Leita í fréttum mbl.is

Tvískinnungur

í siðferðismálum er  orðinn viðvarandi í þjóðfélaginu okkar. Og raunar ekki bara okkar, heldur viða um lönd. Má vitna til umræðunnar um framgöngu Hatari í nafni þjóðarinnar í Ísrael þar sem vinstri Elítan samsinnir öllu sem gert var hvað sem öðrum þótti og skrifuðu undir mótmæli þúsundum saman. 

Það er nokkuð greinilegt finnst mér að það gilda önnur siðferðislögmál og mælikvarðar í Bandaríkjunum eftir því hvort Repúblíkanar eða Demókratar eiga í hlut. Það sem Trump gerir og hvað sem hann gerir  er óalandi  og óferjandi hegðun. En hliðstæð hegðun Demókrata er afgreidd með því að brosa út í annað og líta undan.  Hillary kemst til dæmis upp með að hindra framgang réttvísinnar með því að eyða opinberum tölvupóstum. Komast repúblikanar upp með sambærilega hegðun?

Hér á landi segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Ásmund Friðriksson opinberlega vera þjóf. Hún kemst upp með það að mestu leyti vegna þess að hún segist vera að verja tjáningarfrelsið á þættinum Silfri Egils, sem er jú víst ópólitískur með öllu eins og RÚV.

Hún telur sér nægja að vitna í Stundina sem áreiðanleikavottun ásakana sinna á hendur Útvarpi Sögu um hatursorðræðu. Hún bara hristir sig þegar Arnþrúður Karlsdóttir bendir henni á það að þetta sé ósannaður rógburður en ekki röksemdafærsla um hatursorðræðu á útvarpsstöðinni sem aldrei hefur verið kærð eða dæmd fyrir slíkt.

Hún segir fullum fetum að þau Arnþrúður og Pétur beri ábyrgð á því sem innhringjendur segja undir nafni ef þau mótmæli ekki samstundis.Á Morgunblaðið og Davíð Oddsson að bera ábyrgð á því ef ég skrifa eitthvað ekki gott á bloggið mitt? En það sem Stundin skrifar skal vera rétt og yfir gagnrýni hafið.

Líkt og Smári McCarthy flokksbróðir hennar flaggar hún lögvernduðum lærdómstitli og segist vera lögfræðingur án þess að hafa heimild til að bera þann titil að mér sýnist fremur  en að Smári sé stærðfræðingur. 

Ríkisútvarpið eyðir miklum tíma í að réttlæta hennar ásakanir á Ásmund Friðriksson. Hann er jú Sjálfstæðisþingmaður og því ófriðhelgur samkvæmt viðurkenndri venju stjórnmálamanna af þeirri gerð sem Þórhildur Sunna og Pírataflokkurinn er. 

Helst er að skilja á umræðunni sem RÚV kemur af stað að leggja beri siðanefnd Alþingis miður vegna þess að hún dirfist að setja út á Þórhildi Sunnu. Það nægir til að afsanna gagnsemi slíkrar nefndar.

Niðurstaðan af tvöfeldninni er hinsvegar þverrandi virðing almennings á öllu því sem fram fer á vettvangi Alþingis og stofnana þess.

 

Og síðan hvenær er fólki bannað að hata eins og það leyfir sér að elska? Má maður bara hata Hitler og nasista en elska Stalín og kommúnista? En alls ekki ekki öfugt hvað sem tjáningarfrelsinu hennar Sunnu  líður?

Af hverju má maður ekki hatast við óheftan innflutning hælisleitenda og Evrópusambandið í stað þess  að elska 3. orkupakkann, fósturdráp og barnaútburð eins og forsætisráðherrann virðist styðja? 

Á tvískinnungur í siðferðismálum að líðast?

Þurfa ekki að vera einar reglur og ein lög í landinu hvort sem í hlut á Þórhildur Sunna eða einhver annar að hætti Einars Þveræings? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst ekki rétt að ég og allur almenningur fái enga vitneskju um meðferð alþingismanna á almannafé. Það getur varla staðist að trúnaður ríki meðal kjörinna fulltrúa um greiðslur úr ríkissjóði og almenningi haldið utan við þær upplýsingar. Að mínu viti er alþingi í núverandi mynd búið að vera. Spillingin er orðin svo yfirgengileg og þingið í engu sambandi við þjóðina. Verðum við ekki að losa okkur við stjórnmálaflokkana?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 20.5.2019 kl. 14:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á vef Alþingis:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir:

"Stúdentspróf FB 2007.

LL.B-próf (alþjóða- og Evrópulög) frá Háskólanum í Groningen, Hollandi, 2012. cool

LL.M-próf (mannréttindi og alþjóðlegur refsiréttur) frá Háskólanum í Utrecht, Hollandi, 2013." cool

Þorsteinn Briem, 20.5.2019 kl. 16:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

LL.B. er "Bachelor of Law(s)" á ensku.

Og
LL.M. "Master of Law(s)". cool

Þorsteinn Briem, 20.5.2019 kl. 16:50

4 identicon

Sæll Halldór.

Ætla að fara aðeins til hliðar
við það eiginlega efni sem til
umræðu er.

Við kynningu á lagi Ástralíu
þá var fullyrt um líkindi við
Elísu í Frozen og lagið tengt því efni.

Það rétta er að um er að ræða vísun í
Töfraflautuna eftir Mozart,
nánar tiltekið aríuna Drottning næturinnar.
(Queen of the Night Aria)

Húsari. (IP-tala skráð) 20.5.2019 kl. 22:31

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Hver má kalla sig lögfræðing á Íslandi?

Maður þarf ráðherraleyfitil að kalla sig verkfræðing til dæmis.

Halldór Jónsson, 21.5.2019 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418164

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband