Leita í fréttum mbl.is

Orkupakki #4

er að hellast yfir okkur. Hvað sem Gulli utanríkis og aðrir sjálfstæðisþingmenn segja, þá er #4 beint framhald af #3, sem þeir segja að engu máli skipti(sic).

Bjarni Jónsson fer yfir #4:

"Yfirlýst hlutverk orkupakka #3-4 er myndun sameiginlegs markaðar rafmagns í Evrópu.  Nú eru nokkrir svæðisbundnir raforkumarkaðir þar, og er einn slíkur fyrir norðanverða Evrópu, NordPool.  Innri markaðurinn hefur þegar leitt til mikillar jöfnunar á raforkuverði, þar sem raforkuverð til heimila og iðnaðar á Norðurlöndunum hefur hækkað mjög sem hlutfall af meðalverði í Evrópu, en lækkað t.d. í Austurríki, Þýzkalandi, Belgíu og Frakklandi.  Þessi þróun hefur að sama skapi leitt til breyttrar samkeppnisstöðu, atvinnustigs og lífskjara í þessum löndum, jaðarsvæðunum á Norðurlöndum í óhag, en þungamiðju framleiðslu í Evrópu í hag, enda kerfið hannað með það fyrir augum. Orkan er alls staðar undirstaða nútímaþjóðfélags. Ætlum við að ganga í þessa gildru stórkapítals og stjórnenda Evrópusambandsins ? Augljóslega er það keppikefli ESB-sinna.

Ísland er mjög háð raforku vegna atvinnuhátta, iðnaðarins og hnattlegu landsins.  Talsverður hluti hitunarkostnaðar húsnæðis er raforkukostnaður, einnig á hitaveitusvæðum, því að hitaveitur þurfa talsverða raforku til að dæla miklu vatni.  Raforkuverðhækkun á Íslandi er þess vegna stórmál og mjög neikvæð fyrir allt þjóðfélagið, og það er algerlega ótækt, að stjórnun verðlagningar á raforku í landinu verði í höndum embættis, sem er algerlega utan seilingar lýðræðislega kjörinna fulltrúa landsmanna.  Þar er átt við Landsreglarann (The National Energy Regulator), sem starfa mun hér undir stjórn og á ábyrgð ACER-Orkustofnunar ESB, þótt ESA-Eftirlitsstofnun EFTA fái fyrir siðasakir að afrita og hafa milligöngu um afhendingu gagna til og frá ACER.

Í OP#4, gr. 59.3, er eftirfarandi tekið fram um valdsvið Landsreglarans:

  • hann skal taka bindandi ákvarðanir um raforkufyrirtæki
  • hann skal taka ákvarðanir, sem tryggja, að raforkumarkaðurinn virki, eins og ætlazt er til
  • hann skal leggja sektir á raforkufyrirtæki, sem ekki fara eftir rafmagnstilskipuninni, ákvörðunum Landsreglarans eða samþykktum ACER.  [Allt er þetta ótækt með öllu fyrir þjóð, sem ekki vill ganga ESB á hönd-innsk. BJo].  

Landsreglarinn á að taka þátt í fundum ACER, en EFTA-löndin verða þar án atkvæðisréttar.  Auk þess skal hann taka þátt í svæðisbundnu samstarfi til að:

  • tryggja næga flutningsgetu á milli landa
  • samræma þróun á flutnings- og dreifikerfisskilmálum og öðrum reglum
  • Landsreglarinn getur stundað svæðisbundið samstarf óháð íslenzkum yfirvöldum.  [Hann verður ríki í ríkinu - innsk. BJo].
Framkvæmdastjórn ESB á að samþykkja viðmiðunarreglur um skyldur Landsreglara til samstarfs við aðra hagsmunaaðila og við ACER. Íslenzk yfirvöld koma þar hvergi nærri.  Er þeim alveg sama ?  Eru stjórnvöld tilbúin til að afhenda völdin í orkugeiranum til ESB ?  Þá er í lýðræðisþjóðfélagi kominn tími til að segja þeim sömu þingmönnum og stjórnvöldum upp störfum.  
 
 
ESB VILL ENGIN AFSKIPTI INNLENDRA KJÖRINNA YFIRVALDA AF VERÐLAGNINGU RAFORKU.
 
Margir hafa af því áhyggjur, að sú valdatilfærsla frá lýðkjörnum fulltrúum og til embættismanna Evrópusambandsins, sem hér hefur verið lýst, muni leiða til þess, að við með tíð og tíma fáum hér evrópskt raforkuverð.  Á Íslandi, sem er hákostnaðarland á flestum öðrum sviðum en á sviði innlendrar orku, verða raforkuverðhækkanir sérstaklega íþyngjandi fyrir bæði heimili og atvinnulíf af þeim sökum, að hvergi í heiminum er raforkunotkun á mann meiri en hér. 
 
Heimilin nota mikla orku vegna legu landsins.  Sumt húsnæði er rafhitað, og ríkisstjórn og Alþingi munu enga heimild hafa lengur til að niðurgreiða raforkuverð.  Hitaveitukostnaður mun hækka líka, því að hitaveitur þurfa talsvert rafmagn til dælingar.
 
Lífskjör fjölskyldna og samkeppnisstaða fyrirtækja mun fyrirsjáanlega hríðversna við raforkuverðhækkun.  Undirstöðunum verður kippt undan ýmiss konar starfsemi.
 
Tal um mótvægisaðgerðir að hálfu ríkisins er tómt píp, tíðkast hvergi, enda óleyfilegar að Evrópurétti.
 
 
Í gr. 5.4 (í rafmagnstilskipun OP#4) segir, að hið opinbera megi aðeins hafa afskipti af verðlagningu raforkunnar, ef það er nauðsynlegt fyrir "general economic interest". 
 
Hvað  almennir efnahagshagsmunir eru, ákveður ekki íslenzka ríkisstjórnin í þessu tilviki, heldur Evrópusambandið.  Það þarf ekki að búast við samþykki frá Brüssel fyrir niðurgreiðslum til "kaldra svæða" eða t.d. gróðurhúsabænda. 
 
Þetta stjórnunarfyrirkomulag er fjandsamlegt Íslendingum og afturhvarf til nýlendutímans, þegar vísa varð málum til "kóngsins" til ákvörðunar.  Fyrirkomulag af þessu tagi er algerlega óásættanlegt fyrir Íslendinga nútímans.  Þess vegna ber að stöðva þessa stórhættulegu vegferð við afgreiðslu Orkupakka #3. 
 
Það verður enginn friður í landinu um aðra úrlausn."
 
Orkupakkar 1,2,3 og 4 hafa það að markmiði að koma á samevrópskum markaði með orku. Trúlega líka Heitt vatn.
 
Það er kominn tími til að fara að losa sig úr banvænu faðmlagi EES samningsins sem er búinn að ganga sér til húðar. Við þurfum landssamtök í þá baráttu að fella orkupakka # 4 og verða aftur fullvalda ríki síðan 1944. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki veit ég hvar við Íslendingar stæðum ef Bjarna Jónssonar nyti ekki við og hans baráttu í þessu máli....

Jóhann Elíasson, 7.7.2019 kl. 14:31

2 Smámynd: Óskar Kristinsson

Takk fyrir þetta góða innlegg Halldór! Gulli utanríkis sagði op/3 verða klárað í endaðan 'Agúst hvað sem hver segði.

Það verður að koma þessu fólki út úr ALÞINGISHÚSINU áður en það gerir meiri þjóðarskandal.

KV af Suðurlandi

Óskar Kristinsson, 7.7.2019 kl. 15:16

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gód grein hjá Bjarna, eins og hans er von og vísa. Undarlegt samt, hve sjaldan pistillinn er uppi thegar litid er inn á bloggid.

Framganga forystu Sjálfstaedisflokksina nálgast thad ad vera allt ad thví glaepsamleg, í aetlan sinni ad afnema hluta af sjálfstaedi og sjálfsákvördunarrétti thjódarinnar yfir eigin málefnum og audlindum. Haldi thessi forysta málinu til streitu, mun thess hefnt med grimmilegum haetti.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 7.7.2019 kl. 17:52

4 identicon

Það kýs hver það sem honum þóknast

en svo mikið er víst að aldrei,

aldrei mun ég kjósa þann flokk

sem markvisst vinnur að því

að innleiða í íslensk lög

alla helvítis pakkana frá ESB

eins og "Sjálfstæðisflokkurinn" gerir

og vílar ekki fyrir sér að troða

Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins í svaðið.

Hvernig getur nokkur heiðarlegur maður

sem ann landi sínu og þjóð kosið þann "flokk"?

Eðlilega er hrun hans í frjálsu falli

45%, 40%, 35%, 30%, 25%, slefar nú í 20%

en með samþykkt 3. orkupakkans fær hann helst fylfi frá Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum, og fær max 15%.  Fari hann þá fjandans til,

búrakrata flokkur ESB.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.7.2019 kl. 18:47

5 identicon

Ragnar Önundarson skrifar í dag pistil á fésbók

sem allir alvöru sjálfstæðismenn ættu að lesa og það með hliðsjón af pistli Bjarna Jónssonar:

EES er umgjörð evrópsks kapítalisma og skapar honum rými sem við getum ekki átt neitt við hér á landi, ekki þrengt að. Löggjafarvaldið um efnahagslífið var framselt til ESB.  Auðurinn þjappast saman fyrir augum okkar og auðræði eykst á kostnað lýðræðis. Afleiðingin er endalaus niðurskurður útgjalda til velferðarmála og vaxandi ójöfnuður.  Svigrúmið til að vinna gegn þessu er ekki fyrir hendi.  Gamla ,,blandaða hagkerfið”, þar sem fyrirtækin höfðu stöðu svipaða stöðu kúnna á bæ bóndans, og voru til fyrir fólkið á bænum, lætur undan síga. Ég sakna þess.  Við höfum ekki endurmetið EES, ekki farið yfir kosti og galla í ljósi reynslunnar, þó meira en aldarfjórðungur sé liðinn.

 

Með aðildinni að EES undirgengumst við evrópsk samkeppnislög og -eftirlit.  Algjör og óhjákvæmileg forsenda markaðsbúskapar er að til staðar séu virkir markaðir.  Við bundum vonir við að okkar litlu markaðir mundu styrkjast með tengingu við hina stóru og virku markaði Evrópu. Sé litið yfir farinn veg sjáum við samþjöppun, yfirtökur og samruna, á flestum sviðum atvinnulífsins. Allt með ljúfu jákvæði og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Erlend fyrirtæki hika við að hasla sér völl á markaði sem er á stærð við meðalstórt bæjarfélag í Evrópu.

 

Afleiðingin er fákeppni. Fullyrt er að fákeppni geti falið í sér mikla samkeppni. Það er að sumu leyti rétt, samkeppnin verður um stóru viðskiptavinina og á sviði gæða og þjónustu, en hún leiðir aldrei til verðsamkeppni, aldrei. Ástæðan er krafa hluthafanna um árvissan arð. Sé arður ,,árviss” má byggja frekari fjárfestingar á honum. Ef forstjóri fákeppnisfélags efnir til verðsamkeppni hrynur ekki bara afkoma félagsins heldur allrar greinarinnar, af því að keppinautarnir verða að svara í sömu mynt. Annars missa þeir markaðshlutdeild sína og starfsgrundvöll. Forstjóri sem gerir þau reginmistök að efna til verðsamkeppni á fákeppnismarkaði er ekki starfi sínu vaxinn, frá sjónarhóli hluthafanna.

 

Samkeppnisyfirvöldum hefur mistekist.  Nú er svo komið að eigendur og stjórnendur fákeppnisfélaga á nær öllum sviðum atvinnulífsins taka sér þau laun og þann arð sem þeim sýnist. Kostnaðinum af sjálftökunni er velt yfir á neytendur, almenning, í gegnum verðlagið.  Almenningur horfir stóreygur á elítuna lifa í vellystingum praktuglega.

 

Lúxusbílar eru á útsölugengi fyrir hina fáu ofríku, dansinn kringum gullkálfinn dunar, viðskiptajöfnuðurinn rýrnar.  Hinir lægst launuðu, öryrkjar og aldraðir ná ekki endum saman. Átök á vinnumarkaði eru hafin.  Bóla hefur blásið út á fasteignamarkaði vegna grîðarlegs skorts, örfáir (k)verktakar hirða 50-100% hagnað.  Sveitarfélögin afhenda þeim allar lóðirnar.  Unga fólkið skrifar undir meiri skuldir en annars væri, sumir ná aldrei að safna fyrir útborgun. Börn alast upp í fátækt í landi sem hefur hæstu tekjumeðaltöl í heimi. Allt í boði nýfrjálshyggjunnar, sem varin er af EES.  

 

Núna er það rafmagnið sem á að markaðsvæða án þess að nokkur virkur markaður sé til staðar.  Næst gæti það orðið neysluvatnið, hver veit ?

 

Við eru stödd í aftasta vagni eimreiðar.  Eldur er laus í henni, hún æðir áfram á teinum sem enginn veit hvert liggja. Lestarstjórinn reynir að ná stjórn og hlustar ekki á viðvörunarköll farþeganna. Í næsta vagni fyrir framan okkar vagn ríkir uppnám, þar er töluð enska. Farþegarnir sem þar eru reyna að losa vagninn frá, en það gengur illa. Fremst í okkar vagni er gamalreyndur stjórnmálamaður. Hann horfir bara aftur fyrir lestina, lítur yfir farinn veg og fullvissar okkur um að allt sé með felldu.  Okkur Íslendingum finnst gaman að ferðast í lest, þessi ferð er samt farin að minna óþægilega á ,,rússíbana”.

 

Gallharður trúmaður frjálshyggjunnar, Björn Bjarnason, hefur verið valinn til að annast endurmat á EES.  Löglærður ágætismaður, þrautreyndur pólitíkus, með inngróna hugmyndafræði í kollinum, sem fyllir út í það rými í huga hans sem annars hefði nýst til mannúðlegrar íhugunar um efnahagsmál.  Niðurstaðan liggur fyrir, þó skýrslan sé ekki komin út.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.7.2019 kl. 20:54

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Halldór á heiður skilinn fyrir að breiða skýringar Bjarna Jónssonar út á víðlesnu bloggi sínu, þrátt fyrir að ég óttist ætíð að þegar í þrengri hóp eða kjörklefan sé komið, þá kikkni hann og veiti hann þeim félögum Bjarna og Guðlaugi fullan stuðning sinn.

Ég tek undir orð ykkar allra og alveg sérstaklega Halldórs Egils, sem einfaldlega kallar þessar ljótu fyrirætlanir valdaklíkunar hér á Íslandi glæpsamlegar.

Jónatan Karlsson, 8.7.2019 kl. 08:59

7 identicon

Ég get tekið undir þetta allt saman. Mér finnst bara Sjálfstæðisflokkurinn varla standa undir nafni lengur, miðað við það, hvernig þingmenn hans og sumir aðrir haga sér í þessum málum og vilja greinilega endilega selja sjálfstæði okkar dýru verði. Ekki líst mér á það. Fjarri því. Þeir gera sjálfum sér, flokknum og þjóðinni skömm með því. Svo einfalt er það nú.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2019 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband