Leita í fréttum mbl.is

Orkupakki #4

er ađ hellast yfir okkur. Hvađ sem Gulli utanríkis og ađrir sjálfstćđisţingmenn segja, ţá er #4 beint framhald af #3, sem ţeir segja ađ engu máli skipti(sic).

Bjarni Jónsson fer yfir #4:

"Yfirlýst hlutverk orkupakka #3-4 er myndun sameiginlegs markađar rafmagns í Evrópu.  Nú eru nokkrir svćđisbundnir raforkumarkađir ţar, og er einn slíkur fyrir norđanverđa Evrópu, NordPool.  Innri markađurinn hefur ţegar leitt til mikillar jöfnunar á raforkuverđi, ţar sem raforkuverđ til heimila og iđnađar á Norđurlöndunum hefur hćkkađ mjög sem hlutfall af međalverđi í Evrópu, en lćkkađ t.d. í Austurríki, Ţýzkalandi, Belgíu og Frakklandi.  Ţessi ţróun hefur ađ sama skapi leitt til breyttrar samkeppnisstöđu, atvinnustigs og lífskjara í ţessum löndum, jađarsvćđunum á Norđurlöndum í óhag, en ţungamiđju framleiđslu í Evrópu í hag, enda kerfiđ hannađ međ ţađ fyrir augum. Orkan er alls stađar undirstađa nútímaţjóđfélags. Ćtlum viđ ađ ganga í ţessa gildru stórkapítals og stjórnenda Evrópusambandsins ? Augljóslega er ţađ keppikefli ESB-sinna.

Ísland er mjög háđ raforku vegna atvinnuhátta, iđnađarins og hnattlegu landsins.  Talsverđur hluti hitunarkostnađar húsnćđis er raforkukostnađur, einnig á hitaveitusvćđum, ţví ađ hitaveitur ţurfa talsverđa raforku til ađ dćla miklu vatni.  Raforkuverđhćkkun á Íslandi er ţess vegna stórmál og mjög neikvćđ fyrir allt ţjóđfélagiđ, og ţađ er algerlega ótćkt, ađ stjórnun verđlagningar á raforku í landinu verđi í höndum embćttis, sem er algerlega utan seilingar lýđrćđislega kjörinna fulltrúa landsmanna.  Ţar er átt viđ Landsreglarann (The National Energy Regulator), sem starfa mun hér undir stjórn og á ábyrgđ ACER-Orkustofnunar ESB, ţótt ESA-Eftirlitsstofnun EFTA fái fyrir siđasakir ađ afrita og hafa milligöngu um afhendingu gagna til og frá ACER.

Í OP#4, gr. 59.3, er eftirfarandi tekiđ fram um valdsviđ Landsreglarans:

 • hann skal taka bindandi ákvarđanir um raforkufyrirtćki
 • hann skal taka ákvarđanir, sem tryggja, ađ raforkumarkađurinn virki, eins og ćtlazt er til
 • hann skal leggja sektir á raforkufyrirtćki, sem ekki fara eftir rafmagnstilskipuninni, ákvörđunum Landsreglarans eđa samţykktum ACER.  [Allt er ţetta ótćkt međ öllu fyrir ţjóđ, sem ekki vill ganga ESB á hönd-innsk. BJo].  

Landsreglarinn á ađ taka ţátt í fundum ACER, en EFTA-löndin verđa ţar án atkvćđisréttar.  Auk ţess skal hann taka ţátt í svćđisbundnu samstarfi til ađ:

 • tryggja nćga flutningsgetu á milli landa
 • samrćma ţróun á flutnings- og dreifikerfisskilmálum og öđrum reglum
 • Landsreglarinn getur stundađ svćđisbundiđ samstarf óháđ íslenzkum yfirvöldum.  [Hann verđur ríki í ríkinu - innsk. BJo].
Framkvćmdastjórn ESB á ađ samţykkja viđmiđunarreglur um skyldur Landsreglara til samstarfs viđ ađra hagsmunaađila og viđ ACER. Íslenzk yfirvöld koma ţar hvergi nćrri.  Er ţeim alveg sama ?  Eru stjórnvöld tilbúin til ađ afhenda völdin í orkugeiranum til ESB ?  Ţá er í lýđrćđisţjóđfélagi kominn tími til ađ segja ţeim sömu ţingmönnum og stjórnvöldum upp störfum.  
 
 
ESB VILL ENGIN AFSKIPTI INNLENDRA KJÖRINNA YFIRVALDA AF VERĐLAGNINGU RAFORKU.
 
Margir hafa af ţví áhyggjur, ađ sú valdatilfćrsla frá lýđkjörnum fulltrúum og til embćttismanna Evrópusambandsins, sem hér hefur veriđ lýst, muni leiđa til ţess, ađ viđ međ tíđ og tíma fáum hér evrópskt raforkuverđ.  Á Íslandi, sem er hákostnađarland á flestum öđrum sviđum en á sviđi innlendrar orku, verđa raforkuverđhćkkanir sérstaklega íţyngjandi fyrir bćđi heimili og atvinnulíf af ţeim sökum, ađ hvergi í heiminum er raforkunotkun á mann meiri en hér. 
 
Heimilin nota mikla orku vegna legu landsins.  Sumt húsnćđi er rafhitađ, og ríkisstjórn og Alţingi munu enga heimild hafa lengur til ađ niđurgreiđa raforkuverđ.  Hitaveitukostnađur mun hćkka líka, ţví ađ hitaveitur ţurfa talsvert rafmagn til dćlingar.
 
Lífskjör fjölskyldna og samkeppnisstađa fyrirtćkja mun fyrirsjáanlega hríđversna viđ raforkuverđhćkkun.  Undirstöđunum verđur kippt undan ýmiss konar starfsemi.
 
Tal um mótvćgisađgerđir ađ hálfu ríkisins er tómt píp, tíđkast hvergi, enda óleyfilegar ađ Evrópurétti.
 
 
Í gr. 5.4 (í rafmagnstilskipun OP#4) segir, ađ hiđ opinbera megi ađeins hafa afskipti af verđlagningu raforkunnar, ef ţađ er nauđsynlegt fyrir "general economic interest". 
 
Hvađ  almennir efnahagshagsmunir eru, ákveđur ekki íslenzka ríkisstjórnin í ţessu tilviki, heldur Evrópusambandiđ.  Ţađ ţarf ekki ađ búast viđ samţykki frá Brüssel fyrir niđurgreiđslum til "kaldra svćđa" eđa t.d. gróđurhúsabćnda. 
 
Ţetta stjórnunarfyrirkomulag er fjandsamlegt Íslendingum og afturhvarf til nýlendutímans, ţegar vísa varđ málum til "kóngsins" til ákvörđunar.  Fyrirkomulag af ţessu tagi er algerlega óásćttanlegt fyrir Íslendinga nútímans.  Ţess vegna ber ađ stöđva ţessa stórhćttulegu vegferđ viđ afgreiđslu Orkupakka #3. 
 
Ţađ verđur enginn friđur í landinu um ađra úrlausn."
 
Orkupakkar 1,2,3 og 4 hafa ţađ ađ markmiđi ađ koma á samevrópskum markađi međ orku. Trúlega líka Heitt vatn.
 
Ţađ er kominn tími til ađ fara ađ losa sig úr banvćnu fađmlagi EES samningsins sem er búinn ađ ganga sér til húđar. Viđ ţurfum landssamtök í ţá baráttu ađ fella orkupakka # 4 og verđa aftur fullvalda ríki síđan 1944. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki veit ég hvar viđ Íslendingar stćđum ef Bjarna Jónssonar nyti ekki viđ og hans baráttu í ţessu máli....

Jóhann Elíasson, 7.7.2019 kl. 14:31

2 Smámynd: Óskar Kristinsson

Takk fyrir ţetta góđa innlegg Halldór! Gulli utanríkis sagđi op/3 verđa klárađ í endađan 'Agúst hvađ sem hver segđi.

Ţađ verđur ađ koma ţessu fólki út úr ALŢINGISHÚSINU áđur en ţađ gerir meiri ţjóđarskandal.

KV af Suđurlandi

Óskar Kristinsson, 7.7.2019 kl. 15:16

3 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Gód grein hjá Bjarna, eins og hans er von og vísa. Undarlegt samt, hve sjaldan pistillinn er uppi thegar litid er inn á bloggid.

Framganga forystu Sjálfstaedisflokksina nálgast thad ad vera allt ad thví glaepsamleg, í aetlan sinni ad afnema hluta af sjálfstaedi og sjálfsákvördunarrétti thjódarinnar yfir eigin málefnum og audlindum. Haldi thessi forysta málinu til streitu, mun thess hefnt med grimmilegum haetti.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guđnason, 7.7.2019 kl. 17:52

4 identicon

Ţađ kýs hver ţađ sem honum ţóknast

en svo mikiđ er víst ađ aldrei,

aldrei mun ég kjósa ţann flokk

sem markvisst vinnur ađ ţví

ađ innleiđa í íslensk lög

alla helvítis pakkana frá ESB

eins og "Sjálfstćđisflokkurinn" gerir

og vílar ekki fyrir sér ađ trođa

Stjórnarskrá íslenska lýđveldisins í svađiđ.

Hvernig getur nokkur heiđarlegur mađur

sem ann landi sínu og ţjóđ kosiđ ţann "flokk"?

Eđlilega er hrun hans í frjálsu falli

45%, 40%, 35%, 30%, 25%, slefar nú í 20%

en međ samţykkt 3. orkupakkans fćr hann helst fylfi frá Samfylkingu, Viđreisn og Pírötum, og fćr max 15%.  Fari hann ţá fjandans til,

búrakrata flokkur ESB.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráđ) 7.7.2019 kl. 18:47

5 identicon

Ragnar Önundarson skrifar í dag pistil á fésbók

sem allir alvöru sjálfstćđismenn ćttu ađ lesa og ţađ međ hliđsjón af pistli Bjarna Jónssonar:

EES er umgjörđ evrópsks kapítalisma og skapar honum rými sem viđ getum ekki átt neitt viđ hér á landi, ekki ţrengt ađ. Löggjafarvaldiđ um efnahagslífiđ var framselt til ESB.  Auđurinn ţjappast saman fyrir augum okkar og auđrćđi eykst á kostnađ lýđrćđis. Afleiđingin er endalaus niđurskurđur útgjalda til velferđarmála og vaxandi ójöfnuđur.  Svigrúmiđ til ađ vinna gegn ţessu er ekki fyrir hendi.  Gamla ,,blandađa hagkerfiđ”, ţar sem fyrirtćkin höfđu stöđu svipađa stöđu kúnna á bć bóndans, og voru til fyrir fólkiđ á bćnum, lćtur undan síga. Ég sakna ţess.  Viđ höfum ekki endurmetiđ EES, ekki fariđ yfir kosti og galla í ljósi reynslunnar, ţó meira en aldarfjórđungur sé liđinn.

 

Međ ađildinni ađ EES undirgengumst viđ evrópsk samkeppnislög og -eftirlit.  Algjör og óhjákvćmileg forsenda markađsbúskapar er ađ til stađar séu virkir markađir.  Viđ bundum vonir viđ ađ okkar litlu markađir mundu styrkjast međ tengingu viđ hina stóru og virku markađi Evrópu. Sé litiđ yfir farinn veg sjáum viđ samţjöppun, yfirtökur og samruna, á flestum sviđum atvinnulífsins. Allt međ ljúfu jákvćđi og samţykki Samkeppniseftirlitsins. Erlend fyrirtćki hika viđ ađ hasla sér völl á markađi sem er á stćrđ viđ međalstórt bćjarfélag í Evrópu.

 

Afleiđingin er fákeppni. Fullyrt er ađ fákeppni geti faliđ í sér mikla samkeppni. Ţađ er ađ sumu leyti rétt, samkeppnin verđur um stóru viđskiptavinina og á sviđi gćđa og ţjónustu, en hún leiđir aldrei til verđsamkeppni, aldrei. Ástćđan er krafa hluthafanna um árvissan arđ. Sé arđur ,,árviss” má byggja frekari fjárfestingar á honum. Ef forstjóri fákeppnisfélags efnir til verđsamkeppni hrynur ekki bara afkoma félagsins heldur allrar greinarinnar, af ţví ađ keppinautarnir verđa ađ svara í sömu mynt. Annars missa ţeir markađshlutdeild sína og starfsgrundvöll. Forstjóri sem gerir ţau reginmistök ađ efna til verđsamkeppni á fákeppnismarkađi er ekki starfi sínu vaxinn, frá sjónarhóli hluthafanna.

 

Samkeppnisyfirvöldum hefur mistekist.  Nú er svo komiđ ađ eigendur og stjórnendur fákeppnisfélaga á nćr öllum sviđum atvinnulífsins taka sér ţau laun og ţann arđ sem ţeim sýnist. Kostnađinum af sjálftökunni er velt yfir á neytendur, almenning, í gegnum verđlagiđ.  Almenningur horfir stóreygur á elítuna lifa í vellystingum praktuglega.

 

Lúxusbílar eru á útsölugengi fyrir hina fáu ofríku, dansinn kringum gullkálfinn dunar, viđskiptajöfnuđurinn rýrnar.  Hinir lćgst launuđu, öryrkjar og aldrađir ná ekki endum saman. Átök á vinnumarkađi eru hafin.  Bóla hefur blásiđ út á fasteignamarkađi vegna grîđarlegs skorts, örfáir (k)verktakar hirđa 50-100% hagnađ.  Sveitarfélögin afhenda ţeim allar lóđirnar.  Unga fólkiđ skrifar undir meiri skuldir en annars vćri, sumir ná aldrei ađ safna fyrir útborgun. Börn alast upp í fátćkt í landi sem hefur hćstu tekjumeđaltöl í heimi. Allt í bođi nýfrjálshyggjunnar, sem varin er af EES.  

 

Núna er ţađ rafmagniđ sem á ađ markađsvćđa án ţess ađ nokkur virkur markađur sé til stađar.  Nćst gćti ţađ orđiđ neysluvatniđ, hver veit ?

 

Viđ eru stödd í aftasta vagni eimreiđar.  Eldur er laus í henni, hún ćđir áfram á teinum sem enginn veit hvert liggja. Lestarstjórinn reynir ađ ná stjórn og hlustar ekki á viđvörunarköll farţeganna. Í nćsta vagni fyrir framan okkar vagn ríkir uppnám, ţar er töluđ enska. Farţegarnir sem ţar eru reyna ađ losa vagninn frá, en ţađ gengur illa. Fremst í okkar vagni er gamalreyndur stjórnmálamađur. Hann horfir bara aftur fyrir lestina, lítur yfir farinn veg og fullvissar okkur um ađ allt sé međ felldu.  Okkur Íslendingum finnst gaman ađ ferđast í lest, ţessi ferđ er samt farin ađ minna óţćgilega á ,,rússíbana”.

 

Gallharđur trúmađur frjálshyggjunnar, Björn Bjarnason, hefur veriđ valinn til ađ annast endurmat á EES.  Löglćrđur ágćtismađur, ţrautreyndur pólitíkus, međ inngróna hugmyndafrćđi í kollinum, sem fyllir út í ţađ rými í huga hans sem annars hefđi nýst til mannúđlegrar íhugunar um efnahagsmál.  Niđurstađan liggur fyrir, ţó skýrslan sé ekki komin út.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráđ) 7.7.2019 kl. 20:54

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Halldór á heiđur skilinn fyrir ađ breiđa skýringar Bjarna Jónssonar út á víđlesnu bloggi sínu, ţrátt fyrir ađ ég óttist ćtíđ ađ ţegar í ţrengri hóp eđa kjörklefan sé komiđ, ţá kikkni hann og veiti hann ţeim félögum Bjarna og Guđlaugi fullan stuđning sinn.

Ég tek undir orđ ykkar allra og alveg sérstaklega Halldórs Egils, sem einfaldlega kallar ţessar ljótu fyrirćtlanir valdaklíkunar hér á Íslandi glćpsamlegar.

Jónatan Karlsson, 8.7.2019 kl. 08:59

7 identicon

Ég get tekiđ undir ţetta allt saman. Mér finnst bara Sjálfstćđisflokkurinn varla standa undir nafni lengur, miđađ viđ ţađ, hvernig ţingmenn hans og sumir ađrir haga sér í ţessum málum og vilja greinilega endilega selja sjálfstćđi okkar dýru verđi. Ekki líst mér á ţađ. Fjarri ţví. Ţeir gera sjálfum sér, flokknum og ţjóđinni skömm međ ţví. Svo einfalt er ţađ nú.

Guđbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráđ) 9.7.2019 kl. 09:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (20.11.): 1112
 • Sl. sólarhring: 1146
 • Sl. viku: 5032
 • Frá upphafi: 2721147

Annađ

 • Innlit í dag: 897
 • Innlit sl. viku: 4020
 • Gestir í dag: 756
 • IP-tölur í dag: 703

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband