Leita í fréttum mbl.is

Seglum þöndum

sigla nú áætlanir um sæstrengi frá Íslandi til Evrópu.

Ég held að á næsta þingi verði hægt a fá samþykkta þingsályktun um að kanna ofan í kjölinn kosti og galla sæstrengja frá Íslandi til Evrópu.

Málið er komið lengra en nokkurn grunaði og sagt er að fjármögnun félagsins sem lengst er komið sé að miklu leyti tryggð.Þúsundir milljarða skipta engu máli í slíkum bísness.

Ég sé ekki annað en að pólitískt verði hægt að koma þessu máli í gegn um þingið næsta vetur.

Andstaða verður hverfandi þar sem Miðflokkurinn er búinn að tæma sig gersamlega í þessari umferð.

Allt tal um að Evrópu vanti umhverfisvæna orku er líka út í loftið þar sem fyrir löngu getur Landsvirkjun selt þau vottorð í skiptum fyrir kola-og kjarnorkuvottorð eins og þegar hefur verið gert.

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins verður snúið eins og skopparakringlu af forystunni sem er víst kjörin til þess að hafa forystu eins og eitt forystustirnið  benti okkur sauðsvörtum gamlingjum á.

Þá finnst manni tímabært að þeir Austfirðingar, sem vantar alltaf afl fyrir Austurland fari að huga að því að kapalspunavefstóllinn verði staðsettur  þar en ekki annarsstaðar. Það verður aldeilis dagurinn þegar Ómar Geirsson fer að prédika fyrir kapalaflsvefstólum fyrir Austurland!?

Til þess að gera mér grein fyrir því hvað við er að fást renndi ég í gegn um BS ritgerð við Háskólann í Reykjavík eftir Gísla Þór Gíslason sem athugaði hagkvæmni þess að leggja sæstreng til Grímseyjar frá Ólafsfirði í BS ritgerð sinni við Háskólann í Reykjavík  2017. Einkar skemmtileg lesning fyrir alþýðumann.

https://skemman.is/bitstream/1946/29562/1/Lokaverkefni%20-%20S%C3%A6strengur%20til%20Grimseyja-FINAL.pdf

Í stuttu máli virtist þessi áætlun (2017) ekki ganga upp og þurfa 417 ár til að borga sig upp hvort heldur er notaður jafn-eða riðstraumur. En ritgerðin er skemmtileg, fræðandi  og höfundinum til sóma þótt lokayfirlestur hefði mátt vera betri.  

En þetta er engin lokadómur yfir sæstrengjum og tækni nútímans.Jafnstraumsstrengur er mögulegur og handan við hornið. Líklega tveir saman vegna öryggisins. Fyrst til Færeyja, svo í veðurskipin nýju Alfa og Bravó, svo jafnvel til Rockall og svo þaðan áfram til Brüssel. Hver veit hvað rannsóknir leiða í ljós.

 

Hún gefur hinsvegar til kynna við hvað er að fást með sæstrengi til Evrópu á móti 70 kílómetrum til Grímseyjar. Þetta er leysanlegt tæknilega og ef svo er þá hafa ræðuhöld Miðflokksins og pólitík ekki úrslitaþýðingu. Það verður krónufjöldinn sem verkefnið færir landi og þjóð sem úrslitum ræður.

Tæknin siglir seglum þöndum og verður ekki stöðvuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór. Sviðsmynd þín er girnileg og freisting mörgum! Related image

Húsari. (IP-tala skráð) 28.5.2019 kl. 22:15

2 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór !

Færi svo óheppilega: að Sæstrengs braskararnir / innlendir sem útlendir fengju tækifæri til, að koma sínum fyrirætlunum í kring, ætti það að kalla á ALLSHERJARUPPREISN í landinu, og vænta má, færi hún af stað, að á Engeyingunum - sem og Herði Arnarsyni hjá Landsvirkjun, sem og Ásgeiri Margerirsyni (HS orku braskara og grægisvæddum loddurunum í kringum þá, yrði ekki tekið, með neinum Silkihönskum, Verkfræðingur góður.

Nógsamlega komið - af alls lags skatta og gjalda kjaptæði á hendur almenningi hér á landi, fornvinur góður !

Löngu: löngu tímabært, að draga strik í Sandinn, gagnvart þessu ÚRKYNJAÐA liði, Halldór minn.

Set hér inn að endingu - nokkrar línur, sem ég hripaði á síðu gamalgróins vinar okkar, P. Valdimars Guðjónssonar í Gaulverjabæ, skömmu eftir lágnættið, hið síðasta :

    ´´27.5.2019 | 23:04

Spyrja þarf alþingismenn einfaldrar spurningar.

Landsvirkjun iðar í skinninu að lagður verði sæstrengur. Það hefur ekkert farið leynt á ársfundum fyrirtækisins.

Breski fjárfestirinn segir allt klárt. Fjármögnun tryggð í streng milli Íslands og Bretlands.

Það er því fráleitt að halda því fram að slíkt sé fjarlægur möguleiki. Jafnvel þó slíkt gerist kannski ekki á morgun eða næsta ári.

Forsætisráðherrann segir enga hættu af samþykkt orkupakka 3 því neikvæðar hliðar hans virkjist eigi meðan enginn sé sæstrengurinn.   En er það svo? 

Væri nú ekki ráð að kanna þau mál.  Auðvitað skiptir þetta öllu máli. 

Spyrjið nú þingmenn út í þetta fjölmiðlar góðir. Stefnu þeirra og flokka þeirra varðandi sæstreng punktur. Hef rökstuddan grun um að þrælmargir / mörg séu bara virkilega "svag" fyrir strengnum.

 Það er bara of seint, ákvörðunarfælni, og undir rós þetta tal um "sjálfstæða ákvörðun alþingis".     Það fylgir lóðbeint því hvort þetta stóra þingmál sé fýsilegt (eða óhætt) að samþykkja  nú.


mbl.is

Tengjast ekki Landsvirkjun

Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:08 | Facebook

« Síðasta færsla

Athugasemdir

identicon

 

Sæll Valdimar æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !

Valdimar !

Mjög rökréttar ályktanir: sem og myndrænar, af þinni hálfu.

Það er löngu ljóst - að þau Hörður Arnarson og Ragna Árnadóttir liðskona hans hjá Landsvirkjun: hafa hangið á hurðahúnum ESB prívat braskara væðingarinnar um MJÖG langt skeið, og bíða eftir sinni dúsu frá Brussel, til þess að geta fylgt eftir uppbroti Landsvirkjunar / sem og annarra Raforku fyrirtækja, hérlendis.

Það er hart: að þurfa að segja það Valdimar minn, en mér sýnist, sem þinn stóri frændgarður frá Seljatungu getið / og raunar:: þurfið, að yfirgefa þennan gamalgróna flokk ykkar, sem nýverið átti 90 ára afmælið: ekki hvað sízt, eftir skemmdarverk Bjarna Engeyings Benediktssonar og hans liðsveitar á flokknum, en,, ................ þið eigið útistandandi þann valkost einnig, að endurreisa gamla Íhaldsflokkinn / eða þá Frjálslynda flokkinn, sem voru jú megin- stoðirnar í stofnun hins nýlega Níræða, svo einhverjir valkostir séu nefndir: ykkur, til handa.

Með beztu kveðjum - sem endranær, í neðanverðan Flóann / úr ofanverðu Ölfusi //          

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.5.2019 kl. 00:16´´

 

Með beztu kveðjum: sem oftar og fyrri, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.5.2019 kl. 23:00

3 Smámynd: Ómar Geirsson

He, he Halldór, þeir mættu vera 20 mín vegna og að sjálfsögðu koma þeir allir að landi í Héraðsflóanum.

Að því gefnu að þeir lúti íslensku regluverki, íslensku forræði og séu á okkar forsendum.

Þess vegna er það regluverkið sem skiptir máli, ekki sæstrengurinn, og regluverkinu ber að hafna, við látum hvorki land eða auðlindir að hendi, hvorki núna eða síðar.

We will fight og svo framvegis Halldór minn, sjálfstæði er ekki í askana látið, jafnvel þó aur fáist fyrir það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.5.2019 kl. 23:51

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk vinir mínir Óskar Helgi og Ómar Austfjarðagoði. Gegn ykkur var skeytinu beint skal viðurkennt.

Fékk það sem ég bað um og hafði gaman af.

En verum ávallt raunsæir í realpólitíkinni.

Hverjum treystum við og fyrir hverju?

Halldór Jónsson, 29.5.2019 kl. 00:59

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og Húsari, ég skil sneiðina.

Halldór Jónsson, 29.5.2019 kl. 01:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er enginn valkostur í þessu dæmi Halldór minn, uppgjöf getur verið niðurstaða, en hún er aldrei val þegar baráttan fyrir sjálfstæðinu er annars vegar.

Og ósköp hefði seinna stríð staðið stutt yfir ef menn raunsæisstjórnmálanna hefðu haft gamla manninn undir sumarið 1940 þegar afturfæturnir háðu stríðið fyrir Breta.

Þú tilheyrir þeirri kynslóð sem átt fundinn á Þingvöllum 17. júní 1944 ljóslifandi í minningunni, foreldrar þínir upplifðu líka 1. des 1918 og afar þínir og ömmur árdaga sjálfstæðisbaráttunnar.

Ef eitthvað orð er EKKI hægt að nota yfir þá vegferð alla, þá er það orðið raunsæi og raunsæisstjórnmál, enda bentu margir innlendir á að það væri algjört glapræði fyrir fátæka smáþjóð lengst út í ballarhafi að ætla ráða sínum málum sjálf.

En á úrtölurnar var ekki hlustað, og einmitt þess vegna er mín kynslóð í þeirri stöðu að hafa tvívegis þurft á stuttum tíma að snúast til varnar gegn erlendri ásælni sem lungað af stjórnmálastétt okkar studdi og styður.

Annars vegar ICEsave og hins vegar átökin um orkupakkann sem munu enda ef svo fer fram sem horfir, í átök um EES samninginn, sem er upphaf og endir allrar ógæfu sem hefur dunið á okkur síðustu 30 árin.

Það er eina raunsæispólitíkin í þessu að gera sér grein fyrir hvernig þessi átök enda, ekki kikna þó stjórnmálastéttin hafi í augnablik vald til að fara sínu fram.  Sumt er einfaldlega ekki til sölu, og verður ekki selt án átaka á meðan einhverjir hafa lappir til að standa í.

Og sá sem býður sig fram til að leiða þá baráttu, honum verður treyst, en ekki þeim segjast bestir til að útfæra Vichy stjórnina hina nýju.

"Til hvers ertu að þessu, af hverju sættir þú þig ekki við orðin hlut". var maður ítrekað spurður í ICEsave deilunni, sérstaklega þegar skoðanakannanir sýndu meirihluta stuðning við seinni samninginn sem fór í þjóðaratkvæði. 

Það er ekkert val sagði ég, og ég veit niðurstöðuna, hvernig þetta endar.

Það er eins núna Halldór, ég veit hvernig þetta endar, með sigri þjóðarinnar, regluverkinu verður kastað út í hafsaugað.

Hvenær veit ég ekki, hvernig veit ég ekki.

Enda skiptir það ekki máli, maður þarf ekki að vita allt.

Það nægir að vita að það eina sem þarf er að halda haus, og gefast ekki upp.

Aldrei.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.5.2019 kl. 07:34

7 identicon

"SEGLUM ÞÖNDUM" VARÐANDI SÆSTRENGI. ÞETTA FER AÐ LÍKJAST TÍSKU HEIMINUM - SÆSTRENGIR Í ALLAR ÁTTIR. UMBOÐSMENNIRNIR KOMNIR Í OFURSTUÐ VIÐ AÐ MARKAÐSSETJA ÍSLAND OG GRÍMSEY,EF HÚN ER ENN ÓSELD?. EKKI MÁ SLEPPA KOLBEINSEY "TIL AÐ TRYGGJA LANDHELGINA?".  

Meðan "skuggadeild" Reykjavíkurborgar og ESB sinnar bauka með stjórnleysi Evrópu í "loftslagsmálum", "fjölþjóða innflutningi" stjórnun og óendanlegri skattlagningu verða nasssjonalistar að sýna og verja það sem OKKAR er sameiginlega.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 29.5.2019 kl. 11:00

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég veit ekki um ykkur, er sjálfur alfarið á móti aflstreng frá Íslandi til annarra landa og okkur vantar ekki aflstreng frá öðrum löndum, þannig að um það mál á ekki að þurfa að fjasa, eða hvað?  Talið nú vitringar.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.5.2019 kl. 13:13

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvaða gagn er í föllnum hetjum?

Halldór Jónsson, 29.5.2019 kl. 14:19

10 identicon

Nem nú orð Ómars, kæri Halldór, og það í eitt skipti fyrir öll:

"Það nægir að vita að það eina sem þarf er að halda haus

og gefast ekki upp.

Aldrei."

True soldier never dies, never!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.5.2019 kl. 15:20

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Fordæmið Halldór, fordæmið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.5.2019 kl. 15:29

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég e sammála þér Hrólfur:

"Ég veit ekki um ykkur, er sjálfur alfarið á móti aflstreng frá Íslandi til annarra landa og okkur vantar ekki aflstreng frá öðrum löndum, þannig að um það mál á ekki að þurfa að fjasa, eða hvað?  Talið nú vitringar."

En Evrópusinnar í öllum flokkum eru búnir að gera upp hug sinn og þeir hafa meirihluta. Þýðir þá tilganglaus  mótspyrna eitthvað gegn ofurvaldinu?

Verðum að ekki að hefna þess  í héraði það sem á hallast á Alþingi eða hvað?

Halldór Jónsson, 29.5.2019 kl. 16:35

13 identicon

Kæri Halldór, ég tek sem þú undir orð Hrólfs.

En það vil ég annað segja að ég neita að trúa því að alvöru hetja sem þú ert skulir nú ætla að leggjast í volæði og kjökra:

"Þýðir þá tilganglaus mótspyrna eitthvað gegn ofurvaldinu?"

Enginn sjálfstæður maður segir svo, enginn Halldór minn, og þú veist það, gömul hetja sem þú ert.

Við erum að vinna þessa orustu, Steingrímur Joð er kominn út í horn, því m.a.s. Gunnar Smári, fyrrum Baugsritstjóri, segir hann geta tekið öll önnur mál fram fyrir og frestað orkupakkanum til haustsins. 

Algjör meirihluti þjóðarinnar er andvígur OP3 og þá ferð þú ekki að kjökra kæri Halldór, þá fagnar þú og berst, því við vinnum þessa orustu! 

En vitaskuld skal hefnt í héraði sem á hefur hallast á þinginu. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.5.2019 kl. 17:05

14 identicon

Sæll Halldór.

Mér sýnist að þið garpar hér
hafið ort þann sónarsveig sem
dugi til að sigla máli þessu í höfn.

Geri aðrir betur.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.5.2019 kl. 17:19

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Ég var alltaf að bíða eftir að ljós kviknaði fyrir ofan húskofa minn svo ég væri örugglega mæta sem meintur vitringur, en konan kveikti ljós í eldhúsinu svo ég læt það duga sem tákn.

Sæstengur hefur margar hliðar, það er vel hugsanlegt að fjölbreytt nýting orkunnar í náttúrunni skapaði það mikla umframorku að sök sér væri að koma henni í verð erlendis.

Líklegra finnst mér samt að gróðapungar ráði för og í kjölfar þeirra verði sviðin jörð atvinnuleysis og allskonar framkvæmda í óþökk miklu stærri hluta þjóðarinnar, og allt logi í átökum um virkjanir og milli þeirra sem vilja nýta orkuna til verðmætasköpunar líkt og Trump vinur þinn, eða þeirra sem vilja hámarka gróðann í eigin vasa.

En það er bara mín skoðun, en hins vegar er þessi sæstrengs umræða sett fram til að rugla, að það sé hvort sem er ekki hægt að stöðva lagningu hans ef einhver vill leggja.  Þurfi ekki orkupakkann til.

Við því er að segja að það er regluverkið sem afhendir öðrum forræðið og valdið, það er það sem bannar hindranir, síðan er náttúrulega aðrar reglugerðir virkjaðir líkt og var í kjötinnflutningsmálinu, það er þær um þennan óskapnað sem kallast frjálst flæði glæpamanna, auk annars.

Og það er regluverkið sem gerir okkur því sem næst ókleyft að stöðva gullgrafaraæðið, sem og þá íhlutun að orkufyrirtækjum verði skipt upp.

Svo baráttan snýst um regluverkið, umræðan um sæstreng er ekki issjú í þeirri umræðu, nema sem flötur sem virkjar regluverkið.

Ef við höfum ekki regluverkið, þá er hægt að leggja sæstreng á okkar forsendum, undir okkar forræði.  Það fer ekkert einkafyrirtæki að leggja sæstreng ef það getur ekki tryggt orkuöflun fyrir hann.

Og það er einmitt hlutverk regluverksins.

Svo nú er það bara ístaðið Halldór, það átt rætur í flokki sem oft stóð ístaðið gegn erlendri ásælni,.

Svo ég held að sú kunnátta hafi flust til þín í föðurhúsum, jafnvel með móðurmjólkinni.

Og gleymist aldrei þeim sem hefur einu sinni lært.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.5.2019 kl. 18:38

16 identicon

BURSTABÆIR,ÖRYGGI,FOSSAR,FLÚÐIR,BLÁVATNIÐ,ORKAN-OKKAR, SEM FYLGIR MEÐ Í SKÖPUNINI. GAMLI TÍMINN SELUR B E S T.

GÖMUL SAGA ÍSLENDINGA OG RITSTÖRF, VÍKINGA OG LANDAFUNDA FJARRI "LOGANDI" EVRÓPU GERIR ÍSLAND ÖRUGGASTA FERÐAMANNA-LANDIÐ. AUGLÝSUM VINSÆLUSTU FERÐAMANNASTAÐI AÐ NÝJU MEÐ HRAÐA FÆREYINGA GEGN GREIÐSLU.

ÍSLAND ER ÓMENGAÐ og ÖRUGGT. FRAMLEIÐSLA BÆNDA ER ÓMENGUÐ OG ÓLYFJUÐ. BÖNNUM ALLAN INNFLUTNING "KJÖTVÖRU" MEÐ ERLENDUM RÚTUM TIL FERÐALAGA UM LANDIÐ OKKAR.

YFIRGEFUM ESB VISTINA "SEM VIÐ TILHEYRUM EKKI" - ÞANNIG LOSUM VIÐ OKKUR VIÐ ALLT REGLURUGL OG SÆSTRENGI FRÁ OG TIL ÍSLANDS.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 30.5.2019 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband