið milli krafts og massa, kraftur = massi x hröðun. Tilgátur Newtons þróuðust yfir í kenningar því þær pössuðu við allar mælingar og hægt var að sanna þær stærðfræðilega. Mælingarnar og stærðfræðiútreikningana var hægt að endurtaka og staðfesta af öllum sem það vildu.

Kenningar Newtons voru orðnar að lögmálum tæpum 200 árum eftir dauða hans þegar Albert Einstein birtir Afstæðiskenningar sínar og sambandið milli orku og massa, orka = massi x ljóshraðinn í öðru veldi, E=mc2 og lögmál Newtons hættu að vera lögmál. Í dag er litið á þær sem einfalda nálgun á raunveruleikanum.  Síðustu árin hafa vísindamenn verið að reyna að afsanna kenningar Einsteins, m.a. með því að reyna að finna agnir sem fara hraðar en ljósið. Í þeirri frjóu umræðu þar eru allir að reyna að nálgast "sannleikann". Hvort og þá hvernig hægt er að bæta Afstæðiskenningu Einsteins og hvort á henni finnist einhverjir veikleikar. 

Þannig ættum við að vera að nálgast tilgátuna um að aukinn útblástur CO2 af mannavöldum sé að valda hlýnun jarðar. Eru einhverjir veikleikar á þeirri tilgátu? Eða á að meðhöndla tilgátuna um hlýnun jarðar með öðrum hætti en Afstæðiskenningu Einsteins? Eigum við halda áfram að reyna að finna veikleika á Afstæðiskenningu Einsteins en samþykkja að það sé búið fyrir fullt og fast að sanna og samþykkja tilgátuna um hlýnun jarðar sem lögmál sem ekki verði haggað um aldur og æfi og kalla þá öllum illum nöfnum sem setja spurningamerki við þessa tilgátu?  Er það leiðin?

Já, það er leiðin ef umræðan um loftlagsmál eru ekki lengur á grunni vísindanna. Það er leiðin ef umræðan um loftlagsmál er hætt að snúast um raunvísindi og farin að snúast um pólitík. Og þar er þessi umræða því miður í dag. Hún hefur ekkert með raunvísindi að gera. Hún snýst um pólitík og er notuð sem leið til að selja ákveðinn lífsstíl, ákveðnar stjórnmálaskoðnir. Hún er leið til að banna ákveðinn lífsstíl, krafa um að fólk hætti að borða kjöt, hætti að keyra bíla o.s.frv. Þetta er stjórnmálastefna sem byggir á tilgátu sem stenst enga skoðun, því miður. 

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.5.2019 kl. 14:23

20 identicon

 https://samnytt.se/sanna-ville-inte-skolstrejka-da-mobbades-hon-av-lararen/

Nú er svo komið í Svíþjóð að ef börnin taka ekki þátt í föstudagsskrópi, sem er ólöglegt, þá eru börnin mobbuð af kennurunum.

Óhugguleg þróun þegar heilaþvegnir fávitar taka völdin.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 21.5.2019 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband