Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarnason

skrifar athyglisverđa grein um ţađ hvernig kaupin gerast í valdakerfi Evrópusambandsins. 

Mér finnst greinin veita góđa innsýn í ţađ hvernig ţessu sambandi er stjórnađ á lítiđ lýđrćđislegan hátt,ţar sem valdabrask einstaklinga og valdablokka yfirskyggir flest annađ sem á ţjóđríkjunum 27 kynni ađ brenna.

Ţađ yfirgengur mig algerlega ađ til skuli vera ţeir Íslendingar sem vilja ólmir ţangiđ inn til ađ hafa áhrif eins og ţeir segja og fá ađild ađ hinni dásamlegu vaxtalausu Evru á efnahagssvćđi ţar sem enginn hagvöxtur hefur veriđ í langan tíma, ţar sem atvinnuleysi ungs fólks mćlist í tugum prósenta og meirihluti ţess býr enn í foreldrahúsum eftir ţrítugt. Hver eru rök fyrir ţessu sem halda?

Af hverju voru Bretar ađ fara út? Hafa ţeir beđiđ um ađild ađ hinu heilaga EES? Hvađ finnst Birni Bjarnasyni líklegt ađ ţeir geri í framhaldi af Brexit? Munum viđ Íslendingar ekki ţurfa ađ ađlaga okkur ađ ţeirri veröld?

Björn skrifar svo:  

"Ţegar Ursula von der Leyen, varnarmálaráđherra Ţýskalands, var tilnefnd nćsti forseti framkvćmdastjórnar ESB braust út reiđialda međal ţýskra stjórnmálamanna. Angelu Merkel Ţýskalandskanslara var bannađ ađ greiđa atkvćđi í leiđtogaráđi ESB međ flokkssystur sinni og nánum samstarfsmanni í ríkisstjórn síđan 2005.

Jafnađarmenn í stjórn Merkel veittu kanslaranum ekki umbođ til ađ taka afstöđu. Meginástćđan fyrir ţessari reiđi er ágreiningur innan ESB um hvernig standa skuli ađ vali forseta framkvćmdastjórnarinnar.

Ágreiningurinn snýst um hve mikil völd eigi ađ veita ESB-ţinginu. Hefur leiđtogaráđ ESB frjálsar hendur viđ tilnefningar eđa ber ţví ađ taka tillit til vilja ESB-ţingsins og kjósenda? ESB-ţingmenn vilja ađ fylgt sé reglu sem lýst er međ ţýska orđinu spitzenkandidat, oddvitareglunni á íslensku.

Fyrir kosningar til ESBţingsins, ţćr fóru síđast fram nú í maí, koma ţingflokkar sér saman um oddvita á listum sínum. Oddvita ţess lista sem fćr flest atkvćđi ber samkvćmt reglunni ađ líta á sem frambjóđanda til forsetaembćttis í framkvćmdastjórn ESB. Leiđtogaráđiđ eigi ađ taka tillit til ţessa. Nú hefđi Bćjarinn Manfred Weber, oddviti miđ-hćgriflokksins EPP, átt ađ verđa forseti framkvćmdastjórnarinnar samkvćmt reglunni.

Nćstur í röđinni var Frans Timmermans, jafnađarmađur frá Hollandi. Hvorugur hlaut náđ fyrir augum leiđtogaráđsins sem tilnefndi ađ lokum Ursulu von der Leyen (EPP) eftir langa og stranga fundi. ESB-ţingiđ ákveđur í nćstu viku hvort Ursula von der Leyen tekur viđ af JeanClaude Juncker 1. nóvember. Frćđilega er stađa hennar sterk.

EPP-flokkurinn, S&D-flokkurinn (sósíalistar og lýđrćđissinnar) og frjálslyndir eiga samtals 444 ţingmenn en 376 ţarf til ađ njóta stuđnings hreins meirihluta. Ţessir flokkar standa ađ baki tilnefningu leiđtogaráđsins en međal sósíalista kraumar mikil reiđi og ţess vegna hefur von der Leyen ţótt miklu skipta ađ eiga innhlaup hjá Grćningjum sem voru sigurvegarar ESB-ţingkosninganna. Hvort viđrćđur hennar og forystumanna grćningja skila árangri kemur í ljós. Hún vill frekar geta reitt sig á stuđning ţeirra en ţingmanna sem hafa horn í síđu Brusselvaldsins.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti barđist hart gegn hollustu viđ oddvitaregluna í leiđtogaráđinu. Gamalgrónir ESB-ţingmenn bundu ekki hendur hans og í ESBţingflokki hans, frjálslyndum, vilja menn ganga lengst viđ ađ styrkja yfirţjóđlegt vald í Bandaríkjum Evrópu.

Frakklandsforseti stóđ ađ baki tillögu um Ursulu von der Leyen – međal annars vegna ţess ađ hún talar frönsku. Ţá fékk Frakkinn Christine Lagarde stól seđlabankastjóra Evrópu og Belginn Charles Michel verđur forseti leiđtogaráđs ESB, hann er handgenginn Macron.

Christine Lagarde

Ţegar hruniđ varđ haustiđ 2008 fóru Frakkar međ pólitíska forystu innan Evrópusambandsins, ţess vegna sat fjármálaráđherra ţeirra, Christine Lagarde, í forsćti fjármálaráđherrafundar ESB og EES/ EFTA-ríkjanna sem Árni M. Mathiesen fjármálaráđherra sótti í Brussel í nóvember 2008 fyrir Íslands hönd.

Í bókinni Árni Matt – frá bankahruni til byltingar (útg. 2010) segir Árni ađ Christine Lagarde hafi í raun veriđ eini fulltrúi ESB á fundinum sem reyndi ađ finna hóflega lausn fyrir íslensku sendinefndina. Kynni ţeirra Árna og Lagarde á ţessum fundi og öđrum eru á ţann veg ađ hann segir hana jafnan hafa sýnt Íslendingum skilning og veriđ „elskuleg“ eins og hann orđar ţađ.

Christine Lagarde varđ fyrst kvenna forstjóri Alţjóđagjaldeyrissjóđsins (AGS) áriđ 2011. Í embćttinu kom hún ađ málum Íslands. Íhlutun hennar og sjóđsins í mál hér voru barnaleikur miđađ viđ átökin viđ Grikki og ađrar ţjóđir til bjargar evru-samstarfinu. AGS var hluti ţríeykisins sem sett var á laggirnar til höfuđs Grikkjum. Hinir tveir fulltrúarnir komu frá framkvćmdastjórn ESB og seđlabanka evrunnar.

Í Grikklandi beittu stjórnmálaöfl sér harkalega gegn Christine Lagarde og AGS en ekki síđur gegn Ţjóđverjum. Angelu Merkel og Wolfgang Schäuble, fjármálaráđherra Ţýskalands, var lýst sem höfuđfjendum Grikkja.

Nú er ţađ áfram hlutverk Lagarde ađ verja evruna, sjálft djásniđ í augum ţeirra sem vilja meiri samruna í Evrópu.

Angela Merkel

Herfried Münkler, stjórnmálafrćđingur og fyrrv. kennari viđ Humboldt-háskólann í Berlín, birti í vikunni grein í Die Welt ţar sem hann fćrir fyrir ţví rök ađ oddvitareglan sé hćttuleg fyrir Evrópusambandiđ. Í henni felist of mikil áhersla á vald meirihlutans. Frá öndverđu hafi sambandiđ mótast af ríku tilliti til réttar minnihlutans. Ađilar sambandsins séu fullvalda og sjálfstćđ ríki, telji ţau á sér trođiđ kunni ţau ađ hugsa sér til hreyfings og sundrung myndist í hópnum. Ţetta sé ekki söguleg stađreynd heldur lifandi eins og komiđ hafi í ljós áriđ 2005 ţegar Frakkar og Hollendingar höfnuđu frumvarpi ađ stjórnarskrá Evrópu í ţjóđaratkvćđagreiđslum.

Í stađ hennar kom Lissabonsáttmálinn áriđ 2009. Innan ESB togast međ öđrum orđum á krafan um ađ rétta lýđrćđishallann međ auknu valdi ESB-ţingsins og tillitiđ til ţjóđríkisins og fullveldis ţess. Münkler segir ađ međ vísan til virđingar fyrir ţjóđríkinu sé höfuđáhersla lögđ á einróma ákvarđanir á vettvangi ESB, örsjaldan sé gengiđ til atkvćđa.

Oddvitareglan sé andstćđ ţessu meginsjónarmiđi og í raun gengin sér til húđar. Ađ leggja nafn Manfreds Webers fyrir ESB-ţingiđ rauf samstarf Ţjóđverja og Frakka, pólitíska ţungamiđju ESB. Ađ gera tillögu um Frans Timmermans gekk gegn vilja ríkisstjórna í austurhluta Evrópu og á Ítalíu.

Herfried Münkler segir ađ viđ ţessar ađstćđur hafi Angela Merkel enn einu sinni látiđ samstöđu innan ESB vega ţyngra en flokkspólitísk sjónarmiđ. Ţar međ hafi hún opnađ leiđina ađ sameiginlegri niđurstöđu í leiđtogaráđi ESB.

Stjórnmálafrćđingurinn segir ađ í átökunum um forystumenn ESB hafi á ný sannast ađ ţar nái menn ekki fram vilja sínum međ stóryrtum yfirlýsingum og úrslitakostum um menn og málefni heldur međ sveigjanleika og ţví ađ halda mörgum leiđum opnum. Sá sem hafi ţessa ađferđ best á valdi sínu nái einnig mestum árangri.

 

Münkler segir ađ um ţessar mundir ríki jafnmikil óvissa um hvort Ursula von der Leyen verđi kjöin nćsti forseti framkvćmdastjórnar ESB og hvort stóra samsteypustjórnin undir forystu Merkel lifi áfram í Berlín. Eitt sé ţó víst ađ Angela Merkel ćtli ađ kveđja stjórnmálin. Afleiđingar ţess verđi meiri í Brussel en í Berlín ţví ađ framtíđ ESB ráđist af ţví hvort takist ađ finna einhvern í Merkel stađ sem gegni saman hlutverki viđ ađ setja niđur ágreining og hafi ţađ á valdi sínu.

Emmanuel Macron hafi í síđasta „valdatafli“ sýnt ađ honum sé hlutverkiđ um megn, sjónarhorniđ sé of ţröngt. Greininni lýkur á ţessum orđum: „Ţess vegna kann málum ađ vera ţannig háttađ ađ brotthvarf Merkel af evrópska sviđinu sé upphaf endalokanna í Brussel.“

Hvađ verđur um EES ef ESB lendir í uppnámi? Hvernig sér Björn Bjarnason framtíđ Íslands í ţeim ólgusjóum?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţýski fjármálamađurinn, Friedrich Merz, sóttist eftir ađ verđa arftaki Angelu Merkel sem formađur CDU. Hann tapađi naumlega í kosningu fyrir Annegret Kramp-Karrenbauer.

Ég verđ ađ segja ađ ég var mjög spenntur fyrir Friedrich Merz, en nú kemur sonur hans fram og fćr ţau fáu hár sem eftir eru á höfđi mér til ađ rísayell:                 Friedrich Merz und BlackRock – sein Sohn deckt auf               

Hörđur Ţormar (IP-tala skráđ) 12.7.2019 kl. 13:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 1119
  • Sl. sólarhring: 1151
  • Sl. viku: 5039
  • Frá upphafi: 2721154

Annađ

  • Innlit í dag: 902
  • Innlit sl. viku: 4025
  • Gestir í dag: 760
  • IP-tölur í dag: 707

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband