Leita í fréttum mbl.is

Friðrik Daníelsson

kollega skrifar grein í Fréttablaðið sem mér finnst ástæða til að vekja athygli á.

Við sem höfum efasemdir um framhald gagnsemi EES samningsins erum ekki mjög fyrirferðarmiklir í þjóðlífinu. En við höfum efasemdir um samninginn þó að fáir virði okkur viðlits.

EES samningurinn er að einangra Ísland

"Þegar Evrópusambandið var stofnað hóf það f ljótt að vernda sinn iðnað fyrir samkeppni utanað. Fyrst var hugsað um grunnframleiðslu eins og stál og kol en smám saman fjölgaði starfsemi sem settir voru múrar um til að verjast samkeppni. Lengi var beitt tollum og gjöldum en með tímanum hefur það breyst vegna WTO og alþjóðasamninga sem hafa náð að lækka tolla í milliríkjaviðskiptum. En ESB hefur í staðinn stöðugt bætt við kvöðum á viðskipti og er nú svo komið að tæknilegar og stjórnsýslulegar kröfur eru orðnar helstu viðskiptahömlur ESB.

Nútíma verslunarhöft

Með EES samningnum gekkst Ísland undir margs konar regluverk og yfirráð ESB á viðskiptum. Á Brusselsku er talað um „gæðakröfur“, „samræmingu“, „viðurkenningu“, „leyfi“, „vottun“, „merkingar“ o.s.frv.

Orðskrúðið felur á bak við sig verslunarhöft nútímans. Þau gilda um vörur sem leyfilegt er að selja í ESB (og á Íslandi eða EES).

Höft ESB/EES loka Íslandi fyrir margs konar vörum af alþjóðamarkaði, fækka valkostum, og hækka verð hér.

EES-regluverkið hefur líka hamlandi og kostnaðaraukandi áhrif á bæði framleiðslu og útflutning héðan.

Það er farið leiða til þess að íslenskum fyrirtækjum er erfiðara að sækja út á alþjóðamarkað með sínar vörur sem er þeim mörgum lífsnauðsyn vegna smæðar Íslands.

Höft og reglubyrði ESB hafa með öðru leitt af sér að hlutur ESB af heimsviðskiptunum minnkar stöðugt. Núverandi ESB-lönd stóðu fyrir 30% heimsverslunarinnar um 1980, nú er hlutfallið komið í 15% og fer minnkandi.

„Innri markaður“ ESB verður stöðugt minna áhugaverður. ESB-lönd eru ekki lengur leiðandi í nútímatækni.

EES gildir ekki í mestu viðskiptalöndunum

Eftir að EES skall á fyrir 25 árum hafa viðskipti við áður mestu viðskiptalönd Íslands orðið stöðugt erfiðari vegna yfirráða ESB hér.

Mikilvægustu viðskiptalönd Íslendinga fyrir EES, meðan verslunarfrelsi var meira, Bandaríkin, Austur-Asíulönd og Rússland, er orðið erfiðara og kostnaðarsamara að hafa milliliðalaus viðskipti við þó vörur þar séu oft gæðameiri og ódýrari en í ESB.

Viðskipti við A-Asíu og Bandaríkin fara oft í gegnum ESB og hlaða utan á sig óþörfum milliliðakostnaði.

Eitt mesta viðskiptaland Íslands í aldanna rás, Bretland, er að bætast við alþjóðamarkaðinn sem þýðir að þá koma höft EES á verslun Íslendinga við Bretland.

Ísland að lokast inni

Ísland er að lokast meir og meir inni í viðskiptamúravirki ESB.

Ísland er með fríverslunarsamninga við mörg lönd og þar á meðal ESB samkvæmt eldri samningi en EES. Sá samningur er enn í fullu gildi þó farið sé með það sem leyndarmál.

Og Ísland er einnig með viðskiptasamninga við mörg lönd bæði á eigin vegum og með EFTA.

Þeir fríverslunarsamningar koma að vísu ekki að fullu gagni meðan EES-höftin gilda hér.

Viðskipti við gömlu stóru viðskiptalöndin verður væntanlega auðvelt að endurlífga þegar höft ESB verða afnumin. EES er í vaxandi mæli að einangra Ísland frá alþjóðaviðskiptum."

Mér sýnist að skoðanir okkar kollega Friðríks falli býsna þétt saman.Ég spyr mig hvort EES samningurinn sé ekki farinn að valda okkur meiri vandræðum en gagni og vildi gjarnan að vísustu menn drægju saman staðreyndir málsins.

Ekki bara lofsyngja samninginn í heild heldur tína til einstök atriði eins og Friðrik Daníelsson gerir afbragðsvel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tugir þúsunda Íslendinga vildu fá þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma um EES samninginn svo við gætum hafnað honum.  Það er enginn vafi að algjör yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefði hafnað honum.

Því er það óþarfa lítillæti í þér Halldór minn, að telja ykkur Friðrik fáliðaða.  Enn er það svo að flestir eru mjög efins um EES samninginn og þær raddir byggja á því að nær allir með viti átta sig á því að með EES tilskipunum og pökkum RDB er verið að innlima okkur hægt og bítandi í ESB, enda þótt um 2/3 hluti þjóðarinnar sé algjörlega andvígur því að Ísland gangi í ESB.  Alverstur er þingflokkur okkar gamla flokks.  Megi sá þingflokkur fara í rass og rófu, sá andlýðræðis (fasista) þingflokkur.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.7.2019 kl. 13:07

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég hef lengi talið og nokkrum sinnum sagt að Íslenskum stjórnvöldum, hvernig sem og úr hverju þau eru samansett, er engan vegin treystandi fyrir svona EES samningi.  ESB ætlar leynt og ljóst að gleypa hér allt sem þeim má að gagni verða, okkur er þeim hinsvegar alveg sama um enda til nóg af fólki (þrælum) til að sinna hér þeim þjónustustörfum sem ESB þurfa þykir, þegar við verðum orðnir flóttamenn.

Hér eru of margir þingmenn og of margir flokkar sem leiðir af sér að stjórnum hvort sem rætt er um landsstjórn eða Reykjavíkur er í rúst.  Þeir Reykvíkingar sem nenna á kjörstað ráða Reykjavík og þar með höfum við landsbyggðar menn ekkert um Reykjavík að segja og því er hún ekki höfuðborg okkar Íslendinga og þess vegna þarf einaga sundabraut, því annan bæ með flugvallarstæði þarf að finna og hann er til.         

Hrólfur Þ Hraundal, 9.7.2019 kl. 16:12

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gott hjá Friðrik.

Skömm er orðið að Jaruzelskilegu EES-setuliði Sjálfstæðisflokksins, þar sem ekkert er hægt og ekkert má, annað en að segja amen og já herra minn í Brusselkerml.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 9.7.2019 kl. 16:24

4 identicon

Sviss gengur mjög vel utan ESB og gerir bara tvíhliða samninga við ESB og önnur ríki.

Framfarir í Rússlandi hafa verið gífurlegar þrátt fyrir að ekki vera með ESS og fá á sig viðskiptabann frá skrifstofublókunum í Brussel.

Grikkir eru í ESB og þar er ástandið hörmulegt og stórhættulegt börnum.

Grímur (IP-tala skráð) 10.7.2019 kl. 09:23

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er sammála Hrólfi um offjölda þingmann og flpokka. Því miður hefur þeim farið sífjölgandi og vitleysan því aukist til muna.

Gunnar Rögnvaldsson segir oftast sannleikann þó undan svíði.

Og Grímur er raunsær.

Lesi menn svo greinar Óla Antons Bieltved um ESB og hlusti á Viðreisnartalið  til að skilja við hvað er að fást.

Halldór Jónsson, 10.7.2019 kl. 11:08

6 identicon

Það er holt og gott að skrifa með þeim góð bloggurum Halldórs verkfræðings,sem tjá sig sterkt með ÍSLANDI og Golfstraumnum, Bændum og sameiginlegum auð OKKAR frá fjöru til fjalla.

Burstabæir,gamlar hendur,hjörtu og faðmlag tengja okkur best í ferðamannabransanum. Gestrisni,góðvild og ÖRYGGI bera okkur lengst. Það kostar kr.5.000að fljúga til ÍSLANDS,sem er ódýrt. Munum göngugjaldið í Færeyjum á nýja "göngustígnum"kr.7.000.

Skálum fyrir Fullveldinu,Sjálfstæði og Landamærum utan ESB/EES

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 10.7.2019 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 3418165

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband