Leita í fréttum mbl.is

Enginn endir á fíflagangi

Borgarstjórnarmeirihlutans illa fengna.

„Fólk er furðu lostið hérna, það skil­ur þetta eng­inn,“ seg­ir Brynj­ólf­ur Björns­son eig­andi Brynju við Lauga­veg, þar sem byrjað var að aka í öf­uga átt við það sem hef­ur tíðkast í ára­tugi, í morg­un. Hann seg­ir breyt­ing­una ekki til góðs og að mikið hafi verið um að bíl­ar hafi ekið á móti um­ferð í dag. 

mbl.is var á Lauga­veg­in­um í há­deg­inu þar sem aug­ljóst var að nokkr­ir öku­menn höfðu ekki heyrt af þess­um breyt­ing­um á akst­urs­stefn­unni, eins og sjá má að meðfylgj­andi mynd­skeiði, þar sem er einnig rætt frek­ar við Brynj­ólf í Brynju.

 


mbl.is „Fólk er furðu lostið hérna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Allt er þetta liður í því að breyta gatnakerfi borgarinnar í einhverskonar völundarhús fáránleikans.

Vonandi sjá kjósendur að sér og hætta að kjósa þá sem hafa sýnt af sér einbeittan vilja til að leggja stein í götu almennra borgara og eyða almannafé í vitleysu.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.6.2019 kl. 17:44

2 identicon

 Það er sorglegt að Sjálfstæðisflokkurinn í Borgarstjórn er jafn handónýtur eins og sjálfstæðisforystan  var í fyrri minnihluta. 

Er ekki finnanleg manneskja á Íslandi sem gæti verið með atorku og  dugnað eins og Davíð Oddson sýndi sem Borgarstjóri?

Eðvarð L.Árnason (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 17:58

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það virðist enginn endir ætla að verða á vitleysunni.  Hversu miklum skaða getur þetta fólk í meirihlutanum í Reykjavík, valdið áður en borgarbúar fá nóg????

Jóhann Elíasson, 14.6.2019 kl. 18:03

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Halldór Jónsson, 15.6.2019 kl. 00:56

5 identicon

Minnstu ekki á ósköpin. Hvenær ætli maður geti losnað við þetta jólasveinalið úr ráðastólunum í Ráðhúsinu, eins þaulsetið og það er. Þarf kannske að bera Dag út með valdi eins og afrísku og suðuramerísku forsetana, sem neita algerlega að fara, þótt þeir tapi, svo að hægt sé að setja nýjan borgarstjóra í sætið? Reykjavík er orðin svo óþekkjanleg gömlum Reykvíkingum, að það hálfa væri nóg. Og þetta með Laugaveginn! Hvar endar þetta eiginlega? Hvað kemur næst? Það botnar ekki orðið neinn einasti maður í þessu lengur. Mál er að linni. Þetta gengur ekki lengur. Mann fer að vanta orð til að lýsa vanþóknun sinni á þessari ósvinnu. Það verður að vera hægt að koma þessu jólasveinaliði úr ráðastólunum í næstu kosningum. Þetta getur ekki gengið svona mikið lengur. Ég segi ekki annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3417882

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband