Leita í fréttum mbl.is

Skammtímalausnir

virðast vera á borðinu í sorpmálum höfuðborgarsvæðisins ef marka má grein Bryndísar Haraldsdóttu í Morgunblaðinu: Hún segir:

"Á næsta ári stóð til að hætta urðun í Álfsnesi, þar sem allt sorp frá höfuðborgarsvæðinu hefur verið urðað síðastliðin tæplega 30 ár.

Ekki hefur fundist nýr urðunarstaður og málið er í algjörum hnút.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu með sér samkomulag að urðun skyldi hætt árið 2020 en engin önnur staðsetning hefur fundist, það vill nefnilega engin ruslahauginn í sinn bakgarð. Staðsetningin á Álfsnesi hefur um langt skeið truflað Mosfellinga vegna sjón- og lyktarmengunar frá svæðinu, en frá 1991 hefur allt sorp frá höfuðborgarsvæðinu verið flutt til Álfsness og liggja þar nú um 2,8 milljón tonn af sorpi í jörðu.

Þrátt fyrir áhyggjur af sorpmálum framtíðarinnar eru jákvæð teikn á lofti. Loksins hillir undir langþráða gas og jarðgerðarstöð á Álfsnesi, sem mun draga verulega úr urðun enda mun allur lífrænn úrgangur fara í gegnum stöðina.

Afurðir stöðvarinnar eru metangas, sem leysir annað og óumhverfisvænna eldsneyti af hólmi, og jarðvegsbætir sem nýta má við landgræðslu.

Gas- og jarðgerðarstöðin er stórt skref í rétta átt, en við þurfum áfram að urða það sorp sem ekki fer í jarðgerðarstöðina, í endurvinnslu eða brennslu.

Bregðast þarf við því ófremdarástandi sem ríkir í úrgangsmálum þjóðarinnar, enda er hér um að ræða í senn mikilvæga þjónustu við landsmenn, umhverfismál og loftlagsmál. Hingað til hafa sorpmál verið á forræði sveitarfélaga, en nú er lag að horfa til aðkomu ríkisvaldsins að málaflokknum.

Við þurfum að skoða til hlítar hvort fýsilegt sé að ríkisvaldið taki málaflokkinn yfir, þar sem horft er til nýsköpunar og einkaframtaksins til að tryggja að lausnirnar séu umhverfisvænar. Heildstæða nálgun þarf þar sem gas- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi getur þjónað stærra svæði en höfuðborgarsvæðinu.

Finna þarf urðunarstað hið fyrsta fyrir það sem þó þarf að fara í urðun eins og nauðsynlegt er að tryggja aðgengi að brennslustöð.

Dýrar lausnir á borð við fullkomna brennslustöð og gas og jarðgerðastöð verða aldrei margar á Íslandi og því nauðsynlegt að horfa til lausna fyrir landið allt."

Það er algerlega fáránlegt að leita að nýjum urðunarstöðum fyrir sorp. Það er líka fáránlegt að vera að gæla við svona skammtímalausnir eins og moltu-og gasgerð við urðun.

Eina lausnin er að vinna orkuna úr sorpinu eins og Danir gera og leysa málið. Ekkert er of dýrt þegar þetta mál er á dagskrá því að við verðum að leysa það.

Tæknin er fyrir hendi og við eigum að drífa okkur í þetta ekki seinna en strax.

Skammtímalausnir eiga hér ekki við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SKAMMTÍMALAUSNIR varðandi Sorpumál í Álfsnesi væri löngu leyst ef "hugmyndamaðurinn og bóndinn" Ólafur Jónsson byggi þar enn. Ólafur var mikill sögumaður og sátu menn ætíð hans megin í góðum veislum og hlustuðu á Ólaf, en hann var bróðir Ragnars í Þórskaffi.

Sjálfur held ég að ELDUR og VÍSINDI leysi þessi urðunarmál Reykjavíkurborgar og nágrana bæja. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 12.6.2019 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband