Leita í fréttum mbl.is

Gross-Europa

für den Sieg!

Svo segir Páll Vilhjálmsson:

Til að ESB verði sambandsríki, Stór-Evrópa, þarf her.

Í fáein ár, í byrjun 19. aldar annars vegar og hins vegar laust fyrir miðja síðustu öld, stjórnuðu Evrópu sá ítalski-franski Napoleón og austurrísk-þýski Hitler, báðir krafti hervalds.

Tilraunir Meginlands-Evrópu með lýðræði mistakast reglulega. Í Brussel er þetta þekkt staðreynd, þótt ekki sé hún opinberlega viðurkennd.

Þing ESB er meira upp á skraut, það hefur ekki heimild til að leggja fram lagafrumvörp.

Framkvæmdastjórnin í samvinnu við leiðtogaráð ESB ræður ferðinni. Yfir Stór-Evrópu verður ekki settur einhver lýðræðislega kjörinn. Þannig gerast ekki kaupin á eyrinni.

Fyrir eyríki eins og Ísland og Bretland eru stjórnarhættir meginlandsins framandi og þess vegna vilja þau standa þar fyrir utan.

Þegar þýski varnarmálaráðherrann tekur við framkvæmdastjórn ESB er borðið dekkað fyrir Evrópuherinn. Með valdatækið tilbúið er aðeins spurning um tíma hvenær því verður beitt. 

Kjánaprikin sem sitja alþingi Íslendinga þessi misserin ættu að staldra við áður en Stór-Evrópu er afhent ítök í raforkumálum okkar.

Evrópsk hernaðarveldi eru ekki þekkt fyrir að láta af hendi ítök í náttúruauðlindum smáþjóða. Eða eru landhelgisstríðin öllum gleymd? "

Og báðar heimsstyrjaldirnar?

Drögum okkur út úr þessu eitraða faðmlagi EES og verðum fullvalda þjóð enn á ný. Við höfum ekkert með fasíska Gross-Europa að gera. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418203

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband